Draumar um drukkun ??
28.1.2008 | 21:15
Nú vantar mig smá hjálp frá ykkur sem að lesið þetta. Málið er það að hef dreymt yngri dóttur mína margoft að hún væri drukknuð, og þetta eru afskaplega erfiðir draumar hrein martröð.
Hún fór í sturtu núna í kvöld og ég í vitleysigangi mínum var ekkert að fylgjast með henni, leyfði henni að vera í sturtunni ( hún er 6 ára ) svo allt í einu fékk ég eitthvað hugboð og stökk af stað til að athuga með hana þá var hún sofnuð á sturtugólfinu undir rennandi sturtunni. Ég get svarið það að ég fékk taugaáfall. Er að ná mér reyndar. Ég reif hana upp og sem betur fer er hún í lagi.
Veit einhver hvað þessir draumar um drukknun þýða? Og hefði verið möguleiki á því að barnið mitt hefði getað drukknað í sturtunni? tek það fram að það var ekkert vatn í botninum það rann beint niður.
Kveðja Guðborg
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Draumar eru oft áhyggjuefni sem er undirliggjandi af einhverjum ástæðum. Nú veit ég ekki hvað yngsta er gömul, en ætli það sé ekki þjóðráð að senda stelpurnar í eina fína sundkennslu og þá lagast þessar áhyggjur.
Ólafur Þórðarson, 28.1.2008 kl. 21:51
Sæl Guðborg
Ég skil vel að þér líði illa útaf þessu. Lenti sjálfur einu sinni í því að strákurinn minn á svipuðum aldri, þegar ég augnablik leit af honum í Árbæjarlaug, stökk útí djúpu laugina að baki mér, en vegna þess að ég fékk hugboð náði ég að bjarga honum, þegar hann var byrjaður að súpa vatn, alltaf þegar ég rifjaði þetta upp, fór um mig nístandi angistarhrollur, þangað til síðasta vetur að ég losaði mig við þetta úr sálinni, því þetta var bara einsog afturvirkur kvíði.
Útaf draumnum, myndi ég hætta að hugsa um hvað hann þýðir og af því að þig hefur svo oft dreymt þetta, mun þig að öllum líkindum dreyma þetta aftur og komdu þessvegna undirbúin til leiks, svipað og stríðsmaður spyr ekki hver þýðing stríðsins sé, heldur berst fyrir lífi sínu, sinna nánustu og ættjarðarinnar.
Gerðu allt í draumnum, nema vera hlutlaus, passív, fyllast ótta, yfirbugast, vera bjargarlaus, vonlaus, úrræðalaus og geta ekki.....Þú bæði getur vilt og skalt
Draumurinn endurtekur sig af því engin sálræn virkni á sér stað, en ég sé þig fyrir mér í næsta skipti sem draumurinn á sér stað, einsog birnu sem ver húna sína. Hún hugsar ekki, efast ekki, hefur engar tilfinningar og hún er fyrri til en óvinurinn eða ef hún nær því ekki, notar hún allann þann lífgefandi kraft sem hún hefur og blæs lífi í afkvæmi sitt.
Þú ættir ekki að hugsa um að þessar draumfarir hafi einhverja þýðingu í sambandi við líf dóttur þinnar. Með draumnum tel ég að sál þín sé að reyna að afhjúpa kjarnann í sjálfri þér, með því að nota dóttur þína sem leikanda. Ekkert annað. Engin forspá.
Þegar dóttir þín er sofnuð, óskaðu þá til allra Guðs Engla að þeir vaki yfir dóttur þinni, gerðu þetta af einlægni og af fullu trúnaðartrausti og vittu til að þessar elskur eru svo glaðar að fá að starfa við það sem þeim þykir best, að þær eru komnar eins og hendi væri veifað
Máni Svansson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 00:06
Máni: þakka þér fyrir þetta, þetta er góð lesning.
veffari: hún er 6 ára og ég er einmitt búin að vera að athuga með sundkennslu fyrir hana
Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.1.2008 kl. 03:34
Datt inn á síðuna þín af því þú ert að tala um drauma um drukknun. Vatn er yfirleitt fyrir veikindum en það þarf ekki að þýða alvarleg veikindi. Ég held að draumar um drukknun eða dauða einhvers geti verið fyrir því að það verða einhverjar breytingar til góðs eins og flest allar breytingar. Dreymdi svona draum um eitt barnabarnið mitt í nóvember og fannst einmitt hræðilegt að vakna upp við þennan draum, algjör martröð eins og þú segir. Ég get ekki séð að þessi draumur hafi þýtt neitt sérstakt í mínu tilfelli en ég bað samt alla góða verndarengla að vera með drengnum og passa hann hvert sem hann færi. Það er svo sem það eina sem maður getur gert þegar svona draumar banka á dyrnar biðja Guð og verndarenglana að vera með þeim sem maður óttast um. Síðan er að sleppa og treysta því að allt verði eins og það á að vera. Ganga þér allt í haginn.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.