Mjög óánægð með Flugleiðir
5.5.2011 | 09:38
Ég skrapp til Osló síðast liðinn föstudag með dætur mínar 2 og við ætluðum að stoppa í Osló yfir helgina rétt áður en að vélin fór í loftið þá var allt í einu ákveðið að setja Helsingi á Oslóar vélina og Osló sett á bið og biðið varð til að ganga 5 á föstudeginum áttum að fara í loftið 7:50 sem sagt tveggja daga ferð til Osló varð að einum degi í flugstöðinni og einum degi í Osló, er ekki sátt, svo er ég búin að senda bréf til Flugleiða og þeir hafa ekki einu sinni fyrir því að svara mér, svo kemur póstur frá forstjóra fyrirtækisins eftir að maður kemur til baka og þar er maður beðinn um að segja hvernig maður upplifði ferðina og það er ekki hægt að svara því það kemur alltaf villa, mér hefur verið sagt að ef það er eitthvað neikvætt í því sem að maður ætlar að svara þá kemur villa og það sé ekki hægt að senda þeim svarið, Ég hef alltaf haft mikið álit á Flugleiðum en það hefur minnkað all verulega núna, er að hugsa um að kalla þá héðan í frá Hundleiða
Bilun í vél Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér að gagnrýna það sem þér finnst vera léleg þjónusta.
Var ykkur ekki sagt frá breytingunni á fluginu til Osló fyrr en rétt áður en flugið átti að fara í loftið?
Hvenær var ykkur gefinn upp raunverulegur brotttfarartími Osló flugsins?
Hvaða þjónustu veittu Flugleiðar ykkur á flugvellinum?
Hefurðu kynnt þér hvort og hverjar skyldur gagnvart farþegum sem lenda í átta tíma seinkun, eins og þú virðist hafa gert, Flugleiðir hafi?
Vonandi les einhver sem kann að kvarta færsluna þína og sendir inn góð ráð.
Agla (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 10:15
Já þetta er greinilega algjörlega á skjön við góða viðskiptahætti, og jafnvel brot á reglum. Endilega komdu þessu betur á framfæri Guðborg, hringdu í DV. Þeir eru með svona link ef þú hefur eitthvað að segja frá..... Endilega, þeir grafast fyrir um þetta og það kemur í blaðinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2011 kl. 10:31
Agla 15 mínútum áður en vélin átti að fara í loftið var þessu breytt allir Oslóar farþegar voru komnir út að hliði nr 5 tilbúnir tl að labba inn í vél þegar þeim þóknaðist að breyta þessu, vélin átti að fara 7:50 fyrst var sagt að það yrði seinkun til 8:50 svo kom á skjáina að hún yrði til 10:00 síðan var því breytt í 15:20 og svo þegar líða fór á daginn þá var því breytt í 16:10, jú maður fékk 2.000 kr miða til að versla í kaffiteríunni þarna, ég hef ekki heyrt hverjar skyldur þeirra eru, en mér finnst alveg lágmark að manni sé svarað þegar maður sendir þeim póst og þeir biðjist afsökunar það er það minnsta finnst mér :)
Annars finn ég nú líka til með fólki sem voru með lítil börn þarna á flugvellinum allan daginn og sérstaklega ein sem var ein á ferð með 2 lítil börn, þetta er bara ömurlegt að lenda í svona seinkunum og sérstaklega þegar maður ætlar að stoppa stutt á áfanga stað.
Ásthildur það er spurning um að láta DV fjalla um málið
Guðborg Eyjólfsdóttir, 5.5.2011 kl. 11:26
Jamm nákvæmlega. Þú þarft hvergi að koma þar fram undir nafni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2011 kl. 11:37
Ég flýg mikið milli Islands og Skandinavíu og það langt síðan ég fór að stíla inná að nota SAS. Þeir klikka aldrei, eru mjög samkeppnishæfir í verði en miklu betri í þjónustu. Tengiflugin frá Osló eru mjög góð. Meiri farangursheimild o.sv.frv.
ég er steinhættur að nota Hundleiðir nema í algjörri neyð.
Larus (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 15:12
Ég hringdi í Flugleiði til að spurja hver staðan væri ef ég skyldi lenda í töf af þessu tagi og fékk loksins (eftir að hafa verið flutt milli "fulltrúa" þrisvar ) samband við "Þóru "sem sagði mér að senda bréf (hún sagði ekki til hvers) en samkvæmt Þóru fær maður eftir þriggja tíma seinkun 2000 kr kort til að eyða í mat og eftir aðra þriggja klukkutíma seinkun gæti maður fengið annað 2000 kr kort til að spandera á flugvellinum.Punktum og basta,
Þjónustan sem ég fékk við tiltölulega einfaldri fyrirspurn var fyrir neðan allar hellur.
Agla (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 15:30
Já ég segi eins og Lárus hér að ofan, ég skipti við SAS og líka Íceland Express, því með því flugfélagi getur maður keypt aðra leiðina, sem ekki hefur verið hægt með Flugleiðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2011 kl. 15:37
Íslendingar virðast ekki enn skilja að Flugleiðir er gamalt ríkisverndað einokunarfyrirtæki og hafa komist upp með allan andskotann á kostnað nauðungarfarþega undanfarna áratugi af því að þetta er glæpafélag, til skamms tíma í eigu glæpamanna og enn stjórnað af slíkum. Þetta hallærisflugfélag montar sig af sjónvarpsskjá fyrir hvern farþega eins og um lúxus sé að ræða en hvert einasta lággjaldaflugfélag í USA og jafnvel líka í Evrópu er búið að bjóða upp á þessa skjái árum saman sem jafn sjálfsagða þjónustu og klósett. Flugleiðir er skítakompaní með skítamóral og ekki einu sinni skítaþjónustu af því að það er engin þjónusta. Og aðalsmerki þeirra virðist vera viðskiptavina-fjandsemi (e. customer hostility).
corvus corax, 5.5.2011 kl. 16:00
Ég tel mig þó geta fullyrt að Icelandair séu nú mun skárri kostur en Iceland Express
Kristinn Bergsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 19:47
Ekki ef þú vilt bara fara aðra leiðina, og ráða hve lengi þú dvelur utanlands.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2011 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.