Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Atvinna í Noregi
9.6.2009 | 12:49
Maðurinn minn er búinn að vera síðan í febrúar að vinna í Noregi, ekki get ég sagt að þetta sé alveg æðinslegt að hafa hann ekki heima til að taka þátt í uppeldi barna minna. Hann vinnur þar og borgar sína skatta og skyldur þar, á meðan er ég hérna heima ekki á neinum rosalaunum og borga þar af leiðandi ekki mikið í ríkiskassann, en samt nota ég og og börnin mín alla þjónustu hérna. Þetta getur ekki haft góðar afleiðingar fyrir landið þegar aðal fyrirvinnan fer úr landi til að vinna og restin af fjölskyldunni eru afætur á land og þjóð á meðan. Ég óska þess að eitthvað fari að gerast hérna í þessu landi svo að okkur verði gert kleift að búa saman sem fjölskylda hérna á Íslandi, ekki í Noregi
Íslendingar streyma til Noregs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
285 miljarðar iss hvað er það
3.6.2009 | 18:10
Manni finnst 285 miljarðar vegna heimilana vera smá aurar. Afskrifa þetta bara þeir þarna útrásar asnarnir geta tekið þetta upp úr vinstri vasanum. Allar þessar tölur eru orðnar mjög óraunsæjar fyrir fólki, það er allt talið í miljörðum. Þeim munar ekkert um þetta, sko útrásarvíkingunum
Niðurfelling þýðir kollsteypu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Greyjið kerlingarálftin
1.6.2009 | 10:48
Manni er nú farið að þykja pínu vænt um þessa kerlingarálft sem sigraði heiminn á 1 degi, ekki skrýtið að hún þoli ekki álagið.
Óska henni góðs bata svo hún geti farið að syngja aftur I dreamed a dream
Susan Boyle á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |