Hvað á ég að kjósa ??
14.4.2009 | 11:33
Ég er í vandræðum þarf að fara og kjósa utankjörstaðar kosningu því ég verð erlendis þegar kosningar eru , getur einhver gefið mér hint hvað er best að gera þegar maður er í þeirri stöðu að skulda helmingi meira heldur en maður á !!!
Naut: Nú virðist vera rétta tækifærið fyrir þig að koma málum þínum áfram. En vinur er sá sem til vamms segir, láttu það duga.
Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þá er það líklegast Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsókn þar sem þeir virðast vera einu flokkarnir sem opna á drastískar aðgerðir.
Hinir virðast hugsa meira um hag þeirra allra verst stöddu án þess að hugsa málið lengra í þágu heildarinnar.
Carl Jóhann Granz, 14.4.2009 kl. 11:39
Ef þú vilt endurtekna dagskrá, þá kýst þú Sjálfstæðisflokkin, eða Framsókn. Þeir eru svo drastískir í öllu. Allavega minnir mig að það hafi verið Valgerður sem alltaf var að klifa á kjölfestufjárfestum, þegar Jón og Gunna vildu fá að kaupa í bönkunum.
Heyrðu vinan, ef þú vilt að við förum í aðildarviðræður við ESB til að sjá hvað fengist út úr því, þá er það Samfylkingin. Ef það er þér á móti skapi að tékka á því, þá myndi ég exa við Vinstri Græna.
Kjóstu endilega rétt og góða ferð í útlandið.
ps Granzararnir hafa alltaf verið fyndnir.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.4.2009 kl. 11:45
Ég get alveg sagt ykkur að ég er lost í þessu, en þetta eru ágætis punktar hjá mér Ingibjörg :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.4.2009 kl. 11:50
Kynntu þér flokkana, ekki hverju þeir lofa fyrir kosningar heldur hvað þeir hafa verið að leggja fram og gera á yfirstandandi kjörtímabili. Þar kemur Frjálslyndi flokkurinn fyllilega til greina sem góður kostur Guðborg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2009 kl. 11:52
kjóstu XB Sigmundur Davíð er nýr maður sem leitar ráða og hefur kjark til að fylgja þeim
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 14.4.2009 kl. 12:14
Það voru B, D og S sem settu landið á hausinn með bros á vör og eru að drukkna í spillingu.
Ef ég á að ráða þér heilt Guðborg þá skaltu fara að ráðum Ásthildar. Það er líka nauðsynlegt fyrir sjávarþorpin að losna við kvótann.
Sigurður Þórðarson, 14.4.2009 kl. 13:50
Horfðu á þennan þátt Guðborg, þá ættir þú að vera einhverju nær. Ég ákvað mig eftir þennan þátt
Knús á þig
Ásgerður , 14.4.2009 kl. 19:46
Ásgerður takk ég var einmitt að segja við Gumma í kvöld hvort búið væri að sýna þennan þátt :) þannig að þú bjargaðir mér
Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.4.2009 kl. 23:39
Búin að kjósa :))
Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.4.2009 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.