Jæja komin aftur

Ég fékk sms í gær og spurð hvort ég væri komin í bloggfrí, hef haft svo mikið að gera undanfarna daga hef ekki mátt vera að því að blogga.

Þetta veður sem er búið að vera undanfarna daga er alveg hreint ömurlegt, ég komst nú í vinnuna á fimmtudags morgunn því ég er á jeppling sem fer allt saman. Var að vinna til rúmlega 4 og fór þá að leggja í hann til að sækja stelpurnar. Ég þurfti að koma við og taka olíu á bílinn og festi mig hjá Orkunnin hérna í Njarðvík, ekkert haft fyrir því að skafa planið þar og það var líka lítill bíll fastur þarna þess vegna þurfti ég að hægja á mér og var pikkföst, en tókst að losa mig og rétt náði að sækja stelpurnar kl 5. Þá tók við önnur svaðilför að komast heim það voru bílar pikkfastir allstaðar og það tók mig samtals 1 og 1/2 tíma að komast leið sem ég er annars 5 mínútur að fara. Vinkona hennar Eyrúnar sem kom með henni heim úr skólanum þurfti að gista hérna því það var ekki hægt að sækja hana.

Svo þurfti kallinn að komast heim úr vinnu um 1/2 7 og það tók hann annan eins tíma að komast og endaði með því að ég fór á mínum bíl að sækja hann og hann þurfti að skilja vinnubílinn eftir fastann í skafli.

Svo náttúrlega ringdi eld og brennistein í gær og allur snjór að hverfa, nei bíddu við þegar ég vaknaði um 5 leitið í nótt og var litið út þá var kominn annar snjóbylur. ætlar þetta engann endi að taka. Ég lýsi yfir stríði gegn þessu veðri og Siggi stormur farðu nú að spá sól og blíðu Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei elskan mín þetta verður svona út mars, annars gaman að heimsækja þig hér og verð að hrósa þér hvað þú ert dugleg að skrifa !! :) knús Kolla

Kolla (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 10:34

2 identicon

Takk Guðborg mín fyrir að gefa mér slóðina inn á bloggið þitt.

Virkilega gaman að kíkja á uppáhaldsfrænkuna (ég á tvær svo ég móðgi enga  )   Frænkuknús Stína

Stína (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:38

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk fyrir það Stína mín, ég er alveg sátt við að vera önnur af tveim haha

Guðborg Eyjólfsdóttir, 10.2.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband