27.11.1985

Þá gerðist nákvæmlega eins á mínu heimili, móðir mín var ólétt af lítla bróðir mínum uff sem er nú ekki svo lítill lengur hann er 22 ára gamall. Við hringdum á sjúkrabíl kl hálf 3 um nóttina, 10 mín seinna hrindum við aftur og báðum þá að flýta sér því barnið væri að koma í heiminn, okkur var bara sagt að slaka á, hún þurfti að halda honum í sér þangað til þeir voru komnir kl 3 þá bara spýttist hann í heiminn á stofugólfinu þar sem við áttum heima þá. Mjög spennandi fyrir 17 ára dömu sem ég var þá.
mbl.is Drengnum lá á í heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Váá,,,eru virkillega 22 ár síðan ég vaknaði við að þú stóðst við rúmstokkinn og sagðir,, mamma er búin, drífum okkur út í Keflavík að sjá litla bróðir,, 

Finnst eins og þetta hafi verið í fyrra,,,svei mér þá

Ásgerður , 8.4.2008 kl. 21:49

2 identicon

Vá ég man svo eftir þessu Guðborg,það er rosalegt hvað tíminn líður hratt 22ár segi eins og Ásgerður finnst eins og þetta hafi verið í fyrra , en ég hitti eimitt hann Kristján litla bróðir þinn í dag þegar að ég fór í bæjarferð en sjáumst um helgina hress eins og venjulega.

Þórdís (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 22:06

3 Smámynd: Brynja skordal

já svona getur þetta skeð þessi kríli bíða ekkert sko ef allt er tilbúið hvað þá sjúkrabíl en yndislegt að allt gekk vel

Brynja skordal, 9.4.2008 kl. 00:30

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 01:04

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fannst þér þetta ekki æðislegt, ég sá litla bróðir minn fæðast mamma átti hann bara heima, hún þoldi ekki sjúkrahús síðan fékk ég að gefa honum sykurvatn með teskeið. Ég var 16 ára.
                                                   Kveðja milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 15:52

6 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 16:56

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ásgerður jú mér fannst eins og þetta hafi gerst í gær þegar ég stóð yfir þér eins og vitlaus manneskja og sagðist vera búin að eignast bróðir og við brunuðum inn í Keflavík um miðja nótt til að skoða hann :)

Þórdís nákæmlega og hittumst eldhressar á sunnudaginn

Gunni ég held að þú hafir ætlað að skrifa athugasemd við fyrri færsu haha

Helga já honum lá heldur betur á þessari elsku

Brynja  þau láta sko ekki bíða eftir sér sum þótt mín börn hafi verið tímana 2 og miklu meira en það að komast í heiminn

Ásthildur  á þig líka

Anna  takk

Milla: Þetta var ótrúleg upplifun á þessum árum, mamma var búin að biðja læknana um að leyfa mér að vera viðstödd en það mátti ekki þar sem ég var of ung og ekki búin að eiga börn sjálf og gæti fælst eitthvað við að vera viðstödd og ekki viljað eiga börn, en það var ekki komist hjá því að fylgast með þessu :)

Allý Kossar og knús á þig til baka

Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.4.2008 kl. 17:10

8 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 10:36

9 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Stundum gerist þetta ég þekki eina sem átti dóttur sína næstum á stigagani í blokk hún rétt komst inn fyrir dyrnar og systir hennar sagði einu sinni við prest Nei systir mín fæddist á stigagangi(vorum stödd í kapellu á landspítalanum og hún vildi vita hvað væri á þessum gangi og presturinn sagði að þarna fæddust öll börn í Reykjavík.

Kveðja Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 11.4.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband