Friðsamleg mótmæli

Ég spyr er það friðsamleg mótmæli að skvetta málningu á Stjórnarráð Íslands ??

Mér finnst allt í lagi að fólk mótmæli en að gera það á kostnað þjóðarinnar finnst mér ekki í lagi, því að það kostar stórfé að hreinsa allt þetta drullumall sem að mótmælendur eru að kasta í Stjórnarráðið og í Alþingishúsið og það kemur úr okkar vasa ekki úr vasa ríkisstjórnarinnar. Haldið áfram að mótmæla en hættið að kasta drullu á þessi hús.


mbl.is Mótmælt við stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hundruð manna liggja í valnum og þú leyfir þér að nöldra yfir því að menn sletti málningu á Stjórnarráðið til að lýsa vanþóknun sinni á því að Íslendingar skuli versla við fjöldamorðingja! Hættu þessu tuði og finndu aðra og áhrifaríkari leið til að fá ríkisstjórnina til að slíta sambandi við Ísrael.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:28

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

"...á kostnað þjóðarinnar"! Ertu ekki að spauga? Íhaldið er búið að setja þjóðina á hausinn og hvert mannsbarn skuldar tugi milljóna um leið og það fæðist og þú nöldrar yfir málningarslettum á Stjórnarráðinu!

Það er verð að drepa börn á þessari mínútu í Palestínu og Geir og Ingibjörg vilja ekki fordæma árásirnar í nafni stjórnarinnar því það sé ekki "fordæmi" fyrir því. Nú er búið að benda á tvö nýleg dæmi þar sem ríkisstjórnin fordæmdi árásir og orð þeirra því lygi, dauð og ómerk.

En haltu bara áfram að kjósa íhaldið og drekka jarðaberjadrykki.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 12.1.2009 kl. 09:44

3 identicon

Jú, þessir með tuskurnar hegða sér einmitt öðruvísi en hinir. Þeir halda uppi alvöru andófi sem mun skila árangri og það líkar yfirvöldum stórilla. Þeir væla ekki bara 'viljiði gjöra svo vel að styðja Ísraela ekki í því að tæta í sundur saklaust fólk' heldur setja þeir fram kröfur með aðferðum sem valda nógu mikilli truflun til þess að ráðherrar komast ekki hjá því að taka eftir því.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 11:32

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Hlynur Hallsson er ekki nóg að við skuldum miljónir þegar við fæðumst, það þarf nú varla að auka á það með því að sletta málningu á hús hér á landi mér finnst alveg nóg komið og mér finnst nú líka óþarfi að vera með dónaskap á minni bloggsíðu og segja mér að halda áfram að drekka jarðarberja drykki þar að auki hef ég ekki efni á því lengur að drekka þá, því að skuldirnar mínar hafa aukist ansi mikið og svo skalt þú ekki segja mér hvað ég kýs eða á að kjósa. Eva og Hlynur ég er ekki að nöldra eða röfla hérna á síðunni minni og ég hef rétt á því að skrifa það sem mér finnst inni á minni eigin bloggsíðu, þið skuluð bara sleppa því að koma hingað og NÖLDRA..

Helga mín Gleðilegt ár til þín líka, er búin að vera mikið að gera þess vegna hef ég ekki verið mikið að blogga :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 12.1.2009 kl. 12:42

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna það er aldeilis yfirhal eða er þetta niðurhal, svei mér þá Guðborg mín máttu nú ekki hafa þína skoðun á málinu, ég er sammála þér og veit ég að þú ert hlynnt mótmælum en ekki slíkum sem þessum og tek ég undir það .
Annað er að fólk þó það segi sína skoðun í kommentum þá verður það að sína kurteisi, en þetta kalla ég bara vanvirðingu.
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 17:51

6 Smámynd: www.zordis.com

Alltaf skyldi maður virða annara álit hvort sem að okkur hinum líki það vel eður ei. Ég er svo út úr kú að ég er ekki að mynda mér skoðun og það mætti hugsanlega dæma það alvarlegra ... vera fiskur sem flýtur en syndir ekki með sínu lagi! Jæja, eigðu þína yndislegu skoðun sem er jafnrétt há og allra hinna!

www.zordis.com, 12.1.2009 kl. 18:17

7 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Guðborg mín ég er mikið sammála þér ,og af hverju þarf fólk líka að fela andlit sín ,ég vil mótmæla ,en það er í lagi allir sjái mig ,og af hverju þarf ég að borga skemmd sem annar  gerir  

Knús á þig mín kæra .Óla og vala  

Ólöf Karlsdóttir, 14.1.2009 kl. 12:55

8 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Sælar elsku Guðborg mín,Velkominn aftur svo er ég alveg samála Kús til þín

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 14.1.2009 kl. 18:04

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk fyrir stelpur mínar

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.1.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband