Er þetta sama kvikyndi og festing

Í Svíþjóð er svipað kvikyndi kallað festingur og ég held að í Noregi sé það kallað það sama og ég heyrði í sumar að íslenskt barn í Svíþjóð hefði hlotið heilaskaða út af þessu kvikyndi. Væri til í að vita hvort þetta er það sama og hvar þá helst þetta heldur sig og allt bara um þetta ógeð
mbl.is Skógarmítill landlægur hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Þetta er sama skepnan, ef þú lest norsku, þá er hér tengill á upplýsingar

http://www.vetinst.no/nor/Nyheter/Fakta-om-flaatt

Anton Þór Harðarson, 12.11.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Stokkarinn

Já því miður er þetta sama kvikindið 

 Veit voða lítið um hagi þess hér á Ísland en í Svíþjóð borgaði sig að fara varlega í skóglendi og háu grasi þar sem var mikið um spendýr. Hér er reyndar lítið um villt spendýr nema stöku mús og rottur svo ég veit ekki hvort lífsferillinn sé annar hér.

Varðandi sjúkdómana eru þeir tveir helstu í Svíþjóð TBE og Borellia, en þetta er eitthvað misjafnt eftir löndum. TBE ("íslenskun" mítilborin heila og mænuhimnubólga) smitast strax og hún hefur fest sig og getur valdið lömun og jafnvel dauða í um 1% þeirra sem veikjast, en um 30% þeirra sem smitast veikjst. Svo líkurnar eru ekki miklar, en þó til staðar. Í Svíþjóð er hægt að bólusetja sig við þessu og þarf 2 sprautur með stuttu millibili og svo alltaf á nokkra ára fersti. Borellia getur valdið (Lyme-sjúkdómi, ég trúi því ekki að það sé ekki til betra orð yfir þetta) sem ekki er hægt að bólusetja við en hún á víst ekki að smitast fyrr en eftir að hún er búin að sjúga blóð í 24 tíma. Smitast líka ef festingin er kreyst þegar hún er fjarlægð, því borgar sig að kynna sér hvernig á að fjarlægja þær rétt.

Meiri upplýsingar um kvikindið má finna á: http://en.wikipedia.org/wiki/Tick

Eða hér ef þú treystir þér í sænskuna:http://www.fasting.nu/

Upplýsingar um hvernig á að losa sig við þetta: http://www.vardguiden.se/Sjukdomar-och-rad/Filmer/Fasting/

Stokkarinn, 12.11.2009 kl. 14:31

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Mítlan er ein af fleiri fästingar, sem eru blóðsnýklar á spendýrum. Hún ber bakreríuna Borelia, sem veldur Lyme-sjúkdómi.

Sigurbjörn Sveinsson, 12.11.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Stokkarinn

Smá aukalegt. Þær kallast festingar þar sem þær festa sig mjög fast á mann. Það eru til festinga plokkarar sem gera það auðvelt að ná þeim af sér, jafnvel þessum pínu litu. Þeir geta ss. verið mjög gagnlegir ef maður á á hættu að lenda í kjafti þeirra og jafnvel til að ná lundalús af sér.

Stokkarinn, 12.11.2009 kl. 14:44

5 identicon

þetta heldur sig í grasi, bý sjálfur í Danmörku og lendi í því oft að hundurinn minn fær svona og ber þetta svo með sér inn í hús. Hér er þetta almennt kallað "ticks". Til eru efni til að gefa hundum og köttum sem  valda því að "ticksið" drepst um leið og það bítur dýrið.  Þetta efni fæst í gæludýra búðum, held að það sé spurning um að einhver fari að flytja þetta efni inn til íslands.

Dóri (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 14:45

6 Smámynd: Guðmundur Sveinsson

Þeir eru stundum svo litlir að þeir sjást ekki- skilja eftir broddinn í sárinu-  það myndast roði í kringum stunguna sem getur verið vísbending um sýkinguna- fara strax til læknis ef grunsamlegur roði sérst.

Guðmundur Sveinsson, 12.11.2009 kl. 15:14

7 identicon

Sænskur bóndi kenndi mér að það mætti ekki fjarlægja festing sem væri lifandi. Hann sagði að best væri að hylja hann með smjöri í svona eina klukkustund (dýrið kafnar og drepst) og síðan plokka það út. Þetta komur í veg fyrir að festiklóin verði eftir inni í sárinu og valdi ígerð.

Þessa aðferð hef ég nokkrum sinnum notað (bæði á börnum og hundum) og gefist vel. Þetta tal um stórfellda hættu á sjúkdómum er nú nokkuð orðum aukin og ættu menn ekki að líta á þetta sem einhvern dauðadóm.

Gunnar Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 15:15

8 Smámynd: Regína Scheving Valgeirsdóttir

þetta eru óðgeðsleg kvikindi.  Bæði hundurinn minn og ég hafa verið bitin af þessum blóðsugum,  sem  í US eru kölluð ticks.   Í mínu filfelli bar ég blóðsuguna  með mér heim til Íslands.   Hún hafði fest sig við mig deginum áður þar sem ég var á gangi í skógi í US.   Þegar ég bjó í US fyrir nokkrum árum átti ég hund sem varð fyrir þessu kvikindi.   Ég kom að hundinum algjörlega lömuðum á gólfinu, þegar ég fór að skoða hann sé ég að tick hafði fest sig við hálsinn á hundinum, undir ólinni.   Mér hafði verið sagt að best væri að ná þessum ófögnuði út með annað hvort logandi sígarettu eða eyrnapinna vættan í klór.   Ekki gott þegar hausinn verður eftir inni.    Ég notaði eyrnapinna og kvikindið sleppti takinu og hundurinn spratt á fætur,   þetta var ótrúlegt að horfa upp á.    Mjög dapurlegt að þetta sé orðið landlægt á Íslandi.

Regína Scheving Valgeirsdóttir, 12.11.2009 kl. 15:17

9 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Hvur andsk........ Ég var að vona að þetta kvikindi myndi ekki festa rætur hér á landi. Ég á tvo hunda sem mikið eru að hlaupa úti í náttúrunni. Það er eins gott að skoða greyin. Vitið þið hvar þetta kvikindi hefur aðallega fest rætur? Ég hef séð afleiðingar "ticks", reyndar í snjónvarpi og er það ekki fögur sjón ef ekkert er gert. Norðmenn voru í vandræðum í sumar út af mikilli plágu af þessu. Kom fram í norskum dagblöðum.

Sigurlaug B. Gröndal, 12.11.2009 kl. 16:12

10 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Gunnar, því miður gerir þú þér ekki grein fyrir hættunni sem stafar frá þessum sníkjudýrum. Hjartað einfaldlega sökk þegar ég las þessa frétt. Hér í USA kallast þetta brown tick eða deer tick. Þau eru mun minni en venjuleg tick og erfiðara að sjá þau. Þau leita á heita staði á líkamanum, td. handakrika, nára, milli leggjanna, bak við eyrun eða hvar sem er. Oft skilja þau eftir sig rosa sem líkist "bullseye" en það er alls ekki alltaf. Ég var í brúðkaupi sl. vor sem var haldið út á túni. Tveim dögum seinna fann ég Tick aftan á fótleggnum. Það þarf að fjarlægja þessi kvikindi með mikilli gætni þannig að hausinn á þeim verið ekki eftir í húðinni og valdi sýkingu. Best að draga þau út varlega með  pinnsettu. Nokkrum dögum seinna fór ég að taka eftir mikilli þreytu og verkjum í beinum og liðum. Ég greindist með Lyme sjúkdóminn. Var sett á sterkan sýklalyfja kúr í 21 dag. Það er næstum hálft ár síðan þessi ósköp dundu yfir og enn þjáist ég að ofþreytu.

Það er mjög mikilvægt að grandskoða börnin okkar sérstaklega þegar þau eru búin að vera úti í náttúrunni. Sama með hunda og ketti.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 12.11.2009 kl. 18:29

11 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

afsakið, átti að vera " að þau skilji eftir sig ROÐA sem líkist bullseye eða skotmarki

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 12.11.2009 kl. 18:31

12 identicon

Munið það samt að maður á alltaf að vera góður við dýrin.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 19:17

13 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þakka ykkur kærlega fyrir þessar upplýsingar, ég er get ég sagt ykkur  miklu nær með þessi kvikindi og mun hafa augun opin fyrir þessu með mín börn og dýr

Guðborg Eyjólfsdóttir, 12.11.2009 kl. 19:49

14 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Her i Noreg er detta kvikindi kallad Flått.. Dad sem kemur fram i greinini sem Anton visar til er thørf lesning...   Her i sudurnoreg er thetta algjør plåga.. og margir sem veikjast a hverju åri af borellia.. Eg hef aldrei heyrt ad hægt se ad få bolusetningu og enn sidur hef eg heyrt um Lym sjukdom. I sambandi vid flåttbit..Hef haft køtt i nokkur år og thær skifta hundrudum flåttirnar sem eg hef fjalægt af henni..Fyrsta sinn i sumar sem eg thurfti ad få eitur til ad bera å køttinn, enn thad ser ekki til ad hafa neitt ad segja.. Sjalf hef eg og fjølsk verid bitin, en sem betur fer ekki borid skada af..Ef flått hefur nåd fotfestu å Islandi mætti nu alveg vara folk vita af thvi og segja thvi hvada afleidingar detta kvikindi hefur ef dad festir sig å menn og skepnur. og er sykt af Boreli...   Kv til ykkar Gudborg og vona ad vel gangi.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 12.11.2009 kl. 20:40

15 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Tek undir með Sigríði að aldrei hef ég heyrt um bólusetningu gegn Lyme sjúkdómnum. Athugið að ekki er allur skógarmítill eða Tick sýkt þannig að þó svo að maður sé bitinn er ekki þar með sagt að dýrið beri með sér Lyme.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 12.11.2009 kl. 21:09

16 Smámynd: Stokkarinn

Eins og ég sagði hér að ofan er engin bólusetning til við Borelliu (e. Lyme disease)  hinsvegar er til bólusetning við TBE en að öllum líkindum er hún ekki útbreidd á Íslandi. Hinsvegar er ekki ólíklegt að hún sé í boði á heilsugæslustöðvum landsins, m.a. þar sem TBE er mjög útbreidd í Póllandi
Þetta með smjörið á festinguna er alls ekki trygg leið til að fjarlægja festingu og hef ég nokkur dæmi þess að slík meðferð virki alls ekki.
Ef þið finnið svona kvikindi á ykkur er um að gera að fara á næstu heilsugæslu og láta hjúkrunarmenntaðan einstakling sjá um trygga fjarlægingu.

Persónulega finnst mér festing mjög gott heiti yfir kvikindið, endar eru aðrar tegundir mítla sem ekki valda dýrum skaða og ætti ekki að rugla saman við moskító flugu norðursins (ss. vegna sjúkdómsberandi eiginleikum, moskítóflugur í norðrinu bera almennt ekki með sér sjúkdóma).

Stokkarinn, 12.11.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband