Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

1 Árs bloggafmæli

Jæja í dag er 1 ár síðan ég skráði mig hérna inn á bloggið og skrifaði fyrstu færlsuna mína og það var klikkað veður, meira að segja þegar ég var búin að skrá mig inn  þá hrundi serverinn á blogginu eða eitthvað álika og allt var dautt í nokkra klukkutíma :) svo byraði ég á þessari skemmtilegu afþreyjingu, er reyndar komin á facebook og finnst það eiginlega ólíkt skemmtilegri afþreyjing. gaman að skoða þar gamlar mydir og svoleiðis. En kæru bloggvinir takk fyrir að umbera mig í heilt ár, vonandi verður það nú annað heilt ár sem ég verð hér :)

Meiri kvóti flott - EN......

Hver fær hann upp í hendurnar þennan kvóta, eru einhverjir ákveðnir einstaklingar sem eignast hann og selja hann svo til að hagnast á honum, það á að stoppa þetta kvótarugl.
mbl.is Þorskkvóti aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðsamleg mótmæli

Ég spyr er það friðsamleg mótmæli að skvetta málningu á Stjórnarráð Íslands ??

Mér finnst allt í lagi að fólk mótmæli en að gera það á kostnað þjóðarinnar finnst mér ekki í lagi, því að það kostar stórfé að hreinsa allt þetta drullumall sem að mótmælendur eru að kasta í Stjórnarráðið og í Alþingishúsið og það kemur úr okkar vasa ekki úr vasa ríkisstjórnarinnar. Haldið áfram að mótmæla en hættið að kasta drullu á þessi hús.


mbl.is Mótmælt við stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur

Það er kominn tími á smá færslu frá mér, það er búið að vera svo mikið að gera að ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga undanfarnar vikur W00t en núna ætla ég að kasta á ykkur kveðju og segja ykkur hvað hefur drifið á daga mína undanfarið

Jólin voru yndisleg bara borðað og legið í leti, svo var ég reyndar mikið að vinna á milli hátíða og er búin að fá 2 aukavinnur sem að ég hef nóg að gera í, Fékk að vita það fyrir um það bil viku síðan að ég náði prófinu mínu þannig að núna hef ég leyfi til að kalla mig Viðurkenndan bókara :) Takk fyrir stuðninginn og peppið í haust.

Framundan er bara heilmikil vinna, þannig að ég er ekki viss um að ég bloggi mikið á næstunni en allavega núna , bið að heilsa ykkur í bili og hafið það gott


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband