Góðar fréttir á þessum hörmungardögum
9.10.2008 | 16:01
Ég get sagt fyrir mig og mitt heimili að það var mikill léttir að hlusta á Geir áðan, og heyra hann segja að það verði flýtt fyrir frystingu á erlendum lánum, á mínu heimili er allt í erlendum lánum hús, bíll og skuldahali. Þannig að maður sér kanski fram á að eiga fyrir mat fyrir börnin og kanski leyfa þeim áfram að stunda sund æfingar
Mér finnst ríkisstjórnin eigi skilið að fá klapp á bakið núna, það er alveg á hreinu að þeir eru að gera allt sitt besta til að hafa þetta sem bærilegast fyrir okkur íslendinga, vaxtalækkanir þurfa samt að fara að sjást og eins afmáun þessarar skelfilegu verðtryggingar. Maður hefði aldrey farið út í þennan erlenda lánabusiness ef verðtrygging hefði ekki verið til staðar hérna.
Gengistryggð lán verði fryst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þad er alltaf eitthvad gott sem kemur! Gott mál zví börnin eiga ekki að finna fyrir þessum hörmungum sem ríða feitum hesti þessa dagana!
www.zordis.com, 9.10.2008 kl. 21:27
Hugsaðu þetta bara þannig að staðan í augnablikinu er eins og kl.9 að morgni eftir Sálarball og 10-15 þarna strawberry... Sp. um að skella sér bara í sund!
Þeir voru nú annars fullseinir -fyrir þig -með rennibrautina þarna við hliðina á æskuheimilinu;-)
Björn Finnbogason, 14.10.2008 kl. 02:18
Já Bjössi það er rétt með rennibrautina þeir hefðu mátt gera þetta fyrr þá hefði maður kanski tollað í Garðinum lengur hahah
Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.10.2008 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.