Þetta er mesta snilld sem ég hef séð
18.2.2008 | 21:11
Ekki skrýtið
17.2.2008 | 18:50
![]() |
Farinn úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stærðfræðiblinda
16.2.2008 | 10:58
Kæru bloggvinir
Ég er með áhyggjur af henni dóttur minni í sambandi við stærðfræði, henni gengur rosalega vel á öllum sviðum í skólanum nema stærðfræði, hún gjörsamlega lokuð fyrir því. Hafið þið einhverja lausn eða vitið þið einhverja aðferð sem hægt er að nota til þess að hún geti lært stærðfræði.
Bestu kveðjur, Guðborg
Vídeó partý
15.2.2008 | 19:19
Dóttir mín er með videó partý og það eru 10 frábærar stelpur hjá henni að horfa á mynd, borða popp, snakk og saltstangir og hafa gaman þær eru allar 8 ára þannig að með 10, 8 ára stelpur vill nú líka verða smá hávaði. En ég verð bara að reyta á mér hárið til 9 í kvöld þá er partý-ið búið
Nú er ég að fara að undirbúa mig til að hætta að reykja forever
13.2.2008 | 22:22
Maðurinn minn hætti að reykja fyrir 5 árum síðan þegar hann gaf yngri dóttur okkar Kristrúni það í afmælisgjöf að hætta, Sú eldri hún Eyrún er reglulega síðan búin að biðja mig að gefa sér í afmælisgjöf að hætta að reykja og hef aldrey getað gert það, en núna gaf ég henni loforð um að þegar hún á afmæli í sumar sem er reyndar ekki fyrr en 15 ágúst þá ætla ég að gefa henni það í afmælisgjöf að hætta og ég gaf henni loforð úpps. Ég ákvað að gera þetta ekki fyrr en þá, því það er svo mikið framundan sem að ég veit að yrðu freistingar til að byrja aftur, verð 40 ára í mai og fer svo erlendis í lok mai. Skelli inn hérna einni mynd sem að ég ætla að líta reglulega á
Kanski kemst ég til Danmerkur eftir allt saman :)
13.2.2008 | 00:03
Sendi mér upplýsingar um hver þetta er þá fæ ég 25.000 ddk þá kemst ég örugglega til Danmerkur haha ( Vísa í fyrri færlsu ) , skelfilegt atriði myndi ekki vilja lenda í svona. ÚFF
![]() |
Setti myndskeið af ráni á netið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Danir frændur okkar :(
12.2.2008 | 10:26

![]() |
Óttast íslenska kollsteypu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gunnar Ingi er látinn
11.2.2008 | 00:29
Komið þið sæl.
Hann Gunnar Ingi lést í morgunn á líknardeild, þar sem er búið að gefa það út á barnaland að hann sé dáinn þá set ég þetta í færlsu hérna líka og bið ykkur um að sýna samstöðu í verki og styrkja Lindu og fjölskyldu með fjárframlagi. Set reikningsupplýsingar hérna fyrir neðan. Ég vil biðja Guð að styrkja Lindu og börnin hennar í þessari miklu sorg.
Vilja vinir og velunnarar þeirra því biðja alla sem geta að styrkja fjölskylduna með bænum og fjárframlagi þar sem margt smátt gerir að sjálfsögðu eitt stórt.
Reikningsnúmer er 1109-05-412412 og kt: 030268-5129
Minni á hjálparbeiðnina , betur má ef duga skal :)
9.2.2008 | 09:43
Ætla bara að segja ykkur að það hefur komið eitthvað inn á reikninginn og ég er mjög ánægð með það og þakka þeim sem hafa laggt út fyrir þessu, en betur má ef duga skal, þannig að ég bið ykkur að leggja ykkar af mörkum sem að lesa þetta, til þess að reyna að létta þeim róðurinn. Bestu kveðjur Guðborg
Safnað fyrir Gunnar Inga og fjölskyldu
Þau eiga fjögur börn og eitt þeirra er að fermast í vor og þau hafa að sögn aðstandenda ekki getað unnið lengi og er staðan því skiljanlega erfið hjá þeim.
Vilja vinir og velunnarar þeirra því biðja alla sem geta að styrkja fjölskylduna með bænum og fjárframlagi þar sem margt smátt gerir að sjálfsögðu eitt stórt.
Reikningsnúmer er 1109-05-412412 og kt: 030268-5129
Jæja komin aftur
9.2.2008 | 09:39
Ég fékk sms í gær og spurð hvort ég væri komin í bloggfrí, hef haft svo mikið að gera undanfarna daga hef ekki mátt vera að því að blogga.
Þetta veður sem er búið að vera undanfarna daga er alveg hreint ömurlegt, ég komst nú í vinnuna á fimmtudags morgunn því ég er á jeppling sem fer allt saman. Var að vinna til rúmlega 4 og fór þá að leggja í hann til að sækja stelpurnar. Ég þurfti að koma við og taka olíu á bílinn og festi mig hjá Orkunnin hérna í Njarðvík, ekkert haft fyrir því að skafa planið þar og það var líka lítill bíll fastur þarna þess vegna þurfti ég að hægja á mér og var pikkföst, en tókst að losa mig og rétt náði að sækja stelpurnar kl 5. Þá tók við önnur svaðilför að komast heim það voru bílar pikkfastir allstaðar og það tók mig samtals 1 og 1/2 tíma að komast leið sem ég er annars 5 mínútur að fara. Vinkona hennar Eyrúnar sem kom með henni heim úr skólanum þurfti að gista hérna því það var ekki hægt að sækja hana.
Svo þurfti kallinn að komast heim úr vinnu um 1/2 7 og það tók hann annan eins tíma að komast og endaði með því að ég fór á mínum bíl að sækja hann og hann þurfti að skilja vinnubílinn eftir fastann í skafli.
Svo náttúrlega ringdi eld og brennistein í gær og allur snjór að hverfa, nei bíddu við þegar ég vaknaði um 5 leitið í nótt og var litið út þá var kominn annar snjóbylur. ætlar þetta engann endi að taka. Ég lýsi yfir stríði gegn þessu veðri og Siggi stormur farðu nú að spá sól og blíðu