Mikið að gerast í Fífudalnum

Jæja, við mægurnar byrjuðum allar í skóla í dag, byrjaði klukkan 9 í morgunn að fara með Eyrúni á skólasetningu og það var mikil spenna í loftinu allir svo glaðir fyrsta skóladaginn, kl 12 fór ég með Kristrúni á hennar skólasetningu hún er að byrja í 1 bekk og er svo hamingjusöm að hún er að kafna :) Mér finnst algjört æði hvernig tekið er á móti börnunum þarna í Akurskóla sko 1 bekk þau eru öll kölluð upp og tekið í hendina á þeim og boðin velkomin og gefin 1 rós mín var sko ánægð með þetta og er búin að stilla rósinni upp í herberginu sínu og sínir öllum gestum og gangandi. Svo settist húsmóðirin á heimilinu á skólabekk líka í dag og minn skóli byrjaði klukkan 4 í Háskólanum í Reykjavík, þar sem ég er að taka nám þar sem ég öðlast réttindi sem viðurkenndur bókari :) Ekkert smá spennandi en held þetta verði pínu erfitt, fannst það svona á þeim þarna að það væri nú ekki allir sem næðu þessu.

 Var ekki einhver hérna sem ætlaði að hætta að reykja með mér 15 ágúst, man ekki alveg hver það var, en mín drap í reyndar ekki fyrr en 16 ágúst, frestaði því um 1 sólarhring vegna 50 ára afmæli sem okkur var boðið í 15 ágúst ákvað að reykja þar með trompi áður en ég myndi hætta, ætla að standast þetta núna, endilega verið dugleg að senda til mín góða strauma Devil svo sígarettupúkinn nái mér ekki aftur

 Ætla að láta þetta duga í bili, ætla að reyna núna að vera dugleg að henda inn einstaka færslu, verð vonandi duglegri heldur en í sumar. Takk fyrir þolinmæðina og vonandi eruð þið þarna enn kæru bloggvinir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Velkomin aftur mín kæra

Þú tekur þennan skóla í nefið,,hef engar áhyggjur af öðru

Knús á þig

Ásgerður , 23.8.2008 kl. 08:51

2 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Guðborg hætt að reykja ?

Ég trúi þessu ekki, frábært hjá þér.  Ég sendi þér alla góða strauma sem ég á og meira til.

Ég er sammála Ásgerði með skólann, þú tekur þetta í nefið, þú ert svo klár.  Gangi þér vel.

Elenora Katrín Árnadóttir, 23.8.2008 kl. 11:17

3 identicon

Auðvitað erum við hér enn. Ég kíki inn hjá þér á hverjum degi í von um nýja færslu og alltaf endar byðin og ég kemst að því að þú ert þarna líka. Gangi ykkur öllum vel í skólanum.

Linda Björk (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 18:22

4 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Til hamingju með reykleysið og skólagönguna.  Segi eins og stelpurnar, auðvitað tekur þú skólann í nefið og ég sendi þér hér með alla mína sterku jákvæðu strauma.  Gangi þér svakalega vel.

Knús

Elísabet Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 22:09

5 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Gangi þér vel í reykbindindinu Guðborg mín:)

Sjáumst vonandi sem fyrst

Kolbrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 08:42

6 identicon

Gangi þér rosa vel í skólanum og reykleysinu. Þetta er hægt fyrst ég gat það. Knús til ykkar

Arna Ósk (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 18:11

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk fyrir þetta elsku vinkonur og frænkur :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 30.8.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband