Áfengi tekið af mér í Kaupmannahöfn

Fyrir 2 árum fór ég með flugi héðan á Íslandi keypti Baleys og Vodka pela í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, millilenti í Kaupmannahöfn á leið minni til Lettlands og þá var nú vínið mitt tekið af mér, þannig að það eru nú ekki bara íslenskur flugvöllur sem gera þetta þeir gera þetta sjálfir í Danmörku. Ég varð öskureið þetta var innsiglað í Fríhafnarpoka héðan
mbl.is Tollurinn tekinn í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sleppir maður ekki bara að fara í gegnum tollinn og hefur drykkju ef maður verður var við svona aðgerðir?

Ari (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þetta eru ESB reglur sem verið er að fylgja eftir hér á Íslandi og því frekar ómaklegt að vera að kenna okkur um þetta því við höfum ólíkt Dönum ekkert að segja um ESB-reglur.  

Héðinn Björnsson, 22.7.2009 kl. 11:37

3 Smámynd: Magnús Björnsson

Kaninn er nú með sýnar "gríðarlegu" öryggisreglur sem uppfylla ekki evrópsku reglurnar. Það er það sem er vandamálið. Þetta er ekkert vandamál ef þú ferð ekki í tengiflug en ef þú ferð í tengiflug þarftu að fara aftur í gegn um vopnaleit og þá er m.a. vökvi gerður upptækur.

Ef þú kaupir áfengi í fríhöfn í evrópu og ert á leiðinni í tengiflug er flaskan sett í sérstakan innsiglaðan poka sem á að duga.

Þurftir þú nokkuð að ná í farangurinn og tékka þig inn aftur í Köpen? Ef svo er þá er eðlilegt að vínið hafi verið tekið af þér, jafnvel þó það væri í innsigluðum poka.

Magnús Björnsson, 22.7.2009 kl. 12:00

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Magnús jú ég þurfti að ná í farangurinn og tékka mig aftur inn, en þetta var í innsigluðum poka frá Fríhöfninni og með verðmiðanum í meira að segja keypt fyrr þennan sama dag :) en svona eru þessar blessuðu reglur, ég var bara svo vitlaus að ég fattaði ekki að stinga þessu ofan í töskurnar áður en ég tékkaði mig inn aftur :(

Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.7.2009 kl. 12:08

5 identicon

Ég flaug frá Orlando til Keflavíkur í janúar og veitti þá athygli áberandi skilti hjá afgreiðslukonu í fríhöfninni þar. Á þessu skilti var upplýst vel og vandlega að vegna öryggisreglna í Evrópu væri fólki sem færi með tengiflugi um Ísland ráðlagt að sleppa því að kaupa áfengi í Bandaríkjunum. Ég var ekki að kaupa áfengi, en sá skiltið, hinsvegar tókst bæði þeim sem var á undan mér í röðinni og þeim sem var á eftir mér í röðinni að komast hjá því að sjá skiltið og afgreiðslustúlkan þurfti að eyða heilmiklum tíma í að útskýra þetta fyrir fólkinu, greinilega ekki í fyrsta sinn því hún var með reglugerðina útprentaða hjá sér til að sýna fram á að þetta væru hvorki tiktúrur í sér eða flugfélaginu.

Dagný (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband