Dauðadómur allt of gott fyrir hann

Dauðadómur yrði allt of gott fyrir hann, hann á að kveljast í fangelsi það sem eftir er ævinnar. Menn sem geta verið svona ógeðslegir. Maður sem nauðgar 5 konum og myrðir þær svo, maður fyllist bara ógeði og hann á ekki skilið að deyja.
mbl.is Vilja að dauðarefsing verði tekin upp að nýju í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Bara svona til að minna á að þó svo að hann hafi verið dæmdur sekur þá eru allt að 50% líkur að hann sé það ekki og er það samkvæmt könnun sem hefur verið gerð í Bretlandi á dómum í morðmálum.

Einar Þór Strand, 21.2.2008 kl. 18:17

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Hvað viltu að gert verði við karlinn? Það væri hægt að byrja á því að skera af honum tærnar... ef þér finnst dauðadómur einn og sér ekki vera fullnægjandi refsing fyrir hann ...Þá væri hægt að halda áfram og skera af honum fingurna-allt þetta á löngum tíma og ódeyft...Ef þér finnst þetta allt ekki vera nægjanleg kvöl fyrir aftökuna fyrir fyrirlitinn mann sem hefur lagst svo lágt að svala dýrslegustu-hvötum sínum, með því að myrða 5 ungar vændiskonur...Þá hvað viltu...Viltu fá að kyrkja karlinn, eða drepa hann sjálf...Eða hvað ? Orð þín eru,,Dauðadómur allt of gott fyrir hann"...Hvað áttu við?... Hvaða refsing finnst þér nógu hörð?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.2.2008 kl. 18:18

3 identicon

Áttu ekki við að það sé meiri refsing að vera í líftíðarfangelsi en að fá dauðadóm? Ég er a.m.k.. sammála því:)

Asdis (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:36

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Einar Þór: Það er búið að dæma manninn. 

Guðrún Magnea: Það sem ég á við er að hann dúsi í fangelsi það sem eftir er ævinnar, því að dauðarefsing yrði of góð fyrir hann. ég er ekki að tala um að eigi að klippa af honum tærnar eða puttana þótt það væri mátulegt á hann. Nei ég vil heldur ekki kirkja hann sjálf. myndi ekki hafa lyst á því að horfa á hann hvað þá koma við hann.

Einar og Ásdís: akkúrat það sem mér finnst.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.2.2008 kl. 19:48

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já stundum á dauðarefsing rétt á sér, hann myndi hafa það allof gott í fangelsinu.  Sumir kunna bara ekki að skammast sín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 20:02

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Dauðarefsing er án efa, æðsta refsing allra refsinga...Ævilangt fangelsi getur engan veginn jafnast á við dauðdóm...Guðborg. Að klippa af helv.fingurna og tærnar væri ef til vill ekki svo fráleitt!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.2.2008 kl. 20:12

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þvílík umræða! Klippa af honum tærnar og helv. fingurna ekki svo fráleitt! Þess vegna eru siðmenntaðar þjóðir með siðfræði og lög og almúgin er kallaður lýður og hluti hans er kallaður skríll! Í USA fara dæmdir morðingjar út úr fangelsum á færibandi, með skaðabætur upp á milljónir dollara eftir að DNA tækninn var fundinn upp. Þeir voru saklausir, en þó dæmdir morðingjar. Það er merkilegt að það eru helst kellingar sem vilja dauðrefsingu. Það er skríllinn sem ég er að tala um. Af hverju farið þið ekki til Saudi Arabíu og skemmtið ykkur við að horfa á aftökur? Þar eru mættar gamlar kellingar með prjónana sína til að tryggja sér fremsta bekk af því að það á að hálshöggva einhvern kl.17.oo um daginn. Þar eru það yfirvöld sem er skríll og skíthælar. Bretar taka ekki upp dauðarefsingu vegna sorgar ættingja. Þeir eru of siðmenntaðir til þess. Það er merkilegt hvað kemst upp um innræti margra þegar hryllilegir atburðir eiga sér stað eins og þessi. Ég átti sjálfur þátt í að eitra fyrir minni eigin móðir í rúmlega eitt ár með lyfjum sem voru fyrir mistök skrifuð út frá lækni, meðan ég sjálfur stóð í þeirri trú að ég væri að hjúkra henni. Ég hef skrifað um þetta inn á bloggsíðuna mína. Ég hef sent landlækni bréf og ekkert svar fengið. Ég sendi saksóknara bréf og fékk heldur ekkert svar. Þeir einu sem svöruðu var ráðuneytið sem sagðist ætla að athuga málið. Mér hefur liðið eins og morðingja. Asninn ég, að treysta lækni og að trúa að þessi lyf gerðu henni gott. En þau drápu hana í staðin, hægt og rólega. Á ég að heimta að einhver verði hengdur fyrir það?., Læknirinn, ég, eða við báðir? Það er sem betur fer ekki skríll sem stjórnar þessari þjóð okkar og það er það heldur ekki í Bretlandi. En stundum kemst skríll til valda og þá verða aftökur skemmtiatriði. Morð eru ógeðsleg og eru fjöldamorð framinn á hverjum einasta degi í Afríku, Afganistan, Írak og í mörgum löndum öðrum. USA er með fjöldamorðingja sem forseta. Ættingjum dæmds morðingja í mörgum fylkjum í USA er boðið að vera viðstatt aftökur. OG ÞEIR MÆTA!! "Eftir höfðinu dansa limirnir". Ef BRETLANDSSTJÓRN léti undan þrýstingi skrílsins sem  vill hefnd  í  að myrða morðingjann, eru yfirvöld kominn á sama siðferðisplan og þessi maður sem myrti þessar konur. Ef hann gerði það þá, hann hefur alltaf neitað, en er dæmdur sekur samt...það er aldrei hægt að vera 100% viss um neitt í svona málum...ætli þetta sé Lúkasar  hundaskríllinn á Íslandi sem er að láta  ljós sitt skína með enn einum skrílshættinum? Ekki yrði ég hissa..

Óskar Arnórsson, 22.2.2008 kl. 01:16

8 identicon

Óskar hér að ofan virðist ekki vera mjög rökréttur að eðlisfari:

"Ef BRETLANDSSTJÓRN léti undan þrýstingi skrílsins sem  vill hefnd  í  að myrða morðingjann, eru yfirvöld kominn á sama siðferðisplan og þessi maður sem myrti þessar konur"

Þá er fangelsun væntanlega það sama og mannrán, sektir sama og þjófnaður og við ættum því væntanlega að leggja niður allar refsingar til að vera ekki á sama siðferðisplani og mannræningjar og þjófar.

Dauðadómur yfir morðingja er allt annað en að myrða saklaust fólk. Að myrða saklaust fólk er hámark mannvonskunar.

Plato (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 05:11

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Nákvæmlega Plato, en það sem ég sagði samt fyrst í þessu bloggi, að mér finnst dauðadómur of góður fyrir hann. Hann á að þjást í fangelsi í mörg mörg ár. Mér finnst ekki að eigi að drepa hann.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.2.2008 kl. 05:21

10 identicon

Ef þú vit ekki refsingu sem er "of góð" fyrir morðingja þá er dauðadómur það sem þú átt að velja sem refsingu, ef þú ert rökrétt. Það er sannað mál frá USA að langflestir dæmdir morðingjar vilja frekar ævilangt fangelsi en dauðadóm. Þar eru menn sem eru búnir að vera lokaðir á dauðadeildum í fjölda ára en berjast af allri sinni orku um að fá dómnum breytt í ævilangt fangelsi. Svo halda þeir party ef það tekst. Það er því algert rugl að segja dauðadóm of góðan en ævilangt fangelsi ekki.

Plato (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 05:35

11 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Kanski ég veit það ekki, en það er þá bara strax búið ef hann deyr, í staðinn fyrir að fá að lifa með þessu og samfangar leyfa honum að finna fyrir því. :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.2.2008 kl. 05:41

12 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Kvitt.

Kristín Snorradóttir, 22.2.2008 kl. 18:53

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef unnið með fanga sem ráðgjafi bæði utan og innan fangelsa í Svíþjóð í 20 ár. Bæði með morðingja og vasaþjófa. Ég get ómögulega  séð samlíkinguna  Mr. Plato! Það eru margar gerðir av morðum. Þeir hættulegustu eru eins og þessi sjúki maður sem ég er steinhissa á að skuli vera sakhæfur. Síðan eru "morð af gáleysi" eða "valdur að dauða annars einstaklings í ógáti".

Þeir fá fangelsi í sumum tilfellum, þó ekki öllum. Síðan eru heiðursmorð sem koma frá fólki úr öðrum kultúrum, sem nú er hætt að  taka tillit til í Svíþjóð eins og var gert í byrjun. Nú fá þeir sömu málsmeðferð og venjulegur morðingi sem drepur með ásetningi. Síðan eru "atvinnumorðingjar" þ.e. þeir eiga ekkert sökótt við fórnarlambið. Þeir drepa eftir pöntun og nást mjög sjaldan, því miður. Vinna þeir eins og verktakar og er það oftast Säpo, leyniþjónusta Svíja sem fær að eltast við þá. Lögreglan hefur ekkert í þá að segja í flestum tilfellum.

Sadistamorð eins og þessi sem verið er að tala um, er geðveikur og stórhættulegur, og samkvæmt lögum á Norðurlöndum myndi hann aldrei fá fangelsi. Til þess eru þeir of hættulegir. Þeir eru oftast drepnir af samföngum sínu eins og pedofílar.

Venjulegir fangar kæra sig ekki um þessa tegund af fólki og drepa þá til að fyrirbyggja að einhver af þeim sjálfum verði drepnir af svona morðingjum eins og ég hef sagt áður. Þeir drepa þá af því að þeir eru hræddir við þá. En þeir eru sjaldnast taldir sakhæfir á Norðurlöndum og lenda á sérdeildum fyrir geðsjúka glæpamenn þar sem eftirlit er margfalt strangara en harðasta fangelsi.

Þess vegna eru líka sérstök fangelsi fyrir pedofíla, því það skipti engu máli hvort þeir fengu nokkra mánuði eða ár, þeir stigu krónískt á sápu í sturtunni og brutu hnakkann. Þessu morð innann fangelsa voru sjaldnast upplýst. Einn pedofíl framdi sjálfsmorð í sænsku fangelsi með því að stinga sjálfan sig í bakið 15 eða sextán sinnum. Þó að krufning staðfesti að hann hafi látist af 3 hnífsstungunni,  var málið afgreitt sem sjálfsmorð.

Það er á móti minni rökfræði að maður geti stungið sjálfan sig í bakið 10 til 12 sinnum eftir að hann er dauður. En hvað um það, það er ákveðin  tegund " siðfræði" sem ríkir innan fangelsa. Ég held að þessi maður verði ekki langlífur í fangelsi hvort eð er, ef hann lendir þar. Ég held að líkurnar á því að hann verði drepinn eins fljótt og hægt er í hvaða fangelsi sem er. 

Rasistamorðingjar eru að verða algengt vandamál og eru það oftast unglingar sem standa að baki þessum morðum í því skyni að upphefja sjálfan sig innann þess nasistahóps sem þeir tilheyra. Þeir eru oftast langt undir meðalgreind, vanþroska og undir áhrifum af "múgsefjun" nasismans. Þeir hæla sjálfum sér yfir svona morðum en eru oftast kallaðir "trúðarnir" meðal annarra fanga og látnir í friði.

Svo kemur ein og ein raðmorðingi sem felur morðáráttu sína undir merkjum rasisma. Er frægasta dæmið s.k Laser-morðinginn sem skaut útlendinga í röðum með langdrægum riffli með Laser-miði. Hann fékk fangelsi en fangarnir komu upp um hann svo hann þurfti að setja í einangrun svo hann yrði ekki drepin. Ég veit ekki um afdrif hans. Kanski er han dauðu, kanski ekki. Fyrir þann mann er jafn hættulegt að vera í fangelsi og að vera úti. Að sleppa honum út á götu væri potþéttur dauðadómur fyrir hann, ef hann er þá á lífi. Svo margir vilja þann mann feigan

Afbrýðissemismorð voru t.d. álitin minna refsiverð í Frakklandi í mörg ár. Svo var þeim lögum breytt og afbrýðissemi eru engar málsbætur fyrir morð lengur í Frakklandi eða neinu landi sem ég þekki til. Þannig að þeir sem aðhyllast þá refsingu að hann verði drepin, verður líklegast af ósk sinni og vona ég að það bæti líðan þeirra eitthvað. Mér er nákvæmlega sama hvort hann verður drepin inn í fangelsi eða ekki. Aðalatriðið er að yfirvöld fari ekki að gera það. 

Ég veit ekki hvort ég er rökréttari að eðlisfari en gengur og gerist og hef ekki hugmynd um hvort hún sé mælanleg eða ekki. Það eru engin rök til í geðsjúkum morðingja og sorg ættingja er ekki ástæða til að drepa neinn. Það eru því miður menn lokaðir inni sem drápu morðingja hálf sturlaðir af sorg. Maðurinn sem þeir hötuðu svo mikið, dó, og þeir lentu sjálfir í ævilöngu fangelsi í staðinn. Sorg er vandmeðfarið að mæta og þar er erfitt að koma rökum að, alveg eins og augnabliks reiði getur gert ótrúlegasta fólk af morðingjum.

Ég hef hitt marga svona "augnabliksmenn" í fangelsi, búnir að missa fjölskyldu og alla tengingar við börn sín. Það eru til harmleikir út um allt. Mín rök eru að sjálfsögðu byggð á reynslu minni, menntun og þekkingu og er ég ekkert að fara fram á að ég hafi rétt fyrir mér í þessu máli. Þetta er bara mín skoðun og ég er meðvitaður um að ég rétt á að hafa hana eins og allir aðrir. Og að síðustu Plato, því ég skrifa þetta að hluta til þín, þá er USA alls ekki fyrirmynd mín á neinu sviði. Réttvísi er mælt í hvað þú átt mikinn pening, valdhafar eru búnir að tilnefna sig sem æðstu þjóð í heimi og þegnar USA trúa því sjálfir.

USA á stærstan þátt í að skapa óbalans í heiminum, með því að byggja upp efnahagskerfi sem gengur út það að 15% að jarðarbúum eiga 85-90% að öllum verðmætum heimsins. Það er mín trú að með villimannslegu efnhagskerfi og almennri vopnaeign, framleiði þjóðfélagið sjálft ótrúlegt afbrotaþjóðfélag. Á herþjónusta og stríðsrekstur USA mikinn og stóran þátt í ofbeldisþróun þar í landi. En þetta er að sjálfsögðu bara mí skoðun á því landi. Það má ekki dæma alla þegna þess og setja undir sama hatt, ég hef unnið með ameríkana sem var góðmennskan sjálf.

Það getur vel verið að allt þetta sé rökleysa og það rétta væri að hengja þennan mann í beinni útsendingu öðrum til viðvörunar, en ég persónulega myndi ekki horfa á það. Ég hef séð ógeðslega hluti í minni vinnu, sem hefur meðal annars gert það að verkum að ég horfi aldrei á glæpamyndir mér til afþreyingar. Raunveruleikan verður aldrei hægt að festa á filmu. Raunveruleikinn í glæpum slær út allar hasarmyndir sem hafa verið gerðar. Það er mitt álit.   

Óskar Arnórsson, 22.2.2008 kl. 21:08

14 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég veit ekki hvað allt þetta kemur þessu máli við

Guðborg Eyjólfsdóttir, 23.2.2008 kl. 08:40

15 Smámynd: Hagbarður

Óskar kemur beint að kjarna þessa máls og það sem málið snýst um.

Hagbarður, 23.2.2008 kl. 11:58

16 identicon

Vá bara læti hér :)

Kolla (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband