Ef ekki núna, hvenar þá

Nú verð ég aðeins að tjá mig um þessi kvótamál. Þetta er náttúrlega þvílíkt rugl og spilling sem hefur gengið í þessum kvótamálum í gegn um tíðina. Útgerðir hafa verið að selja kvóta sem sagt fiskin OKKAR og fengið peninga fyrir hann. Svo eru nokkrir í landinu sem hafa stórhagnast á þessu kvótarugli og aðrir sitja uppi með þvílíkt af skuldum út ef þessu kvótabulli.  Taka þetta kvótadæmi af núna, láta þetta allt byrja á núlli. Láta allla þá sem fengu greitt fyrir kvóta endurgreiða það og greiða skuldirnar. Byrja upp á´nýtt  og úthluta kvóta á bæjarfélögin ekki á einhverja einstaka útgerðarrisa
mbl.is Sjávarútvegurinn í raun gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Það eru ansi margir sem hafa efnast vel af kvótagambli og væri nú lag ef þessir aurar væru til í kerfinu.

www.zordis.com, 1.12.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Alveg sammála þér, en ég held að það væri ekkert minni bruðl þó að bæjarfélögin tækju við að úthluta kvótanum.  Það getur verið ansi mikið sukk og svínarí þar líka.  Myndu þá ekki bara þeir sem þekkja einhvern sem þekkir einhvern fá úthlutun og þeir minnstu halda áfram að fara á hausinn eins og hefur verið hingað til.

Elenora Katrín Árnadóttir, 1.12.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Dóra  ég er núna búin að skúra gluggana og pússa gólfin og ég er á leiðinni í súkkulaði köku

Ruslana takk

Þórdís já það væri sko gott að fá þessa peninga inn í kefið

Ella, jú það er kanski rétt ef þetta færi á bæjina þá myndi bara Séra Jón fá kvóta ekki Jón, það er allstaðar þessi blessaða spilling, og maður hélt að maður byggi í landi sem engin spilling væri en það hefur sko heldur betur breyst

Takk fyrir innlitið

Guðborg Eyjólfsdóttir, 4.12.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband