Stærðfræðiblinda

Kæru bloggvinir

Ég er með áhyggjur af henni dóttur minni í sambandi við stærðfræði, henni gengur rosalega vel á öllum sviðum í skólanum nema stærðfræði, hún gjörsamlega lokuð fyrir því. Hafið þið einhverja lausn eða vitið þið einhverja aðferð sem hægt er að nota til þess að hún geti lært stærðfræði.

Bestu kveðjur, Guðborg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég á son sem er með reikniblindu, svipað og lesblinda. Hafðu samband við einhvern sem er góður í stærðfræði til að leiðbeina henni og bara hjálpa henni með stærðfræðina. Eins getur þú haft samband við  lesblind.com  og fengið ráðleggingar ef þú heldur að hún sé með reikniblindu.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 16.2.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Helga Linnet

Ég vil koma minni reynslu að en hún er sú að ég á í þessum erfiðleikum líka en ákvað samt að fara í gegnum mikið stærðfræðinám hjá HR. Ég lærði það að nota liti í stærðfræðinni. Það að átta sig á tækninni við litina í stærðfræðinni, hjálpaði mér svo rosalega mikið að ég komst í gegnum námið án vandræða.

Hinsvegar er það þannig, að sá/sú sem les ekki stærðfræði sem opna bók, er oft á tíðum mjög listhneigt og gæti verið fær á þeim geiranum. Ég er ein af þeim og finnst ekkert mál að læra á allra handa forrit og finnst frábært að spreyta mig á þeim en eftir að ég komst í gegnum stærðfræðina með liti sem vopn, varð ég sáttari við allt og viðurkenni það fúslega að ég er með stærðfræðiblindu. Ég les teikningar betur en margir aðrir því það er það sem ég skil.

Helga Linnet, 16.2.2008 kl. 11:49

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þakka ykkur kærlega fyrir þetta

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.2.2008 kl. 12:20

4 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Sæl.

Ég  myndi líka ráðleggja þér að skoða bætiefni sem gagnast vel fyrir lesblinda.

T.d Efalex ( omega 3) og margt fleira.

kv Sigríður 

Sigríður Jónsdóttir, 16.2.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þessu með litina og omega 3.
Þetta með litina gagnast vel hef lesið um þetta einhversstaðar
man bara ekki hvar. Hafðu samráð við skólann.
                             Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2008 kl. 13:49

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi gengur betur með dóttur þína, ég er sjálf heilmikill reiknissauður, það á betur við mig svokölluð kjaftafög, og tungumál.  En þetta er sannarlega óhugavert sem hér hefur komið fram um liti og bætiefni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2008 kl. 14:38

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Já þetta er fróðlegt og þakka ykkur fyrir, ég ætla að reyna eitthvað af þessu. hún brillerar alveg í lestri, og öllu sem tengist Íslensku, syngur mjög fallega og er bara mjög klár að öllu leiti nema reikning hún bara skilur þetta ekki. hún svona rétt nær að leggja saman lægstu tölurnar með herkjum, hvað þá eitthvað meira hún er að verða 9 ára í sumar. En ég vona að eitthvað þessum ráðum sem þið eruð búnar að gefa mér gagnist okkur. Takk fyrir

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.2.2008 kl. 17:37

8 Smámynd: Ásgerður

Sonur Stebbu vinkonu er með reikniblindu / tölustafablindu,,veit ekki alveg hvað þetta heitir. Þér er alveg óhætta að spjall við hana, veit að hann fékk einhverja hjálp í skólanum með þetta.

Knús á þig

Ásgerður , 16.2.2008 kl. 19:22

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk fyrir það Ásgerður ég ætla að spjalla við hana. Knús á þig líka kæra vinkona

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.2.2008 kl. 21:21

10 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

hmm ég vildi að einhver myndi benda mér á þetta þegar ég var í skóla hehe ég var svakaleg í reykningi og það ekki á góðan máta... En það er greinilega margt komið hér sem að meirisegja ég ættla að prófa á mig koss og knús og gangi þér vel Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 17.2.2008 kl. 12:49

11 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk fyrir það Allý, það eru ansi margir sem að eiga við vandamál að stríða í sambandi við reikning og stærðfræði og ég er ákveðin í að prufa eitthvað af þessum góðu ráðum ekki spurning. Gangi þér líka vel í að reyna þetta

Guðborg Eyjólfsdóttir, 17.2.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband