I´m back en andlaus
6.4.2008 | 09:38
Jæja þá er vertíðin búin bara smá svona restar eftir v. upplýsingaskorts. dauðlangar að komast aftur á bloggið en er bara hálf andlaus eftir átök síðast liðins mánaðar. Er þó búin að kommenta hjá bloggvinum og er að komast í gang. Það er alveg merkilegt eftir þessar vertíðar næ ég varla að hugsa í nokkra daga á eftir.
Veðrið er æði en það er skítkalt úti mig langar svo að fara að komast út í smá til tekt í kring um húsið mitt en hef einhvernveginn ekki kraft í það í þessum kulda, framundan eru endalausar fermingarveislur og fjör.
Sendið mér endilega smá andlegan styrk svo ég geti farið að komast í gang
Naut: Kannski er þetta ekki stundin sem þú hefur beðið eftir allt þitt líf. En vertu nógu opinn til að íhuga þann möguleika að, á skítinn hátt, sé hún það.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ Guðborg mín velkomin aftur, skil vel að þú sért andlaus eftir þetta skattabasl, en það tekur nú líklegast á.
Taktu því bara rólega, hvíldu þig og það er nógur tími til að fara í garðinn.
Eigðu góðan dag með snúllunum þínum og auðvitað
manninum.
Knús kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 13:27
Knús á þig mín kæra. Sá Helgu Maju frænku þína í Samkaup í gær og hugsaði til þín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2008 kl. 15:04
Velkomin aftur. Þú ert nú ekki ein um þetta andleysi en allt lagast þegar sólin er farin að glenna sig. Skapið og þrekið er oft betra þegar fer að birta, svo er nú ekki skrítið að þú sért eitthvað dofin eftir átökin við skattmann það er nú ekki eins og þú hafir bara setið auðum höndum. Ég skal senda þér alla mína orku og slatta af kærleika með og vonandi nýtist það þér vel.
Linda Björk (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 15:26
Milla mín alveg rétt hjá þér bara bíða með garðinn hann fer ekki neitt þótt þetta bíði í nokkra daga :)
Ásthildur takk fyrir það bið að heilsa henni frænku minni ef þú sérð hana :
Linda mín takk fyrir orku og kærleika sendinguna
Helga takk fyrir þetta
Guðborg Eyjólfsdóttir, 6.4.2008 kl. 20:25
Velkomin aftur takk fyrir kommentið hjá mér og nú er bara að finnsa sér tíma og leifa þeim skottum að hittast...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.4.2008 kl. 10:13
Vona að þú sért farin að ná andanum aftur Guðborg mín :)
Takk aftur fyrir mig, það var rosalega gaman að sjá þig og þína fallegu fjölskyldu.
Knús :)
Elísabet Ólöf (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 12:19
Heiður endilega drífum í þessu sem fyrst :) Og Ólöf takk bara fyrir komuna það var líka æði að sjá ykkur fallegu mæðgurnar :))
Guðborg Eyjólfsdóttir, 8.4.2008 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.