Vista meingallað

Alveg er ég sammála að Vista er meingallað kerfi, ég keypti mér nýja tölvu fyrir rúmu ári síðan og hún er með Vista stýrikerfi og ég er sko ekki að fýla það, það eru allskonar árekstrar þar, get ekki notað adobe pro og ýmislegt fleira, ég hef ekki þolað þetta stýrikerfi og pirra mig á því á hverjum einasta degi, vil bara fá XP aftur í tölvuna mína

NautNaut: Þú kemur til dyranna eins og þú ert klæddur. Þú vilt ekki þykjast. Samt viðurkennir þú að allir - líka þú - eigi sér heim með leyndarmálum af öllum gerðum og stærðum


mbl.is Hvetja Microsoft til að taka Windows xp ekki af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar nú bara eins og notenda mistök hjá þér t.d. vegna þess að það er ekki til neitt forrit sem heitir Adobe Pro. Ég vinn sjálfur sem kerfisstjóri og hef notast við vista síðan það kom út, mér fannst það hræðilegt í upphafi en um leið og ég lærði á það t.d. að slökkva á þessum fjárans öryggis styllingum sem þeir settu inn í það þá finnst mér það virka ljómandi vel:)

Vilhjalmur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðborg mín, það er bara hræðilega leiðinlegt og pirrandi ef tölvan manns er í lamasessi.  Knús á þig inn í dagin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2008 kl. 10:28

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Vilhjálmur: fyrirgefðu það heitir acrobat adobe profesinoal það á ekki að þurfa að slökkva á öllu í forrtinu til þess að það virki ég er nú ekki kerfisstjóri en kann samt ýmislegt á tölvur :)

Helga mín gaman að sjá mynd af þér hérna :) og ég fékk mér rúnt á laugardaginn með nokkrar skýrslur þannig að mín var ánægjan :) Ég get alveg sagt líka að ég er sko alveg búin að hugsa með smá söknuði til bloggsins en einhvern veginn þá er ég svo andlaus eitthvað að ég bara horfi frosin á skjáinn þegar ég hugsa um að blogga :) er vonandi að komast í gang

Ásthildur mín , alveg sammála ekkert eins pirrandi :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 15.4.2008 kl. 11:00

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að heyra í þér Guðborg mín, en þú mátt líka alveg taka þér frí ef þú ert með leiða, við getum ekki alltaf verið í stuði.
                              Knús til þín
                               Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.4.2008 kl. 11:41

5 identicon

Ég keypti mér tölvu núna um áramótin með uppsettu Vista og ég man ekki eftir að hafa pirrast jafn mikið af nokkru stýrikerfi áður.  Það vinnur illa með forritum, étur upp mynnið, er standslaust að frjósa og ég fæ upp texta sem segir"error loading operating system" í annað hvert skipti sem ég starta tölvunni minni...  Ég gæti haldið svona áfram í allan dag en ætla nú að fara að fá mér e-ð í svanginn.

Bjarki Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 12:23

6 Smámynd: Hermann Karl Björnsson

ég er persónulega á móti þessu user contol dæmi

ég er einn að nota tölvuna sem ég er með vista í og er á admin account og stýrikerfið er alltaf að kvarta undan því að ég þurfi leyfir frá admin til að halda áfram. 

það er hægt að slökkva á þessu einhvernvegin eg man ekki hvernig en það er hægt

eg nota ennþá xp og held mig að mestu við það annars hef ég notað linux sem er þægilegra en vista afþví að maður þarf ekki alltaf administator premission

og líka "repair" á netið sem var í xp mér finnst að það vanti bara takka sem maður ýtir á repair en ekki diagnose and repair því að windows fann aldrei neitt að með xp og ekki í vista en netið lagaðist oft við það að ýta á repair

Hermann Karl Björnsson, 15.4.2008 kl. 13:39

7 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Það er verulega pirrandi að vera með tölvu sem er ekki í lagi en er ekki snillingur á þessi tæki svo ég ætla ekki að tjá mig um það meira....

Kveðja til þín Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.4.2008 kl. 13:52

8 Smámynd: Ragnheiður

Það er einmitt þetta vesen á Adobe sem ergir mig líka. Það er bara ekki hægt að nota það hér hjá mér. Annars kann ég svosem ekki illa við Vista en þetta truflar mig heilmikið. Það er ákveðin skjöl sem ég get ekki opnað.

Ragnheiður , 15.4.2008 kl. 14:26

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Milla mín: takk fyrir þetta það er gott að vita að það er ekki búið að gleyma manni þótt maður hverfi í nokkra daga :)

Bjarki: Já þetta er leiðinda stýrikerfi og skil það vel að þú ferð bara og færð þér í svanginn í stað'inn fyrir að tala um þetta endalaust og alla gallana 

Hermann: já þetta er ömurlegt þarft leyfi til að halda áfram, hjá hverjum á maður að fá leyfi til að setja í sína eigin tölvu, þetta er meingallaðapparat

Heiður: Það var rétt fæst orð bera minnsta ábyrgð

Ragnheiður: Gott að sjá að það er einhver annar en ég sem er í vandræðum með þetta, en samt ekki "gott" sko  heldur þá er það ekki bara ég sem er eitthvað að ruglast

Guðborg Eyjólfsdóttir, 15.4.2008 kl. 14:54

10 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Bara eitt orð:  Vista sucks

Helga Jónsdóttir, 15.4.2008 kl. 16:01

11 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Helga mín sámmála eitt orð yfir þetta "SUCKS"

Guðborg Eyjólfsdóttir, 15.4.2008 kl. 16:24

12 identicon

það er ástæða fyrir þessum móðursýkis gluggum í vista, það á að hræða líftóruna úr notenda vegna þess að það er svo mikið til af vondum hugbúnaði fyrir windows, það þýðir ekki að treysta notendum til þess að vara sig á netinu, eg vann við að laga tölvur og hef séð ýmislegt misjafnd á þeim bæ.  hinns vega er þetta alveg óskaplega þreitandi að þurfa að staðfesta alla skapaða hluti.  besti kosturinn er að nota bara Linux, það er orðið þónokkuð notendavænna en það var og getur verið miklu flottara en windows auk þess að maður þarf aldrey að kaupa sér hugbúnað þar sem allt er opið og engir virusar (næstum því).  mac er bara hommaútgáfa af windows og síst gallaminni.

joi (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 16:31

13 identicon

algerlega sammála með þetta vista, drasl! Get svoleiðis bölvað tölvunni, en þvi miður er það ekki tölvan, heldur þetta blessaða vista sem er vandamálið. sömu vandræði á þessum bænum með adobe pro, get ekki notað það, og svo þetta netvandamál. stundum tekur það 40 mín að koma netinu í gang þvi hún vill bara meina það se ekkert net. Se mikið eftir að hafa fengið mér nýja tölvu með vista en ekki xp.... eða einvherju öðru forriti.

Hekla (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 16:43

14 identicon

Þetta er mjög algengt hja folki sem er orðið alltof hað XP að segja að Vista se lelegt. Eg er með Vista buinn að nota það siðan það kom ut og hef ekki að neinu að kvarta undan. Þetta var nakvæmlega eins og þegar XP kom ut þa var það algjört "crap". Bara læra a þetta Vista, það gerði eg og eg se ekkert að þvi. Kannast ekkert við þessa bögga sem folk er að kvarta undan. allt virkar hja mer og ef þið eruð dugleg að uppfæra tölvuna þa er hun ekki með vesen. Mæli samt með Makka, þeir hafa verið að reynast vel en er ekki svo goður a forritun svo eg er ekki að fara i linux. En það eru lika til tölvur sem einfaldlega h0ndla ekki Vista en það er annað mal.

Kristinn (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:09

15 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hæ Jói bebí, viltu vera memm? Við erum með Makka og Windows á þessu heimili og það er stór munur. Ég held við við Makkann (og konuna).

Villi Asgeirsson, 16.4.2008 kl. 05:53

16 identicon

Hermann: Ég er einmitt með Vista líka og lennti í þessu og gafst upp á endanum og mig minnir að þegar þetta kemur upp þá á að vera hægt að klikka á eitthvað til að slökkva á þessu, ég gerði það og það er allt annað líf núna.

Ég hef heldur ekki lennt í miklu veseni með VISTA tók mig smá tíma að venjast því en það virkar fínt og ekkert "frost" sem er að koma og pirra mig...

Íris Ósk (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband