Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Sniðugir krakkar

Mér finnst þetta frábært framtak hjá skólanum á Reyðarfirði og finnst að aðrir skóla ættu að taka þetta til fyrirmyndar. Þetta vekur krakkana til umhugsunar um einelti og þau hugsa sig örugglega tvisvar sinnum um áður en þau leggja einhver í einelti í framtíðinni. 
mbl.is Einelti skal ekki þrífast í okkar skóla!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk þennan í tölvupósti varð að deila honum með ykkur. geggjað

Þegar konur eldast.

Grein eftir Hjört Jónsson  

Það er mikilvægt fyrir karlmenn að muna, að eftir því sem konur eldast verður erfiðara fyrir þær að halda sömu gæðum í húsverkunum og þegar þær voru ungar. Þegar þú tekur eftir þessu, reyndu ekki að æpa á hana. Sumar konur eru ofurviðkvæmar, og það er ekkert verra til en ofurviðkvæm kona..  

Ég heiti Hjörtur. Ég ætla að segja ykkur hvernig ég tókst á við þetta ástand varðandi konuna mína ? hana Hrönn. Þegar ég settist í helgan stein fyrir nokkrum árum, þurfti Hrönn auðvitað að fá sér heildagsvinnu meðfram hlutastarfinu, bæði til þess að auka tekjur heimilisins og halda sparnaði okkar hjóna gangandi.

Fljótlega eftir að hún fór að vinna tók ég þó eftir að aldurinn fór að sjást á henni.   Ég kem venjulega heim úr golfi á sama tíma og hún kemur heim úr vinnunni. Þó hún viti hvað ég er svangur, þá þarf hún næstum alltaf að hvíla sig í hálftíma áður en hún fer að elda matinn. Ég æpi þó ekki á hana. Í staðinn segi ég henni að taka þann tíma sem hún þarf og vekja mig bara þegar maturinn er kominn á borðið. Ég borða venjulega hádegismat í "Heiðursmannagrillinu" í klúbbhúsinu þannig að það er auðvitað ekkert á dagskránni að fara út að borða.  

Áður fyrr var Hrönn vön að vaska upp um leið og við vorum búin að borða. Nú er hinsvegar ekkert óvenjulegt að það bíði jafnvel í nokkra tíma. Ég geri það sem ég get með því að minna hana á það á nærgætinn hátt að diskarnir þvoi sig ekki sjálfir. Ég veit að hún kann að meta þetta, þar sem það virðist hvetja hana til að klára uppvaskið áður en hún fer að sofa.  

Annað einkenni öldrunar er kvörtunaráráttan held ég. Til dæmis heldur hún því fram að það sé erfitt að finna tíma til að greiða reikningana í matartímanum. En strákar, við lofuðum að standa með þeim í blíðu og stríðu, svo ég brosi bara og býð fram hvatningu. Ég segi henni bara að dreifa þessu á tvo til þrjá daga. Þannig þarf hún ekki að flýta sér eins mikið. Ég minni hana líka á að þótt hún missi af matartímanum af og til sé það allt í lagi ( þið vitið hvað ég meina ).

Mér finnst reyndar nærgætni einn af mínum betri kostum.   Þegar hún vinnur einfaldari verkefni, virðist hún halda að hún þurfi fleiri hvíldarstundir. Hún varð til dæmis að taka pásu þegar hún var einungis hálfnuð með að slá blettinn. Ég reyni að vera ekki með uppistand. Ég er sanngjarn maður. Ég segi henni að útbúa sér stórt glas af nýpressuðum köldum appelsínusafa og setjast í smástund. Og þar sem hún er að gera þetta, bið ég hana að blanda einn fyrir mig í leiðinni.  

 Ég veit að væntanlega lít ég út eins og dýrlingur vegna þess hvernig ég styð hana Hrönn mína. Það er ekkert auðvelt að sýna svona mikla tillitssemi. Mörgum karlmönnum finnst það erfitt. Og mörgum finnst það alveg ómögulegt ! Það veit enginn betur en ég hversu pirrandi konur verða þegar þær eldast.    

En strákar, ef þið hafið lært það af þessarri grein að vera nærgætnari og minna gagnrýnir á konurnar ykkar sem eru að eldast ? lít ég svo á að þetta hafi verið þess virði að setja á blað. Við megum ekki gleyma því að við fæddumst á þessa jörð til hjálpa hver öðrum.  

Kveðja, Hjörtur Jónsson    

Athugasemd ritstjóra:  

Hjörtur Jónsson lést skyndilega þann 27. maí sl. af blæðingum í endaþarmi. Samkvæmt lögregluskýrslu fannst Calloway extra löng 50 tommu Big Bertha golfkylfa á kafi í rassgatinu á honum, þannig að aðeins stóðu tíu cm af handfanginu út, og við hliðina var sleggja.  

Hrönn konan hans var handtekin og ákærð fyrir morðið. Kviðdómurinn sem eingöngu var skipaður konum var 15 mínútur að komast að niðurstöðu sem var þessi: Við föllumst á það sem fram kemur í vörn Hrannar að Hjörtur hafi einhvern veginn, án þess að gera sér grein fyrir því, sest ofan á eigin golfkylfu.  


Til hvers að birta myndina aftur

Maður skilur nú ekkert í þessu blaðmönnum þarna í Danmörku að vera yfirleitt að birta þessa mynd aftur, það var nú ekkert smá sem gekk á þegar hún var birt síðast. Þetta er nú svo ofsastækið þetta fólk að það er betra að vera ekkert að styggja það.
mbl.is Fogh biðlar til foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mamma ársins


Þetta er mesta snilld sem ég hef séð


Ekki skrýtið

Að sjálfsögðu fer maðurinn úr landi þegar hann er búinn í þessu farbanni. En þessi dómsyfirvöld eru alveg út í Hróa Hött. Hann er að öllum líkindum búinn að keyra niður 4 barn sem lést og ekkert annað bendir til en að hann hafi gert þetta. Samt kaupa þeir flugmiða fyrir hann úr landi. Það verður ekki möguleiki á að hann verði framseldur hingað. Aldrey.
mbl.is Farinn úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærðfræðiblinda

Kæru bloggvinir

Ég er með áhyggjur af henni dóttur minni í sambandi við stærðfræði, henni gengur rosalega vel á öllum sviðum í skólanum nema stærðfræði, hún gjörsamlega lokuð fyrir því. Hafið þið einhverja lausn eða vitið þið einhverja aðferð sem hægt er að nota til þess að hún geti lært stærðfræði.

Bestu kveðjur, Guðborg


Vídeó partý

Dóttir mín er með videó partý og það eru 10 frábærar stelpur hjá henni að horfa á mynd, borða popp, snakk og saltstangir og hafa gaman þær eru allar 8 ára þannig að með 10, 8 ára stelpur vill nú líka verða smá hávaði. En ég verð bara að reyta á mér hárið til 9 í kvöld þá er partý-ið búið Wizard


Nú er ég að fara að undirbúa mig til að hætta að reykja forever

Maðurinn minn hætti að reykja fyrir 5 árum síðan þegar hann gaf yngri dóttur okkar Kristrúni það í afmælisgjöf að hætta, Sú eldri hún Eyrún er reglulega síðan búin að biðja mig að gefa sér í afmælisgjöf að hætta að reykja og hef aldrey getað gert það, en núna gaf ég henni loforð um að þegar hún á afmæli í sumar sem er reyndar ekki fyrr en 15 ágúst þá ætla ég að gefa henni það í afmælisgjöf að hætta og ég gaf henni loforð úpps. Ég ákvað að gera þetta ekki fyrr en þá, því það er svo mikið framundan sem að ég veit að yrðu freistingar til að byrja aftur, verð 40 ára í mai og fer svo erlendis í lok mai.  Skelli inn hérna einni mynd sem að ég ætla að líta reglulega á


Kanski kemst ég til Danmerkur eftir allt saman :)

Sendi mér upplýsingar um hver þetta er þá fæ ég 25.000 ddk þá kemst ég örugglega til Danmerkur haha ( Vísa í fyrri færlsu ) , skelfilegt atriði myndi ekki vilja lenda í svona. ÚFF


mbl.is Setti myndskeið af ráni á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband