Fyrirgefðu en þetta er of seint andskotinn hafi það

Þú ásamt kollegum þínum eru búnir að eyðileggja heila þjóð, sundra fjölskyldum og 25% heimila í landinu eru á barnmi gjaldþrots, fólk stendur í biðröðum til þess að geta fengið að borða. Sorry ég get ekki fyrirgefið þér, megir þú fara til helv....... og kanski til baka aftur þegar þú ert búinn að taka út þína refsingu.
mbl.is Björgólfur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bla bla bla, veistu að þegar góðærið stóð sem hæst, þá var gorgeirinn í fólki slíkur og hrokinn, og lifað svo um efni fram að það tók ekki nokkurri átt. Þá er ég ekki að tala um einhv. útr. víkinga heldur hinn almenna mann í Reykjavík. Allir voru flottastir, fullastir, dópaðastir, með sitt svo gersamlega á hreinu, að ef þú ókst um á nokkurra ára bíl þá var bara eithvað að!

 Núna vælið þið og skælið vegna þess að einhverjum mönnum tókst svo algerlega að ræna ykkur aleigunni, sem þið b.t.w. afhentuð þeim fúslega, uppdópuð af peningalykt.

 væl væl væl, öllum öðrum að kenna en mér, ég er fórnarlamb gjaldeyris.

Gjaldeyris lánin eru gott dæmi um þetta, eða hélduð þið í alvöru að svona lítill gjaldmiðill væri að fara að yfirtaka heiminn!

hvert er þá raunvirði dollars?

Þið voruð tekin, face it!

Ég er ekki endilega að tala um þig persónulega kæri bloggari, en svona almennt um blinduna sem átti sér stað hérna um allt og allt.

Það voru ekki bara þessir menn sem ætluðu að fá allt fyrir ekki neitt, heldur mjög mjög mjög stór partur af þessu samfélagi okkar.

ff (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 09:21

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

FF þú getur ekki komið fram undir nafni, það finnst mér miður. En þú skalt ekki dæma fólk sem tók gjaldeyrislán, það var ekki lagt upp með þetta bull þegar lánin voru veitt þú skalt muna það, og jú þú ert að tala um mig þegar þú setur þetta upp því ég er ein af þeim sem tók 22 miljóna gjaldeyrisslán á húsið mitt sem var rúmlega 30 miljóna krónu virði þá, staðan á láninu í dag er 55 miljónir og og húsið er kanski 30 miljóna virði, maðurinn minn farinn úr landi til að vinna, því hann missti vinnuna hérna, börnin í sárum því þau sakna pabba síns, þannig að þú skalt ekki dæma neinn FF og þú ættir að getað komið fram undir nafni til þess að koma heiðarlega fram

Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.4.2010 kl. 09:27

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þessari afsökunarbeiðni má gjarnan fylgja 4-500 milljarðar svona til þess að jafna þetta aðeins út -

Margir ætluðu sér að verða ríkir þegar ótrúlegu tilboðin komu fram -

En það er staðreynd að ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt - þá er það venjulega þannig.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.4.2010 kl. 09:38

4 identicon

Sko þið skjótið í allar áttir, þetta er allt öðrum að kenna en þjóðinni.

Ekki lagt upp með, "já góðan dag mig vantar lán, er nokkuð lagt upp með að gengi gjalmiðla heimsins breytist eithvað á næstu 40 árum eða svo?, nei nei, ég hélt ekki, gæti ég nokkuð fengið aðeins meira af þessu?"

Við vorum öll að farast úr græðgi, og erum enn og í ofanálag þá umgöngumst við jörðina okkar af mikilli vanvirðingu, sko við berum enga ábyrgð.

Vissulega er þetta ömurlegt en við komum okkur í þetta sjálf.

ff (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 09:51

5 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Jú jú FF við tókum lán, en það var til þess að koma okkur upp heimili er eitthvað athugavert við það, heldur þú að maður hafi tekið þetta lán vitandi það að það myndi hækka um 200% 2 árum seinna ??

Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.4.2010 kl. 09:53

6 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ertu frændi hans Björólfs Thor eða hvað ég bara spyr??

Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.4.2010 kl. 09:53

7 identicon

"Núna vælið þið og skælið vegna þess að einhverjum mönnum tókst svo algerlega að ræna ykkur aleigunni, sem þið b.t.w. afhentuð þeim fúslega, uppdópuð af peningalykt."

Kæri ff, þú ert greinilega með höfuðið í rassgatinu. Nú hef ég sjálfur ekki tekið nein erlend lán, ég á ennþá mitt gamla túbusjónvarp, var aldrei á háum launum, á ekki sérinnfluttan amerískan jeppa né 300 fm. einbýlishýs og svo framvegis.

Það er fáránlegt að halda því fram að allir hafi tekið þátt í þessari vitleysu og lagt blessun sína yfir þessa "dýrlinga".

Ég leyfi mér fullkomnlega til að fordæma alla þá sem komu innan 50 metra frá hruninu, sem og þig fyrir að vera tregur.

Jón Flón (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 09:58

8 identicon

Betra seint en aldrei - og þó að afsökunarbeiðnin komi seint þá er þetta þó fyrsti maðurinn til að biðjast yfirhöfuð afsökunar. Mér finnst allt í lagi að virða það við hann. Það mættu svo sannarlega fleiri fylgja í kjölfarið.

 Hvað varðar einkaneyslu og útrásarvíkinga þá dettur mér ekki í hug að kenna þeim um mínar skuldir - ég var raunar ekki í neinu bruðli og skulda ekkert nema íbúðarhúsnæðið mitt, sem er hvorki stórt né íburðarmikið enda miðaði ég það við greiðslugetu mína en ekki við þá greiðslugetu sem ég óskaði mér að hafa. Bíllinn sem ég ek á endurspeglar líka greiðslugetu mína, hann er lítill og gamall og ég tók EKKI bílalán til þess að kaupa hann.

Því miður þá virðist mér að fullt af fólki hafi tekið óheyrileg flottræfilslán til að standa undir neyslufylleríi sínu og ég hef t.d. mjög litla samúð með fólki sem stendur brjálað fyrir framan lánastofnanir til að mótmæla bílalánunum sínum á rándýrum risa-jeppum. 

Guðrún (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 10:15

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég tek það fram að ég er ekki að biðja neinn um að vorkenna mér, ég er að lýsa hérna í þessu bloggi mínum tilfinningum gagnvart þessum mönnum sem gagngert komu þjóðinni á hvolf og hef fullan rétt á því þótt ég hafi tekið erlent lán

Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.4.2010 kl. 11:12

10 identicon

Ekki hlustaði ÉG á aðvörunarorð útlendu bankanna 2006. Ekki stóð ég mig í því aðhaldi sem mér ber skylda til sem kjósanda að veita stjórnvöldum. Ekki æpti ég upp þegar hálf stjórn Icelandair, FL eða hvað það nú hét þá, sagði af sér og hljóp undan einhverju glæpsamlegu eða í besta falli undarlegu í stjórn þess fyrirtækis. Ekki hrópaði ég þá á Fjármálaeftirlit og önnur eftirlit sem ég þó upplifði sofandi. Auðvitað finnst mér hundfúlt að horfa á æfistarfið hverfa út í buskann. En, vissulega ber ég líka einhverja ábyrgð. Ég á ágætt túpusjónvarp, nokkurra ára gamlan bíl, ágætis passlega stóra íbúð, ekkert í banka - en ég ber líka samábyrgð. Ég átti ekki endilega að sofa, þó aðrir gerðu það. Ég gleymdi að gæta bæði mín bróður míns.

Erlingur (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 11:14

11 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Maður treysti þessu bara hérna á Íslandi, það eru nú ekki mörg ár síðan var gefin út einhver skýrsla um það að Íslensk stjórnvöld væru með þeim minnst spilltustu í heiminum og maður gat ekki annað en treyst þessu fólki

Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.4.2010 kl. 11:27

12 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

Ég ber ekki mikla virðingu fyrir fólki sem treystir sér einhverra hluta vegna ekki til að koma fram undir nafni. Hlusta hreinlega ekki á það sem það hefur fram að færa.

Guðborg, þetta er alveg ömurlegt ástand á fjölskyldum í landinu,um áramótin gef seðlabankinn það út að 30 % heimila væru i verulegum vanskilum, þá er verið að tala um 3 mánaða eða meira, ég hef grun um að það sé stór hópur fólks sem er í bölvuðu basli þó það sé ekki komið svo langt. Þetta er allavega ömurlegt ástand og alls ekki fjölskylduvænt. 

Erlingur, ég veit ekki með þig en ég er ekki menntuð í einhverjum "peningafræðum" eða lögum. Hafði ekki hundsvit á Því hvernig þetta batterý er rekið, enda erum við með fullt af fólki í þeirri vinnu. Á þeim forsendum get ég ómögulega kennt mér eða öðrum normal íslendingum um að hafa sofið á verðinum.

Varðandi lántökur, það er ánægjulegt að það sé til fólk sem þarf ekki að taka nein lán, en Guðrún, íslensku íbúðarlánin hafa hækkað gríðarlega líka, hefur þú ekki tekið eftir því ? Ertu kannski of upptekin af þvi að hneikslast á öðrum að það hefur farið fram hjá þér ? Það er fullt af fólki sem er með bílalán en ekki á RISA jeppum, heldur bara ósköp venjulegum bílum. Mér leiðist það þegar fólk er tilbúið að horfa niður á allt og alla og ákveða að allir séu vitlausari en það sjálft. Einhversstaðar las ég að ef allir eru fífl í kringum þig, líttu þá í eigin barm því kannski er eitthvað að þar. 

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 11.5.2010 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband