Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

46,04% skattur fyrir þá hæst launuðu

Ef fólk er með yfir 650.000 á mánuði þá borgar það 46,04% skatt. Vitið þið það að ég er búin að fá slétt ógeð á þessu rugli hérna í þessu landi og frá 200.000 til 650.000 verður 40,04 % skattur flestir lenda nú þeim flokk.  Ég vil þessa stjórn í burtu. Það á að gera út af við okkur hérna í þessu landi. Burt með þennan LÝÐ
mbl.is Þriggja þrepa skattkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta sama kvikyndi og festing

Í Svíþjóð er svipað kvikyndi kallað festingur og ég held að í Noregi sé það kallað það sama og ég heyrði í sumar að íslenskt barn í Svíþjóð hefði hlotið heilaskaða út af þessu kvikyndi. Væri til í að vita hvort þetta er það sama og hvar þá helst þetta heldur sig og allt bara um þetta ógeð
mbl.is Skógarmítill landlægur hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvolpar fæddir

Hún Blíða mín eignaðist 3 hvolpa í gærkvöldi, held þetta séu allt strákar mér sýnist það svona við fyrstu skoðun :) það er nú reyndar ekki mikið að marka þegar ég reyni að finna út úr kyni á dýrum haha, átti einu sinni kött sem við skýrðum Lúsý svo nokkrum mánuðum eftir að við eignuðumst hana var einhver sem rak augun í það að þetta var fress þannig að við breyttum nafninu í Lúsífer :) en þetta eru 3 hvolpar tveir eru brúnir eins og pabbinn og einn svartur og hvítur eins og mamman :) yndislegir.

Set þetta hérna mér til mynnis síðar meir þá byrjaði hún að lóða 30 ágúst og þeir fæddust núna 5 nóvember 67 dögum síðar

SDC10479


Skuldsett börn

Jú það er dapurlegt að taka lán á börnin sín og skuldsetja þau, en erum við ekki flest búin að því. Maður er með erlend lán á húsinu sínu upp á fleiri tugi miljóna sem að maður er engann veginn borgunarmaður fyrir og hvað ef við foreldrarnir föllum frá, sitja þá ekki börnin eftir með skuldirnar ?? Veit þetta einhver sem les þetta maður veit aldrei hver er næstur og það er spurning hvort maður eigi að vera að berjast við að borga í tómann pytt bara til þess að restin bíði eftir börnunum þegar maður er farinn .
mbl.is Dapurlegasta dæmið um græðgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband