Minni á hjálparbeiðnina , betur má ef duga skal :)
9.2.2008 | 09:43
Ætla bara að segja ykkur að það hefur komið eitthvað inn á reikninginn og ég er mjög ánægð með það og þakka þeim sem hafa laggt út fyrir þessu, en betur má ef duga skal, þannig að ég bið ykkur að leggja ykkar af mörkum sem að lesa þetta, til þess að reyna að létta þeim róðurinn. Bestu kveðjur Guðborg
Safnað fyrir Gunnar Inga og fjölskyldu
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir hjónin Lindu Gústafsdóttur og Gunnar Inga Ingimundarson úr Reykjanesbæ, en Gunnar liggur á líknardeild Landspítalans eftir tveggja ára baráttu við krabbamein.
Þau eiga fjögur börn og eitt þeirra er að fermast í vor og þau hafa að sögn aðstandenda ekki getað unnið lengi og er staðan því skiljanlega erfið hjá þeim.
Vilja vinir og velunnarar þeirra því biðja alla sem geta að styrkja fjölskylduna með bænum og fjárframlagi þar sem margt smátt gerir að sjálfsögðu eitt stórt.
Reikningsnúmer er 1109-05-412412 og kt: 030268-5129
Þau eiga fjögur börn og eitt þeirra er að fermast í vor og þau hafa að sögn aðstandenda ekki getað unnið lengi og er staðan því skiljanlega erfið hjá þeim.
Vilja vinir og velunnarar þeirra því biðja alla sem geta að styrkja fjölskylduna með bænum og fjárframlagi þar sem margt smátt gerir að sjálfsögðu eitt stórt.
Reikningsnúmer er 1109-05-412412 og kt: 030268-5129
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hott hott ormar og gormar 50kall gerir eitthvað.Margt smátt gerir eitt stórt.Og mikið ertu yndisleg að hjálpa henni og ert dugleg að þvíkoss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 9.2.2008 kl. 12:40
Sæl Guðborg megabloggari ;Þ
Takk fyrir kúkabrandarabloggsendinguna (vá langt orð hjá mér,minnir á Vaðlaheiðarverkamannavegavinnuskúrinn)
Þetta er sko alveg minn húmor hahaha og ég hló mikið.
En að öðru máli, mikið fer þessi Nova auglýsing í taugarnar á mér!
Það er bara hægt að lesa hluta af blogginu þínu af því að þetta þvælist alltaf fyrir.
En annars bið ég bara að heilsa þér og þínum og vertu duglega að blogga kjellingin mín.
Kv Dóra.
Dóra (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:11
Hæ sæta
Alltaf að hugsa um aðra, þannig þekki ég þig
Stína (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.