Nú eruð þið alveg búnir að mála ykkur út í horn
28.10.2008 | 09:15
Hvað er að ykkur þarna stjórnmálamenn, er ekki búið að herða sultarólina nóg á þjóðina. Hver græðir mest á þessu eru það ekki þeir sem eiga peningana?? þeir fá hærri innlánsvexti og við hin sem skuldum upp fyrir hæðstu hæðir getum farið og étið það sem úti frýs. Ég held að nú sé best að gefa skít í þetta allt saman og koma sér úr landi
Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hvað veistu um stýrivexti?
Það þarf bara að byrja þarna, til að ná niður verðbólgunni til að við með verðtryggðlán förum ekki öll á hausinn.
Svo er það spurning um að finna lánsfé eins og staðan er í dag ef maður fær ekki hærri vexti en verðbólgan er þá vill maður ekki spara.
Þegar fé fer að koma hingað inn eftir þessum vöxtum þá fer krónan að styrkjast og þá lækka vörurnar.Það hjálpar öllum.
Varðandi fyrirtæki þá eru það ekki þessir vextir sem gilda heldur vextirnir hjá viðskiptabönkunum.
Ríkið mun örugglega halda fyrirtækjum á floti í gegnum bankana.
Það tók 6 daga síðast hjá viðskiptabönkum að breyta vöxtunum sjáum til hvað þeir verða fljótir núna.
Ef þetta er of mikil hækkun þá mun verðbólgan lækka hratt og krónan styrkjast mikið og þá er leikur einn að lækka þetta aftur.
Johnny Bravo, 28.10.2008 kl. 10:04
Jæja við skulum vona það, ég veit það bara að ég er alveg búin að fá nóg af þessu öllu saman og er alvarlega farin að skoða það að flytja með mína fjölskyldu í annað land, veit samt ekki enn hvaða land
Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.10.2008 kl. 10:16
Já sæll Johnny Bravo eða hvað þú nú heitir er ekki kominn tími til að fólk fari að skrifa undir nafni. En það sem þú segir er alveg í anda Bravo . Ef þú ert íslendingur búsettur á Íslandi ættir þú að vita að þessar hagfræðilegu yfirlýsingar sem þú ert að gefa eiga bara ekki við núna, það hefur nýtt blað verið brotið í sögunni um kreppu og þeir hafa því miður ekki fundið upp aðferðina við Davíð kreppunni ennþá !!!!! Sofandahátturinn er slíkur
En Guðborg mín we will stay strong together. Love and kisses Kolla Haaaggfræðinemmi...........
Kolla (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:39
Takk fyrir þetta Kolla m ín, farðu nú að læra hagfræði hahaha
Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.10.2008 kl. 10:42
Eini gallinn við það að flytja úr landi er náttúrulega að það er ekki séns að losna við íbúðina og bílinn þessa dagana til að fólk hafi efni á að flytja út. Það er spurning hvort íslendingar fari fljótlega að sigla á flekum til Grænlands til að vera kominn upp á arminn hjá dönum?
Davíð Arnar (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.