Ég blogga af því að ...........
11.3.2008 | 09:48
Ég get sagt ykkur það kæru bloggvinir að eftir að ég komst í samskipti við ykkur líður mér mikið betur. Ég er búin að vera að berjast við depurð í allan vetur og að fara að skrifa hérna inn og fá svar frá ykkur það bara er búið að halda mér gangandi. Þótt ég eigi yndilegan mann og börn, fjölskyldu og vini þá er þetta allt öðru vísi. Maður hefur eitthvað að hlakka til þegar maður kemur heim úr vinnunni. Kíkja í tölvuna og sjá hverjir eru búnir að svara og svara þeim til baka og svo frv.
Ég nota Barnaland til þess að auglýsa eitthvað ef ég þarf að selja eitthvað og svo er ég náttúrulega með síður fyrir stelpurnar mínar. En að taka þátt í umræðum þar er bara mannskemmandi. Það er gert lítið úr öllum þar fólk talar undir dulnefni og leyfir sér að segja ógeðslega hluti um allt og alla.
Bloggið er númer 1 2 og 3
Blogg gegn þunglyndi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Frábært hjá þér að deila þessu með okkur.
Veistu, bloggið getur líka verið vanabindandi heh
Láttu þér líða vel og við sjáumst um páskana
Kolbrún Jónsdóttir, 11.3.2008 kl. 10:01
Takk fyrir það Kolla mín, sjáumst
Guðborg Eyjólfsdóttir, 11.3.2008 kl. 10:25
Ég er algjörlega sammála þér og hef sömu sögu að segja (næstum því). Gangi þér vel Guðborg mín.
Ella Kata (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:29
Takk fyrir að vera svona hreinskilin, ég er sammála þér.
Blessi þig snúllan mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2008 kl. 12:55
þú ert yndi og já það er frábært að eiga góða bloggvini gefur lífinu lit knús til þín
Brynja skordal, 11.3.2008 kl. 14:06
Það er frábært að finna sig í blogginu og geti fengið góð og heiðarleg svör frá bloggvinum. Það er vissulega gaman að hafa svona síðu og hún getur gert heilmikið fyrir okkur!
Knús á þig
www.zordis.com, 11.3.2008 kl. 14:29
'Eg er allveg hjartanlega sammála þér í þessu...'Aframm blogg koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 11.3.2008 kl. 20:52
Lífsgleði er nauðsinlegur þáttur í lífi okkar allra,gott er að vita að enginn getur gefið okkur hana nema við sjálf en við notum misjafnar aðferðir til að nálgast hana.Þetta er ein af þínum - mínum- og margra annara.Vonandi á ég eftir að lesa mörg blogg frá þér og vonandi ertu orðin góð af veikindunum.
Knúsaðu svo frænkur mínar, sem auðvitað eru dætur þínar frá mér og Ástu.
Linda (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 21:15
Hlynur: Sjáumst um páskana
Ella Kata: takk sömuleiðis
Milla: takk sömuleiðis. Blessi þig líka mín kæra
Brynja: Þú ert sko yndi líka knús til þín líka
Zordis: Nákvæmlega og knús til þín
Allý: Sammála áfram blogg kossar og knús á þig líka mín kæra
Linda: Já það hefur hefur verið pínu skortur á henni hjá mér undanfarið en þetta er allt að koma og það er náttúrulega enginn nema við sjáf sem að stjórnum því. Ég held að ég verði hérna í bloggheimum áfram með þessu áframhaldihaha. Varðandi veikindin þá er ég miklu betri, ég hélt á tímabili um helgina að ég væri hreinlega að deyja ég get svo svarið fyrir það. Ég skal knúsa frænkurnar þínar frá þér og Ástu Sóley og bið kærlega að heilsa ykkur öllum og bara kossar og knús á línuna
Guðborg Eyjólfsdóttir, 11.3.2008 kl. 21:43
Knús á þig Guðborg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 17:24
jamm það gertur verið gott að skrifa
Margrét M, 12.3.2008 kl. 17:25
Knúa á þig.....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.3.2008 kl. 18:40
Takk elskurnar.
Guðborg Eyjólfsdóttir, 12.3.2008 kl. 20:10
takk fyrir hreinskilnina..
Agnes Ólöf Thorarensen, 13.3.2008 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.