46,04% skattur fyrir þá hæst launuðu

Ef fólk er með yfir 650.000 á mánuði þá borgar það 46,04% skatt. Vitið þið það að ég er búin að fá slétt ógeð á þessu rugli hérna í þessu landi og frá 200.000 til 650.000 verður 40,04 % skattur flestir lenda nú þeim flokk.  Ég vil þessa stjórn í burtu. Það á að gera út af við okkur hérna í þessu landi. Burt með þennan LÝÐ
mbl.is Þriggja þrepa skattkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kaustu nú yfir þig

Pall (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 15:30

2 identicon

Þau hafa ekki áhuga á að fara frá völdum. Þau vilja halda í mánaðarlaunin sín og fríðindin (fríindin).

Jói (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 15:44

3 identicon

Þú getur þakkað sjálfstæðis og framsóknarflokknum fyrir þetta.

Óli (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 15:56

4 identicon

Nú á eftir að koma í ljós hver viðmiðunarmörkin verða í útsvari, en útsvar er nú frá 11,24% og upp í 13,28%  Útsvar í staðgreiðslu er 13,1% en ekki 13,04 eins og ætla mætti af ofangreindu bloggi.

Efra þrepið er því í staðgreiðslu miðað við óbreytt útsvar 46,1% en flestum stærri sveitarfélögum nemur heildarskatturinn 46,28% gangi þetta eftir.

Síðan er annað sem ekki kemur fram í fréttinni en það er hinn splunkunýi hátekjuskattur síðan 1.júlí 2009 en hann er 7% á öll laun yfir 700.000.  Ef hann helst óbreyttur þá eru komin 4 þrep en ekki bara 3 þrep og laun yfir 700þúsund fá á sig allt að 53,28% skatt.

Svo þarf að athuga það að frá launum dregst félagsgjald 0,7% í flestum tilfellum, lífeyrissjóður 4% og upp í 10% (ef séreignarsparnaður er nýttur að fullu) svo það er ekki orðið mikið eftir í útborguð laun.

Hins vegar eru allir fjölmiðlar landsins handónýtir þegar kemur að því að miðla réttum fréttum.  Enginn talar um hátekjuskattinn.  Vísir.is fór að sjálfsögðu með rangt mál enda geta þeir þar á bæ ekki skrifað eina frétt villulausa.  Ruv.is er alls ekki að standa sig.  Svo hvers eigum við hinn almenni skattgreiðandi í þessu landi að gjalda ?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:04

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, kerli mín, nú er komið að hátekjufólki að borga dulítið fyrir sukkið. En þeir sem eru með undir 270 þús. á mánuði greiða lægri skatta.

Það er ekki nema von að þér þóknist að skella þér firnafast á lær.

Jóhannes Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 16:07

6 identicon

Óli =  Hvað var Samfylkingin að gera þá 20 mánuði sem hún var í stjórn með Sjálfstæðisflokki.   Það þýðir lítið að kenna Framsókn og Sjálfstæðisflokki (stjórnum þeirra) um, enda lauk því samstarfi fyrir 2 og hálfu ári.

Máttleysi þingmanna var hins vega algjört í desember 2008 þegar skattabreytingar voru samþykktar þá og þá var Samfylkingin í stjórn.

Þá var tækifæri til að setja á hátekjuskatt og láta gilda vegna launa 2008 en það verður aldrei hægt héðan af að skattleggja þau ofurlaun sem þá tíðkuðust.

Eins var þá tækifæri til að hækka efra þrep vsk úr 24,5% í 25% eins og nú á að gera og réttlátt hefði verið að hækka fjármagnstekjuskatt eitthvað og sömuleiðis að hækka skattprósentu meira en gert var. 

Hækkanir núna vegna tekna sem mikið hafa skroppið saman eru gríðarlega þung högg og viðmiðunarmörk hærri skattþrepa svona lág sökum þess að það hafa mjög fáir mikið hærri laun í dag, né munu hafa á árinu 2010.

Kenndu Samfylkingunni heldur um því sá flokkur svaf á verðinum frá því í maí 2007 til okt. 2008 og hafði síðan engar lausnir.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:10

7 Smámynd: Valur Hafsteinsson

Hugsa nú að hinn nýji/gamli hátekjuskattur detti nú út við þessa breytingu þannig að það verða "bara" 3 þrep.  Það kemur þó ekki mjög skýrt fram svo ekki sé fastara að orði kveðið hvort hátekjuskatturinn hverfi eður ei.

Valur Hafsteinsson, 18.11.2009 kl. 16:12

8 Smámynd: Jón Óskarsson

Óli =  Hvað var Samfylkingin að gera þá 20 mánuði sem hún var í stjórn með Sjálfstæðisflokki.   Það þýðir lítið að kenna Framsókn og Sjálfstæðisflokki (stjórnum þeirra) um, enda lauk því samstarfi fyrir 2 og hálfu ári.

Máttleysi þingmanna var hins vega algjört í desember 2008 þegar skattabreytingar voru samþykktar þá og þá var Samfylkingin í stjórn.

Þá var tækifæri til að setja á hátekjuskatt og láta gilda vegna launa 2008 en það verður aldrei hægt héðan af að skattleggja þau ofurlaun sem þá tíðkuðust.

Eins var þá tækifæri til að hækka efra þrep vsk úr 24,5% í 25% eins og nú á að gera og réttlátt hefði verið að hækka fjármagnstekjuskatt eitthvað og sömuleiðis að hækka skattprósentu meira en gert var. 

Hækkanir núna vegna tekna sem mikið hafa skroppið saman eru gríðarlega þung högg og viðmiðunarmörk hærri skattþrepa svona lág sökum þess að það hafa mjög fáir mikið hærri laun í dag, né munu hafa á árinu 2010.

Kenndu Samfylkingunni heldur um því sá flokkur svaf á verðinum frá því í maí 2007 til okt. 2008 og hafði síðan engar lausnir.

Jón Óskarsson, 18.11.2009 kl. 16:20

9 identicon

Annað sem ekki kemur fram hjá fjölmiðlunum og þeir hafa örugglega ekki haft hugsun á að spyrja um er hvort persónuafslátturinn verður hækkaður eins og bera að gera skv. lögum og loforðum stjórnvalda við gerð kjarasamninga, eða hvort farin verður sú leið að hækka persónuafsláttinn ekki neitt eins og Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.  Slíkt væri mesta skattahækkun sem átt hefur sér stað og myndi slá út allar ríkisstjórnir sem við völd hafa verið síðan staðgreiðslan komst á, en það hefur nánast undantekningalaust verið um að ræða minni hækkun persónuafsláttar milli ára en verðlagsþróun hefur gert ráð fyrir.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:32

10 identicon

Ísland er fyrsta landið sem reynir að skattleggja sig út úr kreppu. Ólíklegt, því miður, að það takist. Hæst launaðasta fólkið flytur smátt og smátt út úr landi sem verður til þess að eftir situr neðri helmingur millistéttarinnar og þeir allra fátækustu. Hvern á að skattleggja þá?

kv,

Ólafur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:57

11 identicon

Hvað er að þessu liði? Svo hækkar raforkan, rúv, hitaveitan, virðisaukinn af flestu, bensínið, flugfargjöld og auðvitað halda verðtryggðu lánin okkar áfram að hækka þar sem allt heila klabbið er tengt vísitölu neysluverðs. Launin lækka, skattarnir hækka....  Endar þetta með því að við fáum að hanga eitthvað í vinnu og fáum í staðinn skömmtunarmiða fyrir nauðþurftum?

Soffía (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:17

12 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Og hvert ætlar aumingja ,,hæst launaða" fólkið að flytja?  

Jóhannes Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 17:17

13 identicon

Ég held að þið verðið að reikna þetta aðeins betur. Þið gleymið því að skatturinn leggst á í þrepum. T.d. leggst 33% skattur aðeins á þær tekjur sem eru yfir 650.000, ekki á heildar tekjur. Svo má ekki heldur gleyma persónuafslættinum. Svona myndi þetta líta út fyrir mann með 700.000 kr/mán. sem býr í Reykjavík:

200.000 * 24,1% = 48.200
450.000 (200.000-650.000) * 27% = 121.500
50.000 (650.000-700.000) * 33% = 16.500
Útsvar: 700.000 * 13,01 = 91.070
Alls: 277.270
Persónuafsláttur: 42.205
Nettó: 235.065
Hlutfall: 33,58%

Það sem mér finnst þó athyglisverðast við þetta er þau áhrif sem þessi breyting hefur á skattleysismörk. Þó að persónuafsláttur breytist ekki, hækka skattleysismörk um rúmlega kr. 60.000. Eins og er eru skattleysismörk kr. 113.454 en verða eftir breytinguna kr. 175.124. Það hlýtur að muna miklu fyrir þá sem hafa lágar tekjur.

Kristinn (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:39

14 identicon

Samkvæmt því sem kemur fram í frétt Morgunblaðsins er þetta rétt sem ég setti fram hér að ofan. Það kom hins vegar fram í sjónvarpsfréttum RUV áðan að skattleysismörkin hækka úr rúmlega 113.000 krónum í 119.000. Ég virðist hafa verið allt of bjartsýnn. Það þarf ekki að koma mér eða öðrum á óvart að hlutirnir eru látnir hljóma miklu betur en þeir eru í raun og veru.

Kristinn (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband