Nei takk

Erlenda lánið sem ég er með á húsinu mínu sem í upphafi var 22 miljónir er 52 miljónir núna og á maður þá að sætta sig við 25% lækkun ???  og breyta því svo í íslenskar krónur þetta er hlægilegt. Nei takk Landsbankinn ég þigg þetta ekki.
mbl.is Bjóða 25% lækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

eða sem sagt 136% hækkun

Guðborg Eyjólfsdóttir, 11.5.2010 kl. 08:05

2 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

þeir eru smeikir um að þessi lán standist ekki lög og eru þess vegna að reyna að fá fólk til að breyta þessu yfir í íslenskar, en ég er algjörlega sammála þér þetta er algjör vitleysa.

Mér var boðið lækkun á mínu erlenda láni sem var nú  bara uppá 6.9 milljónir. það stóð í 15 og ég gat fengið það lækkað niður í 11.8 !!!! sumt er ekki svaravert. og hana nú.

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 11.5.2010 kl. 08:25

3 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Ég er ekki alveg að ná þessu:

Áttu völ á öðru?

Á ég að borga eitthvað af þínum skuldum?

Ég hef alltaf fengið útborgað í íslenskum krónum,  og talið sjáfsagt að fá lán í þeim líka  (aldrei talið mig hafa efni á að treysta ísl. krónunni)  á ég þá núna að greiða lán þeirra sem tóku sjensinn á hinu og ætluðu að græða.

Ef ég kaupi nú "Lotto" miða og vinn ekkert á hann,  greiðir þú þá miðann fyrir mig???

Ég held fólk verði aðeins að hugsa út fyrir rammann.

Að taka áhættu þýðir tap eða gróði,  ekki bara annað hvort.  Ef maður hefur ekki efni á að taka tapinu,  þá er ekki rétt að "sigla með fullum seglum".

Þetta eru bara gömul sannindi og ný,  svona er bara lífið,  veð getum ekki varpað allri ábyrgð á gjörðum okkar yfir á aðra.

En gangi þér samt vel,  finn vissulega til með þeim sem tapa í leik.

Kv. Guðjón

Guðjón Guðvarðarson, 11.5.2010 kl. 08:38

4 identicon

Guðjón.

Þetta er ekki nægilega góð rök hjá þér og því engin furða að þú skiljir þetta ekki.

Vissulega var fólk að taka sjénsa en ekki gleyma því að bankarnir beinlínis plötuðu fólk til þess að fá sér erlend lán á meðan þeir tóku svo stöðu á móti krónunni á sama tíma.

Fólk hlustaði á ráðgjafa bankanna í góðri trú og tók meðvitað ákvörðun út frá ákveðnum forsendum. Það hefur síðan komið á daginn að þessar forsendur voru bara ekki fyrir hendi því útrásarvíkingur voru þá og þegar búnir að veðsetja landið.

Grundvallaratriðið er að flest þessi viðskipti voru hreinlega svik (s.d. gengislánin) og því er þetta ekki bara spurning um að fólk hafi verið að "taka áhættu og sé ýkt óheppið að tapa í leik" eins og þú gefur í skyn...

Björn (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 09:13

5 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég skoðaði sveiflur á þessum lánum mörg ár aftur í tímann áður en ég tók þau, og maður var tilbúinn að taka á sig kanski 20 til 30% sveiflur og maður hefði auðveldlega ráðið við það.

Guðjón ég tók ekki erlent lán til að græða eitthvað eða detta í lukkupottinn, ég tók þetta lán því þetta´þótti það besta til þess að myndi kanski einhvern tímann eignast eitthvað í húsinu sínu, ekki láta verðbætur éta upp húsið mitt. Maður á ekki að þurfa að taka áhættu þegar maður tekur lán ef allt er eðlilegt. Og það er sko hreint ekki mér að kenna að íslenska krónan féll

Guðborg Eyjólfsdóttir, 11.5.2010 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband