Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Danir frændur okkar :(

Ég held að þeir séu bara að kjafta okkur í kreppu frændur okkar danir, þegar þeir byrja að blaðra eitthvað þá fellur íslenska krónan, og hlutabréfin hrynja. Lýsi yfir óánægju með Dani og ég sem er að fara að hæmsækja þá í sumar Blush  kanski næ ég ekki að fara til þeirra ef ég verð komin á hausinn áður :(
mbl.is Óttast íslenska kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar Ingi er látinn

Komið þið sæl.

Hann Gunnar Ingi lést í morgunn á líknardeild, þar sem er búið að gefa það út á barnaland að hann sé dáinn þá set ég þetta í færlsu hérna líka og bið ykkur um að sýna samstöðu í verki og styrkja Lindu og fjölskyldu með fjárframlagi. Set reikningsupplýsingar hérna fyrir neðan. Ég vil biðja Guð að styrkja Lindu og börnin hennar í þessari miklu sorg.

Vilja vinir og velunnarar þeirra því biðja alla sem geta að styrkja fjölskylduna með bænum og fjárframlagi þar sem margt smátt gerir að sjálfsögðu eitt stórt.

Reikningsnúmer er 1109-05-412412 og kt: 030268-5129


Minni á hjálparbeiðnina , betur má ef duga skal :)

Ætla bara að segja ykkur að það hefur komið eitthvað inn á reikninginn og ég er mjög ánægð með það og þakka þeim sem hafa laggt út fyrir þessu, en betur má ef duga skal, þannig að ég bið ykkur að leggja ykkar af mörkum sem að lesa þetta, til þess að reyna að létta þeim róðurinn. Bestu kveðjur Guðborg

Safnað fyrir Gunnar Inga og fjölskyldu

Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir hjónin Lindu Gústafsdóttur og Gunnar Inga Ingimundarson úr Reykjanesbæ, en Gunnar liggur á líknardeild Landspítalans eftir tveggja ára baráttu við krabbamein.

Þau eiga fjögur börn og eitt þeirra er að fermast í vor og þau hafa að sögn aðstandenda ekki getað unnið lengi og er staðan því skiljanlega erfið hjá þeim.

Vilja vinir og velunnarar þeirra því biðja alla sem geta að styrkja fjölskylduna með bænum og fjárframlagi þar sem margt smátt gerir að sjálfsögðu eitt stórt.

Reikningsnúmer er 1109-05-412412 og kt: 030268-5129

Jæja komin aftur

Ég fékk sms í gær og spurð hvort ég væri komin í bloggfrí, hef haft svo mikið að gera undanfarna daga hef ekki mátt vera að því að blogga.

Þetta veður sem er búið að vera undanfarna daga er alveg hreint ömurlegt, ég komst nú í vinnuna á fimmtudags morgunn því ég er á jeppling sem fer allt saman. Var að vinna til rúmlega 4 og fór þá að leggja í hann til að sækja stelpurnar. Ég þurfti að koma við og taka olíu á bílinn og festi mig hjá Orkunnin hérna í Njarðvík, ekkert haft fyrir því að skafa planið þar og það var líka lítill bíll fastur þarna þess vegna þurfti ég að hægja á mér og var pikkföst, en tókst að losa mig og rétt náði að sækja stelpurnar kl 5. Þá tók við önnur svaðilför að komast heim það voru bílar pikkfastir allstaðar og það tók mig samtals 1 og 1/2 tíma að komast leið sem ég er annars 5 mínútur að fara. Vinkona hennar Eyrúnar sem kom með henni heim úr skólanum þurfti að gista hérna því það var ekki hægt að sækja hana.

Svo þurfti kallinn að komast heim úr vinnu um 1/2 7 og það tók hann annan eins tíma að komast og endaði með því að ég fór á mínum bíl að sækja hann og hann þurfti að skilja vinnubílinn eftir fastann í skafli.

Svo náttúrlega ringdi eld og brennistein í gær og allur snjór að hverfa, nei bíddu við þegar ég vaknaði um 5 leitið í nótt og var litið út þá var kominn annar snjóbylur. ætlar þetta engann endi að taka. Ég lýsi yfir stríði gegn þessu veðri og Siggi stormur farðu nú að spá sól og blíðu Wink


Þegar börnin okkar meiða sig

Ég var að skutla yngri dóttir minni í fimleika í dag, þegar hún fór út úr bílnum þá klemmdi litla skinnið mitt sig, ég hljóp með hana inn í íþróttahúsið og sem betur fer var kona þarna sem að gat tekið við af mér því ég bara skalf eins og hrísla, þessi góða kona lét renna á puttann á henni og lét svo plástur og ég stóð við hliðina eins og einhver geðsjúklingur og sagði bara verður þetta í lagi, konugreiið sagði að hún myndi örugglega missa nöglina, svo lét hún plátur á hana, og ég veit að ég á ekki eftir að getað tekið plásturinn af, ætli ég þurfi ekki að fara með hana niður á sjúkrahús ef það þarf að taka hann af, ég meina það ég er svo mikill kjúklingur þegar börnin mín eiga í hlut.

