Kjúklingaréttur

Ákvað að skella þessu hérna inn og leyfa þeim sem áhuga hafa á að prufa þennan einstaka kjúklingarétt sem ég fékk uppskrift af hjá Matta og Sirrý. Geggjaður

4 bringur láta liggja í olíu með smá fahitas kryddi í 2-3 tíma (Ekki of mikið krydd) skera þær í sæmilega bita og steikja á pönnu

1. pk rjómaostur og ca 1 bolli salsa sósa (mild) sett í pott og hitað saman

Rauðlaukur, paprika rauð, gúrka, tómatar og fleira grænmeti ef þú vilt ( ég notaði þetta ), brytjað frekar smátt og blanda öllu í skál

Doritos appelsínugulur, rifinn ostur

Setja rjómaostasósuna í eldfast mót setja svo doritos, kjúkling,grænmeti,ost,meiri ostasósu, svo slatta af salsa sósu líka svona allt til skiptis og enda svo á að setja ost yfir og hita þetta í ofni ca 20 mín þetta er besti réttur sem ég hef smakkað :) bara nammi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Örugglega góður, verð að prófa hann við tækifæri.

                                   kv. Seylubúarnir

seylubúarnir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 09:47

2 Smámynd: www.zordis.com

Ég skal trúa því að þetta sé gott .... alfjör kaloríubomba hehehehehe ...

Ég geri oft heita ídýfu og í henni er;

Philadelfía ostur settur í eldfast mót og mild salsa sósa helt yfir svo er slatta af gratin osti stráð yfir og hitað í ofni.

Frábær ídýfa með mais snakki ...

Þarf að prófa þennann rétt.

www.zordis.com, 8.9.2009 kl. 09:38

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Seylubúar endilega gerið það :)  Þórdís já þetta er sko alveg pottþétt kaloríubomba enda er þetta gott haahah

Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.9.2009 kl. 10:13

4 Smámynd: www.zordis.com

Prófaði réttinn á laugardag, snarhætti við að vera með ofnbakaðann lax í grænni drakt! Gerði kjúllaréttinn og það var nú líkast til ánægja hjá sprækum kjéllingum .....

Takk fyrir að deila þessu með okkur!

www.zordis.com, 10.9.2009 kl. 14:40

5 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Frábært Þórdís, gott að þær voru ánægðar kjellurnar. Verði ykkur bara að góðu

Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.9.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband