Próf framundan og bíllinn í viðgerð

Jæja þá er ég að fara í enn eitt prófið á mánudaginn og er með pínu kvíðahnút fyrir því, ég er bara svona týpísk kona sem þarf allaf að kvíða fyrir öllu saman Tounge En ég vona bara að ég nái þessu eins og síðasta prófi, fékk 7 í því en ég þarf að fá 7 í meðaleinkunn til að ná þessum prófum í heildina, þannig að vonandi fæ ég eitthvað aðeins meira en 7 til að ná mér í smá forskot.

Er að fara með bílinn minn á verkstæði á mánudaginn, því að vinnufélagi minn bakkaði á hann, ég fór að hugsa þegar ég var að athuga með verkstæðispláss fyrir hann hvað ég væri búin að eiga marga bíla og hvað væri búið að klessa marga af þeim og komst að niðurstöðu að ég er búin að eiga 10 bíla frá upphafi og það er búið að klessa 7 þeirra og persónulega hef ég aldrey séð um að sjálf að klessa þá, þetta er dáldið skrítið Police Nú held ég að ég verði að fara að hætta að lána bílana mína. hummmm

NautNaut: Það er meira áríðandi að vita hvað þarf að gera, en að gera það. Það er viturlegt að hefjast ekki handa við verkefni dagsins án þess að skipuleggja sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

7 út í gegn ... Þrjár sjöur í einni færslu!  Þér á eftir að ganga vel í þessu prófi.  Gangi þér vel mín kæra!

Á morgun ætla ég að ganga 7 hringi á íþróttavellinum þér til heiðurs!

www.zordis.com, 30.10.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk fyrir þetta stelpur mínar þið eruð bara yndislegar

Guðborg Eyjólfsdóttir, 30.10.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað ruslar þú þessu af, þú færð 7,5.
Puff, puff á þig
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.10.2008 kl. 13:10

4 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ég veðja á 9.  Þú flýgur í gegnum þetta elskan mín. 

Ég man alltaf eftir Daihatsinum þínum, það voru ófáar ferðirnar á honum í gamla daga.

Ég sendi þér ofurgáfuminniskveðjur og gangi þér rosalega vel.

Elísabet Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 14:24

5 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk fyrir peppið stelpur mínar ég er að reyna að hafa mig í að byrja að læra, held ég fari bara í rúmið og skelli mér í djúpu laugina í fyrramálið, góða nótt kæru bloggvinir 

Guðborg Eyjólfsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:38

6 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk Dóra mín  er búin að sitja yfir þessu í allan dag og fram á kvöld nú ætla ég aðeins að horfa á TV og fara svo i háttinn :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 1.11.2008 kl. 22:39

7 Smámynd: Margrét M

gangi þér sem best í prófinu

Margrét M, 2.11.2008 kl. 17:00

8 identicon

Gangi þér súper í prófinu vel mín kæra. Knús Kolla

Kolla (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:46

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk fyrir þetta stelpur mínar, fór í prófið í gærkvöldi og það gekk bara ágætlega held ég það reyndar kemur í ljós eftir 2 vikur

Guðborg Eyjólfsdóttir, 4.11.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband