Próf í gær og annað á laugardaginn

Jæja það gekk bara nokkuð vel í prófinu í gær held ég en það kemur reyndar í ljós eftir ca 2 vikur hvað ég fékk í því það gildir 50% prófið sem ég var í , í gær svo prófið sem ég fer í á laugardaginn gildir 50% á móti þannig að nú er bara að krossa fingur og gera sitt besta Smile

22. nóv ætlum við hjónin á Hótel Örk með vinnufélögum mínum ég hlakka mikið til að fara í burtu og þá ætla ég gjörsamlega að loka á allar skuldahugsanir og vandamál og skemmta mér fram á rauða nótt

Stjörnuspáin mín fyrir daginn í dag :

NautNaut: Þú ættir kannski að segja frá því sem þú vilt helst halda fyrir sjálfan þig. Gerðu það fyrir alla muni því vináttuvottur, þótt lítill sé, gleður mannsins hjarta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með prófið Guðborg mín. Þér mun ganga vel, og góða skemmtun. Knús

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2008 kl. 20:30

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Djammaðu eins og þú getur.... skuldirnar fara ekkert... því miður.  En gott að reyna að gleyma þeim stundarkorn

Bestu kveðjur til ykkar

Kolbrún Jónsdóttir, 4.11.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: www.zordis.com

Gangi þér vel í prófinu og njóttu þín á Örkinni!!!  Góð gleði er fyrir öllu.

www.zordis.com, 4.11.2008 kl. 23:36

4 Smámynd: Margrét M

gott að þú haldir að vel hafi gengið í prófinu  

Margrét M, 5.11.2008 kl. 09:18

5 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk fyrir þetta kæru vinkonur, svo kemur þetta bara í ljós  eftir ca 2 vikur :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 5.11.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband