Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gleðileg jól

Kæru bloggvinir og aðrir lesendurm, megið þið eiga Gleðileg jól og takk fyrir allar yndislegar kveðjur á blogginu mínu.

Risa stórt KNÚS á ykkur öll

Jólakveðja Guðborg


Spooky

Þetta er svakalegt bjóða bara fullt af fólki í partý og muna ekki eftir því og ennþá meira spooky finst mér með gaurinn sem teiknar svaka flottar myndir steinsofandi og hefur engann áhuga fyrir list vakandi, vá manni finnst þetta bara vera lygi
mbl.is Bauð sofandi í kampavínsveislu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir Akureyrarbæ- Reykjanesbær hækkar um 100%

Þeir ætla ekki að hækka gjaldskrá frístunda og leikskóla, það er annað en hérna í Reykjanesbæ, hérna á að hækka Frístundaskólagjaldið um 50% fyrir utan að það hefur verið ein íþrótt innifalin í Frístundaskólagjaldinu þannig að þá bætist við önnur 50% þannig að frá og með 1 janúar hækkar gjaldskránin hjá Reykanesbæ á þessum gjöldum um 100% geri aðrir betur ??
mbl.is Akureyri hækkar gjaldskrár um 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður grætur nú bara við að lesa þetta

Maður fær bara kökk í hálsinn við að lesa þessa frétt. Þetta er bara hræðilegt hvernig er að verða um okkur hérna á Íslandi. Megi þessi andskotans menn sem komu okkur í þessa stöðu verða blankir fljótt, þannig að þeir þurfi að fara skríðandi í fjölskylduhjálpina og biðja um mat, ég skal perónulega vera þar að taka myndir af þeim og leyfa landsmönnum að njóta þess.

Maður er bara orðinn öskureiður yfir þessu öllu saman


mbl.is Fólk grætur fyrir framan okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á 4 mánaða afmæli eftir 3 daga :)

Obama þú getur alveg hætt að reykja fyrst að ég gat það, það er alveg nokkuð ljóst, ég á fjögurra mánaðar afmæli núna 16 des og mig langar ekki einu sinni í sígarettu, var algjör stórreykingarmanneskja reykti 2 pakka á dag, þannig að ég segi bara ef að ég get hætt þessu þá geta það allir :)

Húrra fyrir mér :)


mbl.is Hvattur til að hætta alveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Sorglegt þegar ekki eldri menn en þetta fara. Blessuð sé minning hans og góður Guð styrki fjölskyldu hans
mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenski seðlabankinn mætti taka þetta til fyrirmyndar

Sænski seðlabankinn lækkaði vexti niður í 2% til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi vaxi í landinu. Væri ekki nær að íslenski  seðlabankinn myndi lækka vextina hérna. Á Íslandi eru núna 7.400 manns á atvinnuleysiskrá og þá eiga allir eftir að koma inn sem hætta um áramótin og allir sem eiga eftir að fá uppsagnarbréf, ég spái því að atvinnuleysi eigi eftir að ná 20-25% ef ekkert verður gert og hvað gerist þá

 

NautNaut: Liðið þitt á eftir að standa með þér. Láttu ekki hugfallast heldur gerðu það sem þarf til að koma skipulagi á líf þitt.


mbl.is Sænskir vextir lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband