Við þurfum ekki NÝTT fangelsi
8.11.2010 | 17:40
Hvaða rugl er þetta, fara að eyða 120 miljónum í hönnun á nýju fangelsi það er allt fullt af húsnæði hérna uppi á Keflavíkurflugvelli sem hægt er að nýta sem fangelsi, og myndi skapa hellings atvinnu við að gera það klárt sem slíkt, ekki fara að byggja nýtt fangelsi
Ögmundur baðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Fangelsi þurfa að uppfylla vissan alþjóðastandart og kröfur sem ég er stórlega efins um að keflavíkurflugvöllur uppfylli. Heldur þú virkilega að það sé verið að grípa til þessara aðgerða á krepputímabilum á sama tíma og reynt er að gera allt til að skera niður ?
Brynjar Jóhannsson, 8.11.2010 kl. 17:56
Mér sýnist á þessari frétt í dag að það sé verið að grípa til þessara aðgerða, alþjóða standard ?? það er nú ansi mikill munur á fangelsum um víða veröld og það er alveg hægt að breyta þessu húsnæði uppi á flugvelli til þess að mæta þessum standard, þetta var nú heimili fyrir kanann í tugir ár þarna uppfrá
Guðborg Eyjólfsdóttir, 8.11.2010 kl. 18:04
Guðborg nokkuð samála þér þegar við höfum ekki peninga þá verðum við að beita öllum ráðum til að nýta það sem við höfum fyrir.
Sigurður Haraldsson, 8.11.2010 kl. 18:28
Það væri fyndið, hús sem voru nógu góð sem heimili fyrir kana eru ekki nógu góð fyrir íslenska fanga...
Mofi, 8.11.2010 kl. 18:47
Já Mofi það mætti nú alveg hlægja af því
Nákvæmlega Sigurður nýtum það sem við höfum nú þegar ónotað
Guðborg Eyjólfsdóttir, 8.11.2010 kl. 20:42
Já mér finnst vel vera hægt að hugsa þetta. Það má setja pólitíkusana og bankamennina þarna í fangelsi. Eða er ekki einmitt verið að byggja nýtt fangelsi fyrir þá?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2010 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.