Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Halló allir
30.6.2008 | 09:39
Það er óhætt að segja að maður sé ekki mjög duglegur í blogginu þessa dagana, enda sumar og sól alla daga þá er ekki mjög hollt að sitja við tölvu alla daga
En það er ýmislegt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Við fjölskyldan fórum til Danmerkur 30 mai og vorum í 2 vikur í sumarhúsi það var alveg yndislegt en verðlagið í Danmörku er alveg skelfilegt, dæmi 2 ltr kókflaska 480 isk , 1 líter mjólk 150 isk, 1 kókglas á veitingahúsi 800 isk. þannig að það er eins gott að skella sér bara strax til Þýskalands ef maður ætlar að vera í Danmörku og gera innkaupin þar það er allt að 5 sinnum ódýrara. En fyrir utan verðlagið var þetta bara gaman, fórum í tívolí og svo keyrðum við til Vimmerby í Svíðþjóð til að heilsa upp á Emil í Kattholti , Línu Langsokk og fleiri hetjur sú ferð toppaði alveg ferðalagið, mæli með þessu alveg hiklaust. Ætlaði að heimsækja hana Kollu frænku mín en það varð nú aldrei neitt úr því og ekki heldur Betu en það verður bara næst :)
Hjólhýsið hefur nú ekki fengið að liggja kjurt síðan við komum heim erum búin að fara í 2 útilegur og það var bara gaman dáldið mikið rok reyndar en það var nú í lagi
Þangað til næst
Bestu Kveðjur Guðborg