Þegar börnin okkar meiða sig

Ég var að skutla yngri dóttir minni í fimleika í dag, þegar hún fór út úr bílnum þá klemmdi litla skinnið mitt sig, ég hljóp með hana inn í íþróttahúsið og sem betur fer var kona þarna sem að gat tekið við af mér því ég bara skalf eins og hrísla, þessi góða kona lét renna á puttann á henni og lét svo plástur og ég stóð við hliðina eins og einhver geðsjúklingur og sagði bara verður þetta í lagi, konugreiið sagði að hún myndi örugglega missa nöglina, svo lét hún plátur á hana, og ég veit að ég á ekki eftir að getað tekið plásturinn af, ætli ég þurfi ekki að fara með hana niður á sjúkrahús ef það þarf að taka hann af, ég meina það ég er svo mikill kjúklingur þegar börnin mín eiga í hlut.

Fyrir nokkrum árum síðan var eldri dóttir mín með staup sem hún skellti í borðið þannig að það brotnaði, og hún skarst í puttann, það fossblæddi og ég greip einhverja tusku og skellti yfir þetta og brunaði niður á sjúkrahús, þetta var að kvöldi þannig að þurfti að kalla út slysavaktina, svo var farið að gera að sári barnsins þá var þetta smá rispa, ég skammaðist mín ekkert smá, hefði sko alveg getað meðhöndlað þetta sjálf.  En svona er ég og ræð bara ekki við það Alien


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir að biðja mig að vera bloggvinu þína Guðborg mín,
yndislegar stelpurnar þínar.
                                   Kveðja Milla

Ps. er Linda Gústafs úr Sandgerði? 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2008 kl. 22:11

2 identicon

æ æ greyið Kristrún litla að klemma sig svona,en ég skil þig vel að hafa fengið sjokk þegar að þetta gerðist en Gummi verður þá bara að taka plásturinn af ( ha ha ekki get ég hjálpað ) er eins og þú, en hún er nú svo dugleg stelpa að hún tekur plásturinn örugglega sjálf af ef að ég þekki hana rétt.

Þórdís P (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk fyrir það Milla, Já  Linda er úr Sandgerði, og ég átti heima þar líka þegar ég var barn og var að leika við hana þegar við vorum litlar, ég veit ekki hvort þú mannst eftir mér :)

Þórdís, jú hún tekur hann örugglega sjáf af

Guðborg Eyjólfsdóttir, 5.2.2008 kl. 23:36

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég ætla að segja ykkur það, að hún dóttir mín tók sjálf plásturinn af puttanum í morgunn, það var mikið blóð undir sem er bara gott því að þá safnast það ekki undir nöglina og verður þrýstingur. En mamman gat þetta ekki :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 6.2.2008 kl. 09:03

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

´æj elsku Kristrún að meiða sig það er ekki gott en hún frábær að taka hann af sjálf...þetta gæti dóttir mín alveg gert taka einn plástur þær eru hetjur sem fæddar eru 23 janúar 2002....

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 6.2.2008 kl. 17:32

6 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Æi ekkii gott og ég skil vel að það er svo erfitt þegar ungarnir okkar meiða sig'Eg fæ allveg sársaukan þeirra í æð.En tel mig nú geta verið róleg og svona ef það kemur eitthvað allvarlegt uppá t.d hef lent í gat á haus..En þetta er alltaf erfitt koss og knús og sérstakan koss á sárið kv Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 6.2.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband