Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Eins gott að passa bíllyklana

Allt er nú til, blessað barnið að keyra sofandi frá Húsafelli til Keflavíkur, yngri dóttir mín á það til að láta illa í svefni og tala og jafnvel labba þannig að það er eins gott að fara að fela bíllyklana :)
mbl.is Ók landshluta á milli í svefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengi tekið af mér í Kaupmannahöfn

Fyrir 2 árum fór ég með flugi héðan á Íslandi keypti Baleys og Vodka pela í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, millilenti í Kaupmannahöfn á leið minni til Lettlands og þá var nú vínið mitt tekið af mér, þannig að það eru nú ekki bara íslenskur flugvöllur sem gera þetta þeir gera þetta sjálfir í Danmörku. Ég varð öskureið þetta var innsiglað í Fríhafnarpoka héðan
mbl.is Tollurinn tekinn í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skal vera tilraunadýr

Vá ef maður missti nú 25% af líkamsþyngd á 1 viku þá er ég til í að vera tilraunadýr fyrir þetta verkefni, þarf að missa það og gott betur, þannig að endilega notið mig :)))
mbl.is Léttust um fjórðung á viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband