Fyrir mistök
7.5.2009 | 17:52
Núna í janúar þá fóru forledrar mínir vestur í dali á bílnum mínum, komu svo við í Borgarnesi á leiðinni heim og settu olíu á bílinn minn, nokkrum dögum seinna var haft samband frá N1 í Borgarnesi og þau voru beðin um að koma með bílinn eitthvað í Reykjavík til að dæla af honum og setja nýja olíu á bílinn, þá hafði einhver snillingurinn á olíubíl sett vitlausa olíu á tankinn, ekki mjög spennandi að lenda í svona.
![]() |
Einn með litaða olíu á bílnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er nú þannig að lengi vel hér fyrst allavega þá voru nákvæmlega sömu tankbílarnir notaðir til þess að flytja ólituðu og lituðu olíuna. Það er enginn munur á þessum tveim olíum nema efnalitamerkingin.
Þannig að hversu margir sem teknir hafa verið vegna þessa vinnubragða olíufélaganna er mér spurn.
Skaz, 7.5.2009 kl. 19:32
Já það er fróðlegt að vita það, bíllinn minn er skráður núna þannig að það hafi farið lituð olía á hann, þannig að ef ég verð hirt einhvern tímann þá þarf ég að vitna í þetta tilfelli
Guðborg Eyjólfsdóttir, 7.5.2009 kl. 20:31
Það ERU notaðir sömu bílar við að dreifa litaðri og ólitaðri olíu og þeir eru EKKERT þrifnir á milli. Úti á landi allavega ertu iðulega að kaupa olíu með meira og minna af litarefni í og myndir fá sekt ef þú yrðir "tekinn" af eftirlitinu. Það er oft það mikið af litarefni á dælunum fyrir "ólitaða" olíu, að maður sér það greinilega. Ef maður fer að röfla við þjófafélögin, þá er manni hreinlega sagt að halda kjafti. Þarna verður þú að sanna sakleysi þitt, sönnunarbyrðin er öfug.
Rocky (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:10
Þeir þarna í Borgarnesi segja að bíllinn hjá mér sé skráður þannig hjá Vegagerðinni að þetta hafi gerst, þannig að það er eins gott að ég verði ekki hirt og sektuð því ég hef aldrey sett litaða olíu á bílinn minn sjálviljug. Og það er náttúrulega skelfilegt ef að það er verið að rúnta með litaða og ólitaða til skiptis ef þetta mælist svona vel eins og þeir vilja meina
Guðborg Eyjólfsdóttir, 7.5.2009 kl. 21:32
Það má vera ákveðið hlutfall af lit í ólitaðri olíu. Man nú ekki prósentuna en þetta er gert til þess að olíufélögin geti notað sömu bílana í alla olíuflutninga.
Haffi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:07
Mér finnst það ótrúlegt hvað vanþekking og heimska veður uppi hérna á síðunni. Sú eina sem opinberar ekki vanþekkingu sína ert þú Guðborg.
Sú olía sem kölluð er "lituð olía" er aldrei flutt í sömu tankbílum og ólituð. Ástæðan er sú að olían er ekki einungis lituð, heldur er hún líka jónuð. Þegar Vegagerðin hefur efni á því mun hún væntanlega kaupa tæki, sem greinir þessar jónir í útblæstri bílanna.
Skaz, Rocky og Haffi. Áður en þið tjáið ykkur um einhver málefni, skulið þið kynna ykkur þau örlítið áður. Þá þurfið þið ekki að opinbera ykkur svona.
Hjalti Garðarsson, 8.5.2009 kl. 08:28
Get ekki orða bundist yfir skrifunum há Hjalta!
Hjalti þú dæmir alla sem hafa skrifað athugasemdir hér á síðunni og lýsir því yfir að þeir séu heimskir! Ekki ætla ég að segja að þú sért heimskur en þú verður að vita hvað þú ert að tala um áður en þú fullyrðir svona. Það eru engar jónir í olíunni og jónir hafa ekki verið settar í olíu nema í tilraun sem var gerð í Þískalandi fyrir nokkrum árum "henni var hætt"
Í olíuna hér er sett litarefni og markefni, markefnið greinist ekki í útblæstri heldur er notað efnablanda sem olían er sett út í og greinir hún hvort markefnið er í olíunni. "Vegagerðinn notar þetta efni til greininga"
í reglugerð 283/2005 um litun á gas og disil olíu segir: Sem merkiefni skal nota N-Ethyl-N[2(1-isobutoxyethoxy)ethyl]-4-(phenylazo)anilin (Solvent Yellow 124),
Ekki veit ég hvar þú hefur kynnt þér þetta með jónirnar :-)
Í reglugerðinni segir einnig að lituð olía er ekki lituð nema innihald markefnis sé 3% eða meira þess vegna er leyfilegt fyrir olíubíla að tæma tanka og slöngur og dæla síðan ólitaðri olíu á þá án þess að skola!
Guðni
Guðni (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 09:45
Vitið þið það að ég hef akkúrat ekkert vit á þessu, bara það sem ég hef heyrt og það er það ef ég verð stoppuð og tekið sýni úr olíunni minn þá mælist það ef einhvern tímann hefur verið sett lituð olía á bílinn hjá mér :) gaman væri nú að fá einhvern sérfræðing sem veit þetta alveg út í gegn til þess að kommenta hérna og segja okkur hvernig þetta virkilega virkar
Guðborg Eyjólfsdóttir, 8.5.2009 kl. 10:01
Pass
Ásgerður , 8.5.2009 kl. 11:44
Hvað með sólarolíu? Með eða án kókos og það finnst aðallega á lyktinni .....
Sorry, hef ekkert vit á olíum nema kanski grænni olivuolíu sem er sérstaklega góð í matargerð. Er í svo góðu skapi enda að smyrja mig að innan með ávöxtum.
Góða helgi Guðborg!!!
www.zordis.com, 8.5.2009 kl. 13:18
Guðni. Markefnið sem notað er heitir Solvent Yellow 124, hydrolyzed protonated form. M.ö.o. með jákvæða hleðslu á róteind. Þessa hleðslu er hægt að greina í útblæstri bíla með þar til gerðu tæki.
Kvenkynsorðið jón (í fleirtölu jónir) er íslenska heitið á hugtakinu sem heitir á ensku og fleiri málum "ion". Þetta er samheiti yfir hlaðnar agnir, hvort sem þær hafa jákvæða eða neikvæða hleðslu.
Hjalti Garðarsson, 8.5.2009 kl. 13:38
Held mig bara við kókosolíuna
Þórdís hahaha
Guðborg Eyjólfsdóttir, 8.5.2009 kl. 13:43
Sammála, kókosolían er mun hollari og bragðbetri.
Hjalti Garðarsson, 8.5.2009 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.