So ??

Hátekjufólk á alveg rétt á atvinnuleysisbótum ef það verður atvinnulaust, mér finnst þetta fáranleg frétt. Það er einmitt hátekjufólkið sem er búið að borga mest í ríkiskassann, eða tryggingagjaldakassann og ef það fólk missir vinnuna þá á það fullan rétt á atvinnuleysisbótum
mbl.is Hátekjufólk á atvinnuleysisbótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Hátekjufólk niðurgreiðir atvinnuleysisbætur lágtekjufólks.

Það er illa varið fyrir atvinnumissi þótt það greiði í hlutfalli við tekjur. Sex manna fjölskylda þarf miklar tekjur. Hún getur engan vegin framfleitt sér á atvinnuleysisbótum. Heimili stórra fjölskyldna lendir því fljótt í uppnámi við atvinnumissi. Það er ekki hugsað um börn í þessu samhengi. Atvinnleysistryggingasjóður er skattheimta og tryggir aðeins hluta þeirra sem verða atvinnulausir. Þá sem hafa lág útgjöld og greiða lítið til sjóðsins.

Skúli Guðbjarnarson, 21.10.2010 kl. 08:52

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hátekjufólk á rétt á atvinnuleysisbótum. 

Ég hef líka oft átt rétt á atvinuleysisbótum, ég hef hinsvegar litið svo á að það séu aðrir sem þurfi meira á þeim að halda.

Guðmundur Jónsson, 21.10.2010 kl. 09:23

3 Smámynd: Hilmar Einarsson

Hverslags dómgreyndarleysi er þetta?

9186 manns voru með 250 - 500 þús. í meðallaun á mánuði og 457 manns með allt að 833 þús á mánuði.

Fólk sem fyllir þessa launaflokka er í flestum tilfellum með þann bakgrunn að það á tiltölulega auðvelt að fá aðöra vinnu miðað við verst settu hópana. Að það sé "réttur" manna að fá atvinnuleysis vætur þrátt fyrir rífandi tekjur eða með þeim rökum að hafa borgað "svo mikið" inn í sjóðinn. er ekki rökréttur.

Etta er enfaldlega baktrygging fyrir þá sem á því þurfa raunverulega að halda.

Það eru vinnuveitendurnir sem greiða í þennan sjóð en ekki launþegarnir. Mjög margir greiðandi (vinnuveitendur) sem missa sína vinnu fá ekkert greitt úr sjóðnum.

Þetta hljómar svolítið eins og þau rök að fólk eigi rétt á því að vera "veikt" svo og svo marga daga á ári bara af því að það greiðir í sjúkrasjóð.  Það var orðið vandamál um tíma í skandinavíu þegar fólk "tók út veikindaréttinndin sín" á vorin til þess að ditta að sumarhúsum og bátum svo þau yrðu klár þegar farið væri "í frí".

Þessi sjónarmið eru klárt dómgreindarleysi.

Hilmar Einarsson, 21.10.2010 kl. 09:34

4 identicon

Hjartanlega sammála þér Guðborg. 

Það er grundvallaratriði að allir eigi rétt á atvinnuleysisbótum.  Það má ekki gleyma því að t.d. framkvæmdastjórar eru ekki tryggðir fyrir því að fá greidd laun ef fyrirtæki fara á hausinn þótt þeir séu almennir launþegir.

Fallið er mikið í launum og lágmark að allir hafi jafnan aðgang að þeirri ölmusu sem felst í atvinnuleysibótum.

Það er ekki rétt hjá þér Hilmar að fólk sem fylli þessa launaflokka eigi auðvelt með að fá vinnu aftur.  Það er gríðarlegur fjöldi stjórnenda og sérfræðinga sem ekki fær vinnu við hæfi.  Mikill fjöldi arkitekta, verkfræðinga o.fl. hafa flutt til Noregs sökum verkefnaskorts (tæplega 70% samdráttur í hönnunargeiranum).  Margir stjórnenda hafa orðið fyrir niðurskurðarhnífnum og eiga virkilega erfitt með að finna við hæfi að nýju.

Neytandi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 09:52

5 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Hilmar sem BETUR FER er réttur manna jafn hér á þessu landi, ég er ekki að blogga þetta sem hátekju manneskja heldur langt frá því þannig að þetta eru EKKI persónulegir hagsmunir, ef fólk missir vinnuna þá á það mis auðvelt með að finna aðra vinnu sama hversu mikið eða lítið þú ert lærður.  Atvinnuleysisbætur eru ekki BAKTRYGGING fyrir þá sem þurfa á því að halda, þær eru fyrir þá sem verða atvinnulausir, hvort sem þú ert með 100.000 eða 1.000.000 á mánuði og það er það sem er gott við það fólki er ekki mismunað.  Tryggingagjald er greitt af atvinnurekanda fyrir hvern og einn starfmann og ef atvinnurekandinn sjálfur verður fyrir því óláni að það sé engin vinna til lengur fyrir hann hjá hans fyrirtæki þá fer hann einfaldlega og sækir um atvinnuleysisbætur og fær þær, því jú það er buið að greiða tryggingagjald af hans launum líka :)  Varðandi að eiga rétt á að vera veikur þá eigum við öll rétt á því en svo eru aftur á móti margir sem misnota það og taka sína 2 veikinda daga út í hverjum mánuði og standa svo uppi réttingalausir ef eitthvað mikið kemur upp á, og það er ekki afþví að þau borga í sjúkrasjóð heldur er það vegna réttinda launþega, aftur á móti á fólk rétt á að fá greitt úr sjúkrasjóð hjá félaginu sínu ef það er búið að nýta veikindaréttinn sinn hjá atvinnurekanda. Mér finnst þetta frekar dómgreindarleysi hjá þér væni minn að láta þetta frá þér þessi rök. 

Minn maður er nú pípulagningarmaður og missti vinnuna sína hér á landi og er búinn að þurfa að vera frá fjölskyldu sinni í næstum 2 ár til þess að hann þurfi ekki að vera á atvinnuleysisbótum, en það eru ekki allir sem geta farið úr landi frá fjölskyldu til þess að vinna  og þessi hlutföll sem segja hvað margir eru atvinnulausir hér á landi er alveg kolvitlaust því í raun er það miklu meira því stór hluti er farinn úr landi því það er ósköp litla vinnu að fá hér

Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.10.2010 kl. 10:17

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Er ekki allt í lagi með siðferðið hjá þér Guðborg Eyjólfsdóttir!!!!!

Helgi Þór Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 10:46

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Hvað meinar þú Helgi Þór Gunnarsson ??? Er þetta eitthvað siðferðislega rangt að fólk eigi sama rétt hvort þeir séu fátækir eða ríkir ?? ég bara spyr

Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.10.2010 kl. 10:56

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæl Guðborg, hvernig á samfélagið að virka í velferð samborgara þessa lands?

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 11:16

9 identicon

Þetta er í anda hugsjóna vistri manna um jöfnuð. Það eru allir jafnir nema sumir. Þeir sem hafa verið duglegir og fengið háar tekjur eiga ekki sama rétt og hinir.

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 16:16

10 identicon

Þetta er ótrúleg settning og alröng.

 "Það eru vinnuveitendurnir sem greiða í þennan sjóð en ekki launþegarnir"

Greiðsla í tryggingarsjóð er hluti af launum og ekkert annað líkt og lífeyrissjóðs greiðslur.  En týpískt á Íslandi að túlka hlutina öðruvísi en þeir eru.

itg (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 11:15

11 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

itg ég veit nákvæmlega hver greiðir þessi gjöld, þar sem vinnan mín er m.a. við það að reikna út laun en þessi gjöld eru ákveðin % af launum starfsmanna og er núna t.d. 8,65% af launum og það er til þess að tryggja launþega þegar þeir verða m.a. atvinnulausir, þetta er partur atvinnurekanda sem launakostnaður

Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.10.2010 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband