Styttist í 40 árin og vantar uppskriftir

Vá hvað þetta er allt ótrúlega fljótt að líða þessi tími, ég er að vera fertug eftir 2 vikur, og það verður smá partý og ég er í pínu vandræðum hvað ég á að hafa á boðstólnum. Ég er allavega búin að ákveða að hafa smárétti og eitthvað svona þægilegt puttafæði.  Eigið þið einhverjar góðar uppskriftir að einhverju sniðugu og ekki væri verra ef hægt væri að gera það fyrirfram tilbúið.

 

Nú ætla ég að fara að reyna að vera dugleg á blogginu, þannig að ég vona kæru bloggvinir að ég hafi ekki glatað ykkur á þessum tölvuóþolstímum

 

NautNaut: Þú ert í skapi til að spígspora og hefur góða ástæðu til þess. Einhver snillingurinn sagði að það væri gaman að hafa gaman, ef maður kynni það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

velkomin aftur.

Linda Björk (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 17:08

2 Smámynd: www.zordis.com

e.2 vikur segiru!  En gaman ...frænka mín verður 40 þann 17jánda mai þannig þið eruð jafnöldrur.

Ég mæli með litlum dönskum friggadillum sem má frysta og blanda saman sultu og sterkri súrsætri chillisósu sem fæst í kínabúðum.

Sniðugt að gera litlar smápizzur sem má frysta.

Einnig fyllta hálfmána (smjördeig) með allskyns gotterýi ... má vera túnfiskur í pestó eða bara það sem konu þykir gott.  Alls kyns salöt og ritz (ekta íslenzk partýstemming), ég elska brauðtertur  ... ristað brauð með reyktum og gröfnum laxi, girnilega ofnrétti ..... Ooooog súkkulaðitertu með 40 stjörnuljósum ... heheheh, greinilega pláss fyrir gúmmelaði í mínum huga!

GAngi þér vel í undirbúningi.

www.zordis.com, 1.5.2008 kl. 18:12

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Sælkerafiskibollur Remúlaði

Hakkbollur Súrsæt sósa Rifsberja sulta

Pylsur í felum Tómatsósa sinnep

Camenbert ostur og vínber

Drumbar að hætti kokksins

Fylltar döðlur

Skinkurúllur

Kartöfluskinn

Kæfa í sneiðum skreytt með rifsberjum

Fylltar vatnsdeigsbollur

Ostasalat

Pastasalat með kjúlingi

Skinkuhorn

Laxapate

Litlar kjötfarsbollur

Pizzuhálfmánar

Rækjubollur með hvítlaukssósu

Rúllutertubrauð fyllt og skorið í sneiðar

Litlar kínarúllur djúpsteiktar

Pönnukökur með rækjumauki og reyktum laxi

Nóg af brauðbollum Ólífur Pestó

Jalapenó stykki

Ávaxtakarfa, tildæmis melóna fyllt með jarðaberjum og vínberjum

Njóttu vel og ef þig vantar uppskriftir getur þú bjallað á mig í gegnum msn:)

Væri sko alveg til í að vera með þér og samgleðjast.... við tökum okkar tíma í sumar

Kolbrún Jónsdóttir, 1.5.2008 kl. 20:58

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk Linda og Helga

Zordis ég var einmitt búin að hugsa um litlar pizzur en hvað eru friggadillur? Ég verð 40 15 mai þannig að það eru 2 dagar á milli okkar :)

Kolla: hvað eru drumbar? (hljómar vel ) sendi þér nokkrar fyrirspurnir á msn ;)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 2.5.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Ásgerður

Ég á fullt af brauðréttsuppskriftum,,held meira að segja að ég eigi þetta á tölvutæku,,kanna það og sendi ef ég á

Annars eru ritz-hakkbollur og sultusósa ótrúlega gott,,,og þægilegt í svona partý.

Ásgerður , 2.5.2008 kl. 00:41

6 Smámynd: Margrét M

´mér lýst vel á þetta allt saman

Margrét M, 2.5.2008 kl. 10:36

7 Smámynd: Brynja skordal

innlitskvitt hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 6.5.2008 kl. 13:18

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki glatað mér allavega Guðborg mín.  Knús á þig inn í nóttina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 00:51

9 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Smyrja skinkusneiðar með rjómaosti og vefja utanum grænan aspas..kæla og skera í bita..ógó gott...

Brynja Hjaltadóttir, 8.5.2008 kl. 23:01

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frikkadellur eru litlar kjötbollur, kallaðar svo í Danaveldi.
Farðu inn á netið held að það sé ostur.is þar færðu fullt af góðgæti.
Nú hún Ásgerður ætlar að senda þér uppskriftir, þær verða ekki af verri endanum, er ég viss um.
                                Knús til þín
                                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2008 kl. 09:37

11 identicon

solarkvedjur fra Tampa.

Hun vinkona okkar er enn jafn frabaer og alltaf, her er bara gaman og heitt.

Linda Bjork (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 15:19

12 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

til lukku koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 13.5.2008 kl. 17:32

13 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Til hamingju með afmælið þitt... sem ég allavega held að sé í dag:)  Njóttu dagsins og svo sjáumst við eftir nokkra daga.

Kolbrún Jónsdóttir, 15.5.2008 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband