Frumraun mín í brauðvélabakstri :(

Eruð þið nokkuð snillingar í að baka brauð í vél. Ég keypti mér brauðvél um daginn og ætla að fara að vera voða dugleg að baka mitt eigið brauð. Þetta er frumraunin :( var í vélinni í 3 og hálfan tíma og kom svo eins og eldgömul slitin dýna úr vélinni. Vitið þið hver ástæðan getur verið? Eigið þið einhverjar góðar uppskriftir af brauðum í vél. Og kanski smá leiðbeiningar :). Ef svo er viljið þið elskulega fólk sem les þetta gefa mér þær. Annað hvort hérna á blogginu eða á netfangið gudborge@simnet.is

 

 

Brauðið

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Maður á víst ekki að hlæja að óförum annara en fyrirgefðu,eg sprakk úr hlátri þegar eg las færsluna þína. En ég kann nú ekkert á svona brauðvél og get því ekki rálagt þér neitt í þessum efnum.En vonandi gengur betur næst.Kveðja

Erna, 26.2.2008 kl. 11:02

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Haha ég skil vel að þið hafið hlegið, þetta er nú eiginlega bara fyndið, nei ekki mjög girnilegt Einar haha

Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.2.2008 kl. 12:03

3 Smámynd: Ásgerður

HAHAHA hélt fyrst að þetta væri ílla farin tönn  því miður á ég enga uppskrift fyrir brauðvél. Gangi þér vel

Ásgerður , 26.2.2008 kl. 12:13

4 Smámynd: Bríet

Svona leit þetta út hjá mér líka í fyrsta skipti sem ég gerði brauð í vélinni minni :)

Líklegustu ástæður eru að þú hafir notað of heitt vatn, gerið hafi verið gamalt eða að vélin hafi verið opnuð á meðan á hefingu stendur, en þá fellur deigið.

Fylgdu ekki leiðbeiningar og uppskriftir með vélinni þinni?

Bríet , 26.2.2008 kl. 12:30

5 identicon

Elsku frænka ! Þú getur þetta, æfingin hún skapar meistarann.

Ekki gefast upp :)  :)

Sigrún Þórey (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:32

6 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Bríet, takk fyrir þetta, vélin var ekki opnuð þannig að það er annað hvort gerið eða vatnið, ég notaði þurrger, á ekki örugglega að gera það?? Ef ekki hvernig ger er þá best að nota. Ég er svo græn í þessu. haha

En kæra Sigrún Þórey gaman að sjá komment frá þér, ert þú ekki með bloggsíðu sjálf ? Bið að heilsa á Ísafjörð :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.2.2008 kl. 13:01

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Hahah illa farin tönn, já gæti alveg litið út fyrir það

Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.2.2008 kl. 13:02

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Bara að hugsa að æfinginn skapar meistarann gangi þér vel í brauðbakstri...

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 26.2.2008 kl. 13:40

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk fyrir það Heiður :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.2.2008 kl. 13:43

10 identicon

NEI ég er ekki með bloggsíðu. Er stundum að flakka á netinu og rakst á

síðuna þína kæra frænka. Það biðja allir að heilsa þér og þínum.  :)

( Held áfram að fylgjast með )

Sigrún Þórey (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 13:53

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Á ekki svona vél hvað þá að ég kunni að baka í henni.  Vonandi færðu einhver vitræn svör Guðborg mín  Segi eins og Heiður æfingin skapar meistarann og svo er fall fararheill, svo þér á eftir að ganga vel með baksturinn, endilega leyfðu okkur að fylgjast með.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 14:39

12 identicon

Þetta er hrein snilld, þetta brauð hjá þér.  Rakst á síðuna þína, velkomin í bullið.

Ella Kata (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 19:43

13 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk fyrir það Ella mín

Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.2.2008 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband