Læknaþjónusta á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Það er alveg ótrúlegt hvernig læknaþjónusta er orðin hér á landi, ég hringdi 3 mai og ætlaði að panta tíma hjá lækni og þá var mér sagt það að það væri búið að bóka í alla tíma í mai og ég gæti prufað að hringja aftur í byrjun júní Angry  og þetta á að kallast heilsugæsla, hvað er í gangi hérna í þessu þjóðfélagi, ég get mætt á bráðavakt ef ég vil og borga þá fyrir það fleiri þúsund krónur og þar að auki er þetta kanski eitthvað sem maður vill fara á bráðavakt með sem mig vantar hjálp við.

 Er alveg hundpirruð yfir þessu og mér finnst að fólk eigi að fara að mótmæla hérna á Suðurnesjum og víðar ef þetta er svona á fleiri stöðum á landinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit nú um mann sem var með verk í fæti, var búin að fara 3 sinnum til læknis og var sendur heim með verkjatöflur og krem. Svo var hann staddur á eldhúsgólfinu heima hjá sér og úps þá slitnaði hásinin. Þarf hann nú að vera í gifsi og hjólastól heima hjá sér í 2 mánuði. Skemmtilegt eða þannig.

seylubúarnir (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 20:59

2 identicon

Pantaði tíma fyrir eldri strákinn hjá lækni nú í morgun. Fæ tíma á föstudag eftir

viku.

seylubúarnir (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband