Minn maður farinn til Noregs
9.2.2009 | 08:33
Hann Gummi minn fór með flugi í morgunn til Noregs að vinna við pípulagnir, ætli endi ekki með að við öll fjölskyldan förum á eftir honum :( mig langar það hreint ekki en maður gæti neyðst til þess. Ég óska þess að eitthvað jákævtt fari að gerast í þessu landi þannig að maður geti lifað hérna mannsæmandi lífi
Íslendingar nýju Pólverjarnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Guðborg, Fyrir ellefu árum var ég í þinni stöðu. Minn maður er smiður og hér fékk hann vinnu. Meiningin var 6 mán eða í hæsta lagi eitt ár. Við erum hér enn með yngsta mann sem nú er að verða 18 ára. Þetta er ekkert létt verk að þurfa að flytja sig á milli landa en þetta er vel framkvæmanlegt. Við höfum fengið mikið um spurningar frá löndum okkar sem vilja koma hingað að vinna og ekki virðist neitt mæla á móti því allir fá vinnu sem vilja og geta. 'Islendingar eru vel séðir hér þekktir fyrir að vera duglegir að bjarga sér. Er ynnilega sammála þér með ósk þína um að eitthvað jákvætt á íslandi og deili ég þeirri bæn með þér. Með ósk um að ykkur gangi vel og svo er N oreg ekki svo langt í burtu. Kærar kveðjur Lyngdal Norge.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 9.2.2009 kl. 11:24
Takk fyrir þetta Sigríður, það er rétt það er allt framkvæmanlegt ef viljinn er fyrir hendi
Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.2.2009 kl. 11:27
Sæl Guðborg, vertu velkominn sem bloggvinur minn. 'Eg var nú svo heppin að ná fréttunum áðan(ekki alltaf sem ég kíki á þær) og sjá þig þar. þó það hafi nú verið undir þessum kringumstæðum. Þið eigið nú vonandi ekki eftir að vera aðskilin lengi hjónin, og litlu dæturnar án pabba síns. Vildi bara segja þér að það er eins og greiðist úr hlutunum, þó svo að ekki líti þeir bjartir út nú. 'Eg er ekki sú sem segi að best sé að fara og búsetja sig í nýju landi en aðstæður geta hagað þvi þannig að ekki annað er hægt. og eins og þú segir réttilega Viljin þarf að vera fyrir hendi, og viljin er allt sem þarf. 'eg vona að við eigum ánægjuleg skrif hérna á blogginu og ef er eitthvað sem ég get aðstoðað þig látttu mig endilega vita. Ég hef reynsluna af þessu sjálf. Sorry hvað þetta varð langt . Gangi ykkur vel. Kv Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 9.2.2009 kl. 20:31
Þakka þér kærlega Sirrý fyrir þetta :) ég verð alveg örugglega í bandi við þig ef að við komum til með að yfirgefa landið :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.2.2009 kl. 21:11
Guðborg mín þú tókst þig bara vel út í sjónvarpinu í kvöld ,ég horfi ekki alltaf á fréttirnar ,en horfði í kvöld og sá þig .Það er gott að vera hér en ,það þarf að gera eitthvað fyrir okkur ,ég td hefði aldrei keypt þessa íbúð ef ég hefði vitað ,hefði heldur farið í leigu ,en ég verð að bíta í það súra .Guðborg mín gangi okkur vel mín kæra ,verðum víst að redda okkur bara sjálf ,en vonum það besta .Knús og kram á ykkur sætu mæðgur Óla og Vala
Ólöf Karlsdóttir, 10.2.2009 kl. 00:36
Vonandi tekst ykkur hjónum að vera áfram hér á Íslandi, ég verð svo sorgmædd að heyra að fólk sé að fara. Vonandi tekst okkur að rífa okkur upp úr þessu. Ég man eftir fólksflóttanum til Svíþjóðar hér í kreppu fyrir mörgum árum, það var þyngra en tárum taki, og svo flutningar til Ástralíu og Nýja Sjálands. Ísland getur hýst allt sitt fólk og meira til, því við eigum nóg af heimsins gæðum. Það þarf bara að skipta öllu rétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2009 kl. 11:16
þú manst hvað ég sagði þarna á sunnudagskvöldið ,þegar við hjónin vorum á kvöldgöngunni. Það stendur og ég meinti þetta. Annars tókstu þig vel út í sjónvarpinu og aftur í morgunblaðinu. Við verðum svo í sambandi.
seylubúarnir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:06
Ég missti af þér í sjónvarpinu. Guðborg mín vonandi fer allt vel, en í Norge er gott að búa að sögn þeirra sem þar af sett sig niður.
Og ekki vera hrædd við að taka svona ákvörðun, þú ert svo ung og ykkur eru allir vegir færir.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2009 kl. 11:57
Þakka ykkur kærlega fyrir þetta allar, það var út af þessari bloggfærslu sem allt þetta sjónvarps og moggastúss byrjaði Manni finnst maður sjálfur aldrei koma vel út í sjónvarpi
En ef að ekkert verður gert hér til að létta undir þessari miklu greiðslubyrgði þá bara fer maður í annað land og það væri þá helst Noregur eða Kanada sem ég myndi vilja fara til.
Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.2.2009 kl. 09:11
Hæ elsku stelpan mín.Það er sko hreint hrikalegt ef við missum allt unga fólkið úr landi.Og er það nú hrikalegt að missa þig elskan mín.Vonum allt það besta þetta verður bara að reddast(ekki satt)Knús og kossar á ykkur
Biðjum fyrir því besta.
Þín vinkona
Guðrún Pálína Karlsdóttir, 16.2.2009 kl. 21:18
Hvað er að frétta af ykkur mín kæra
Blíðlegt blíðu knús til ykkar
Guðrún Pálína Karlsdóttir, 18.2.2009 kl. 19:57
Allt gott að frétta hérna Gunna mín, Gummi kominn heim úr Norge fer reyndar aftur eftir 11 daga :( en það er svo sem ágætt maður á þá kanski fyrir skuldunum rétt á meðan
Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.2.2009 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.