Fyrir nokkrum árum síðan var eldri dóttir mín með staup sem hún skellti í borðið þannig að það brotnaði, og hún skarst í puttann, það fossblæddi og ég greip einhverja tusku og skellti yfir þetta og brunaði niður á sjúkrahús, þetta var að kvöldi þannig að þurfti að kalla út slysavaktina, svo var farið að gera að sári barnsins þá var þetta smá rispa, ég skammaðist mín ekkert smá, hefði sko alveg getað meðhöndlað þetta sjálf.  En svona er ég og ræð bara ekki við það Alien


Hjálparbeiðin eins og hún kemur fyrir á vef www.vf.is

Safnað fyrir Gunnar Inga og fjölskyldu

Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir hjónin Lindu Gústafsdóttur og Gunnar Inga Ingimundarson úr Reykjanesbæ, en Gunnar liggur á líknardeild Landspítalans eftir tveggja ára baráttu við krabbamein.

Þau eiga fjögur börn og eitt þeirra er að fermast í vor og þau hafa að sögn aðstandenda ekki getað unnið lengi og er staðan því skiljanlega erfið hjá þeim.

Vilja vinir og velunnarar þeirra því biðja alla sem geta að styrkja fjölskylduna með bænum og fjárframlagi þar sem margt smátt gerir að sjálfsögðu eitt stórt.

Reikningsnúmer er 1109-05-412412 og kt: 030268-5129

Öskudagsbúningar

Skrapp í bæinn seinnipartinn í dag til að athuga með öskudagsbúninga á stelpurnar mínar. Sú yngri ætlaði fyrst að vera prinsessa, en nei ætla að vera kanína þannig að ég fór með það í huga að finna kanínu, byrjaði á að fara í Just4Kids og þar var svo mikið úrval af búningum að við fundum ekki neitt í öllum mannfjöldanum sem var að kaupa búninga. Þannig að þá brunuðum við í Toys´rus þar var til 1 súperman búnínigur og einhver einn annar sem var ekki fyrir stelpur, en hún var búin að fá blað hérna inn um bréfalúguna þar sem úrvalið af búningum var ótrtúlegt, þannig að hún trúði þessu ekki og labbaði um alla búðina að leita að búningum. Svo fórum við í Hagkaup og þar gátum við keypt allt sem við vildum. Eldri stelpan ætlaði fyrst að vera diskóstelpa, hætti svo við það og ætlaði að vera djöfull með rauð horn, en þá voru ekki til horn þannig að hún hætti við það, og ákvað að verða Shrek hann var kominn í körfuna þá hætti hún við það og ætlaði að vera Bart Simpson og hann fór í körfuna, svo hætti hún við það og ætlaði að vera lítið barn með snuddu og í náttfötum. En ég ákvað að kaupa samt Shrek sem ég ætlaði á þá yngri og tók Bart Simpson með í kaupbæti, eins tók ég einhvern beinagrindarbúning sem kostaði 149 krónur.

Svo þegar heim var komið var allt breytt. Sú eldri ætlar að vera Shrek og sú yngri beinagrind, þannig að Bart greiið fer bara ofan í skúffu :)

Þetta á nú reyndar örugglega eftir að breytast nokkrum sinnum fram á öskudag, ég er ekki í vafa´um það.

Ég minni enn og aftur á hjálparbeiðinga á síðunni minni


Endalaus veikindi :( kokkarnair alveg að gera út af við mann

Jæja nú er ég löggst í strepptakokka líka, Kristrún er búin að vera veik síðustu 10 daga er reyndar orðin hress núna, fékk fyrir hana pensilín síðasta mánudag. Ég fór niður á heilsugæslu í morgunn og þar var bara heill hópur af fólki allir að láta athuga hvort þeir væru með strepptakokka sýkingu. Og allir greindust jákvæðir, ég held að Kavenpenin sýklalyf sé að verða uppselt í apótekinu hérna í Keflavík, ég meina það. Það er faraldur í gangi hérna á Suðurnesjum. SO aðrir landsmenn ef þið viljið losna við kokkana Stay away from Suðurnes

Minni á hjálparbeiðnina á síðunni minni

Mig langar bara að minna á hjálparbeiðinina á síðunni minni, ég hef ekki fengið nein viðbrögð við henni þannig að ég prufa aftur Wink

Til hamingju með afmælið mbl.is

Ég veit ekki hvar ég væri ef þið væruð ekki á netinuWink ég sest allaf fyrir framan tölvuna á morgnana kl 6 á morgnana þegar ég fer á fætur (á virkum dögum sko) les blöðin ykkar, núna síðustu viku er ég orðin hooked á þessu bloggi, maðurinn minn er farinn að hafa áhyggjur af mér InLove  takk fyrir að vera til .


mbl.is Mbl.is á afmæli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband