Þegar börnin okkar meiða sig
5.2.2008 | 19:43
Ég var að skutla yngri dóttir minni í fimleika í dag, þegar hún fór út úr bílnum þá klemmdi litla skinnið mitt sig, ég hljóp með hana inn í íþróttahúsið og sem betur fer var kona þarna sem að gat tekið við af mér því ég bara skalf eins og hrísla, þessi góða kona lét renna á puttann á henni og lét svo plástur og ég stóð við hliðina eins og einhver geðsjúklingur og sagði bara verður þetta í lagi, konugreiið sagði að hún myndi örugglega missa nöglina, svo lét hún plátur á hana, og ég veit að ég á ekki eftir að getað tekið plásturinn af, ætli ég þurfi ekki að fara með hana niður á sjúkrahús ef það þarf að taka hann af, ég meina það ég er svo mikill kjúklingur þegar börnin mín eiga í hlut.
Fyrir nokkrum árum síðan var eldri dóttir mín með staup sem hún skellti í borðið þannig að það brotnaði, og hún skarst í puttann, það fossblæddi og ég greip einhverja tusku og skellti yfir þetta og brunaði niður á sjúkrahús, þetta var að kvöldi þannig að þurfti að kalla út slysavaktina, svo var farið að gera að sári barnsins þá var þetta smá rispa, ég skammaðist mín ekkert smá, hefði sko alveg getað meðhöndlað þetta sjálf. En svona er ég og ræð bara ekki við það
Hjálparbeiðin eins og hún kemur fyrir á vef www.vf.is
5.2.2008 | 19:33
Safnað fyrir Gunnar Inga og fjölskyldu
Þau eiga fjögur börn og eitt þeirra er að fermast í vor og þau hafa að sögn aðstandenda ekki getað unnið lengi og er staðan því skiljanlega erfið hjá þeim.
Vilja vinir og velunnarar þeirra því biðja alla sem geta að styrkja fjölskylduna með bænum og fjárframlagi þar sem margt smátt gerir að sjálfsögðu eitt stórt.
Reikningsnúmer er 1109-05-412412 og kt: 030268-5129
Öskudagsbúningar
4.2.2008 | 20:24
Skrapp í bæinn seinnipartinn í dag til að athuga með öskudagsbúninga á stelpurnar mínar. Sú yngri ætlaði fyrst að vera prinsessa, en nei ætla að vera kanína þannig að ég fór með það í huga að finna kanínu, byrjaði á að fara í Just4Kids og þar var svo mikið úrval af búningum að við fundum ekki neitt í öllum mannfjöldanum sem var að kaupa búninga. Þannig að þá brunuðum við í Toys´rus þar var til 1 súperman búnínigur og einhver einn annar sem var ekki fyrir stelpur, en hún var búin að fá blað hérna inn um bréfalúguna þar sem úrvalið af búningum var ótrtúlegt, þannig að hún trúði þessu ekki og labbaði um alla búðina að leita að búningum. Svo fórum við í Hagkaup og þar gátum við keypt allt sem við vildum. Eldri stelpan ætlaði fyrst að vera diskóstelpa, hætti svo við það og ætlaði að vera djöfull með rauð horn, en þá voru ekki til horn þannig að hún hætti við það, og ákvað að verða Shrek hann var kominn í körfuna þá hætti hún við það og ætlaði að vera Bart Simpson og hann fór í körfuna, svo hætti hún við það og ætlaði að vera lítið barn með snuddu og í náttfötum. En ég ákvað að kaupa samt Shrek sem ég ætlaði á þá yngri og tók Bart Simpson með í kaupbæti, eins tók ég einhvern beinagrindarbúning sem kostaði 149 krónur.
Svo þegar heim var komið var allt breytt. Sú eldri ætlar að vera Shrek og sú yngri beinagrind, þannig að Bart greiið fer bara ofan í skúffu :)
Þetta á nú reyndar örugglega eftir að breytast nokkrum sinnum fram á öskudag, ég er ekki í vafa´um það.
Ég minni enn og aftur á hjálparbeiðinga á síðunni minni
Endalaus veikindi :( kokkarnair alveg að gera út af við mann
3.2.2008 | 13:37
Minni á hjálparbeiðnina á síðunni minni
2.2.2008 | 21:45

Til hamingju með afmælið mbl.is
2.2.2008 | 09:43
Ég veit ekki hvar ég væri ef þið væruð ekki á netinu ég sest allaf fyrir framan tölvuna á morgnana kl 6 á morgnana þegar ég fer á fætur (á virkum dögum sko) les blöðin ykkar, núna síðustu viku er ég orðin hooked á þessu bloggi, maðurinn minn er farinn að hafa áhyggjur af mér
takk fyrir að vera til .
![]() |
Mbl.is á afmæli í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er ekki sama hvort það er innbrot, nauðgun eða morð
1.2.2008 | 16:55
![]() |
Í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
......... Hjálp ............
1.2.2008 | 13:45
Komið þið sæl öllsömul.
Þannig er mál með vextir að gömul vinkona mín sem ég var að leika mér við sem barn er að berjast síðustu sporin með manninn sinn. Sem liggur á líknardeild Landspítalans, hann er reyndar gamall skólafélagi minn líka. En þau eru með 4 börn og er hann búin að vera að berjast við krabbamein í 2 ár og hafa hvorugt getað unnið. Og veit að það hlýtur að vera erfið hjá þeim staðan. Eitt af börnunum þeirra á að fermast í vor. Þannig að góðir Íslendingar mig langar að biðja ykkur um að styrkja þetta góða fólk, bæði með bænum og fjárframlagi. Margt smátt gerir eitt stórt.
Reiknins upplýsingar eru 1109-05-412412 og kt: 030268-5129
Hann heitir Gunnar Ingi Ingimundarson sem liggur á líknardeild og konan hans heitir Linda Gústafsdóttir.
Minni á þetta. Munið að það er sælla að gefa en þiggja :)
Vinir og fjölskylda | Breytt 2.2.2008 kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Stelpu skinnið
31.1.2008 | 12:19
![]() |
Britney flutt á sjúkrahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flugmenn eru víst eins og allir aðrir
30.1.2008 | 17:27
Þokkalegt að lenda í svona flugi, en þeir eru víst mannlegir og geta fengið taugaáfall eins og allir aðrir. En ég með mína flughræðslu veit ekki hvað ég hefði gert ef ég hefði verið í þessu flugi. Yfirleitt er ég búin að hræða alla sem sitja í kring um mig í flugi með því að vera stöðugt að segja " Þetta er nú ekki eðlilegt"
![]() |
Flugmaður fékk taugaáfall í flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |