Nú er ég að fara að undirbúa mig til að hætta að reykja forever
13.2.2008 | 22:22
Maðurinn minn hætti að reykja fyrir 5 árum síðan þegar hann gaf yngri dóttur okkar Kristrúni það í afmælisgjöf að hætta, Sú eldri hún Eyrún er reglulega síðan búin að biðja mig að gefa sér í afmælisgjöf að hætta að reykja og hef aldrey getað gert það, en núna gaf ég henni loforð um að þegar hún á afmæli í sumar sem er reyndar ekki fyrr en 15 ágúst þá ætla ég að gefa henni það í afmælisgjöf að hætta og ég gaf henni loforð úpps. Ég ákvað að gera þetta ekki fyrr en þá, því það er svo mikið framundan sem að ég veit að yrðu freistingar til að byrja aftur, verð 40 ára í mai og fer svo erlendis í lok mai. Skelli inn hérna einni mynd sem að ég ætla að líta reglulega á
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir kvittið á mína síðu En er ekki alveg að fatta hvernig á næ mér í bloggvini já stubit kannski
Brynja skordal, 13.2.2008 kl. 23:58
Þú getur alveg hætt að reykja Guðborg mín, þú ert ekki að hætta fyrir neinn
heldur að því að þú villt losa þig við þennan viðbjóð.
Þú skalt bara ákveða daginn og hætta.
Ég hætti fyrir bráðum 4. árum, ég ákvað daginn, síðan hvað ég ætlaði að vera lengi á nikótínplástri, ég ákvað 3 mánuði stóð við það ekkert mál.
Ég ætla ekki að segja að þetta sé auðvelt, en það tekst.
Gangi þér vel Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2008 kl. 08:35
Hef fulla trú á að þér takist þetta,,,,bara ef hausinn er rétt stilltur, þá er þetta ekkert mál
Það á eftir að hellast yfir þig löngunin til að vera "frjáls"
Ásgerður , 14.2.2008 kl. 09:26
Þú gerur þetta alveg ef þú ert ákveðin í að hætta held að ákvörðunin verði alltaf að vera til staða og ekki hætta fyrir aðra heldur sjálfa þig...ganig þér vel.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.2.2008 kl. 11:12
Takk fyrir þetta stelpur mína þetta skal koma í þetta sinn, ég hef nú aldeilis langann tíma til að undirbúa mig. Ég skal,l Ég get, ég vil
Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.2.2008 kl. 11:52
Gangi þér vel með þessa ákvörðun,það að hafa takmark er byrjun/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 14.2.2008 kl. 13:12
Vera ákveðinn og hafa viljan..'Eg verð að fara að hætta þessu ávana sjálf þetta er svakalegur koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 14.2.2008 kl. 15:18
Tökum okkur saman reykingafólk og skrifum okkur í gegn um að hætta þessu helv........ Allý þú verður með :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.2.2008 kl. 15:43
Ekki máliðEn það verður ekki fyrr en í ágúst er það ekki kv Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 14.2.2008 kl. 16:40
Jú ég er búin að setja daginn 15 ágúst
Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.2.2008 kl. 17:07
Hafðu góða helgi
Brynja skordal, 15.2.2008 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.