Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur

Það er kominn tími á smá færslu frá mér, það er búið að vera svo mikið að gera að ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga undanfarnar vikur W00t en núna ætla ég að kasta á ykkur kveðju og segja ykkur hvað hefur drifið á daga mína undanfarið

Jólin voru yndisleg bara borðað og legið í leti, svo var ég reyndar mikið að vinna á milli hátíða og er búin að fá 2 aukavinnur sem að ég hef nóg að gera í, Fékk að vita það fyrir um það bil viku síðan að ég náði prófinu mínu þannig að núna hef ég leyfi til að kalla mig Viðurkenndan bókara :) Takk fyrir stuðninginn og peppið í haust.

Framundan er bara heilmikil vinna, þannig að ég er ekki viss um að ég bloggi mikið á næstunni en allavega núna , bið að heilsa ykkur í bili og hafið það gott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk Dóra

Guðborg Eyjólfsdóttir, 12.1.2009 kl. 09:10

2 identicon

Hæ sæta! Þarf að hitta þig bráðum þegar skattavesenið byrjar að láta vita af sér  Þú ert sú eina sem ég treysti elskan  heyri í þér þegar nær dregur.

Svanhildur (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:16

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ekki málið Svanhildur mín björgum því

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.1.2009 kl. 09:34

4 identicon

Ok, Verð í bandi þá ...ertu ekki annars á sama stað??

Svanhildur (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband