Skuldsett börn
3.11.2009 | 13:27
Jú það er dapurlegt að taka lán á börnin sín og skuldsetja þau, en erum við ekki flest búin að því. Maður er með erlend lán á húsinu sínu upp á fleiri tugi miljóna sem að maður er engann veginn borgunarmaður fyrir og hvað ef við foreldrarnir föllum frá, sitja þá ekki börnin eftir með skuldirnar ?? Veit þetta einhver sem les þetta maður veit aldrei hver er næstur og það er spurning hvort maður eigi að vera að berjast við að borga í tómann pytt bara til þess að restin bíði eftir börnunum þegar maður er farinn .
Dapurlegasta dæmið um græðgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Nei. Börnin geta alltaf hafnað arfi ef heildarútkoman er neikvæð, enda gera það allir í slíkum tilvikum. Börn þurfa aldrei að sitja uppi með neinar skuldir sem foreldrarnir stofna til nema að á móti komi a.m.k. jafn miklar eignir.
Jói (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 13:55
Þetta er vissulega rétt hjá þér Guðborg. En það er grundvallar munur á gerðum þeirra sem tóku lán í nafni ófjárráða barna og okkar sem sitjum með stökkbreitt lán vegna húsnæðiskaupa.
Jón Ragnar jónsson (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 13:55
Svo skiptir þetta í raun engu máli með þessi lán sem tekin voru í nafni barnanna. Börnin hefðu aldrei komið til með að vera skulbundin við eitt eða neitt enda hefur það aldrei verið löglegt að skuldbinda ófjárráða einstaklinga á þennan hátt.
Sá eini sem gat nokkurn tíman komið til með að tapa á þessu er bankinn sem var nógu vitlaus til að veita þessi lán. Nú þarf hann að sitja uppi með þau og ég skil ekki hvað umboðsmaður barna og fleiri eru að væla yfir því.
jói (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 13:56
Erfingjar geta hafnað arfi og þar með skuldum, þannig að þau þurfa ekki að borga skuldir foreldra sinna.
Knús til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2009 kl. 12:19
Jæja það er gott að vita að þau geti hafnað arfinum ekki myndi ég vilja að börnin mín erfi skuldirnar mínar :))
Guðborg Eyjólfsdóttir, 6.11.2009 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.