Skoðanakönnun
28.2.2009 | 21:40
Ég sé að könnunin sem ég er með í gangi hérna segir mér að 156 hafa tekið þá og 50,6% af þeim eru farnir að huga að brottflutning úr landinu, þetta er ískyggilega hátt hlutfall, gaman væri nú að sem flestir tækju þátt til að sjá svona almennt hvað er í gangi hérna :)
Maðurinn minn kom heim í dag í 10 daga frí, er búinn að vera síðustu 3 vikur í Oslo að vinna og er bara ánægður, hver veit nema að maður pakki bara saman draslinu eða selji það allt saman á brunaútsölu og fari héðan, það er nú ekki mikið að hafa hérna :(
Endilega greiddu atkvæði ef þú kíkir á þess síðu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Synd að ástandið skuli vera svona heima. Gangi ykkur vel kv Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 28.2.2009 kl. 22:11
Það er gott að kallin sé komin heim,en slæmt að fólk þurfi að flía land mín kær.En fólk þarf að gera það sem það þarf til að lifa elsku Guðborg mín.Vona samt svo innilega að þið þurfið ekki að flía landið uhubhu
Blíðlegt blíðu knús á ykkur mín kær
Guð blessi ykkur
Kveðja Gunna
Guðrún Pálína Karlsdóttir, 28.2.2009 kl. 22:53
Æi gott að Gummi komst heim :) vona að þessir 10 dagar verði ánægjulegir, maður á kannski eftir að kíkka á ykkur. Skil vel að þú hugsir um að pakka saman, ég get ekki beðið eftir að fara héðan.......
xoxoxox Kolla
Kolla (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 20:36
Ég vona að sem fæstir þurfi að fara héðan af landi brott. Ísland er besta land í heimi, bara ef við náum að leiðrétta lýðræðiskúrsinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2009 kl. 10:37
Mig langar ekki að flytja ,en hver veit út á land kannski nei .Góða helgi Guðborg mín með þinni flottu fjölskyldu.Kveðja ´Ola og Vala
Ólöf Karlsdóttir, 7.3.2009 kl. 00:11
Heyrðu þú ferð ekki neitt.....eða allavega ekki nema að selja mér eitthvað af innbúinu...það er svo flott....verð í bandi í næstu viku
Svanhildur (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 00:27
Guðborg mín fann út að við erum frænkur. Pálsættin ..Strandakonur. Vonandi gengur vel hjá ykkur. Kv Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 10.3.2009 kl. 14:16
Takk fyrir þetta stelpur og Sirrý gaman að við skulum vera í sömu ætt :) Pálsættar víkingarnir :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.3.2009 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.