Hvolpar fæddir
6.11.2009 | 08:45
Hún Blíða mín eignaðist 3 hvolpa í gærkvöldi, held þetta séu allt strákar mér sýnist það svona við fyrstu skoðun :) það er nú reyndar ekki mikið að marka þegar ég reyni að finna út úr kyni á dýrum haha, átti einu sinni kött sem við skýrðum Lúsý svo nokkrum mánuðum eftir að við eignuðumst hana var einhver sem rak augun í það að þetta var fress þannig að við breyttum nafninu í Lúsífer :) en þetta eru 3 hvolpar tveir eru brúnir eins og pabbinn og einn svartur og hvítur eins og mamman :) yndislegir.
Set þetta hérna mér til mynnis síðar meir þá byrjaði hún að lóða 30 ágúst og þeir fæddust núna 5 nóvember 67 dögum síðar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.