Ekki skrýtið

Það er nú ekki skrítið að fólk versli lítið á Pizza Hut það er svo dýrt að maður fær bara í magann þegar maður borgar reikninginn eftir að borða þar. Mér hefur alltaf þótt pizzurnar þarna góðar en maður er ekki til í að eyða 12-15 þús að fara með fjölskylduna á pizza hut
mbl.is Pizza Hut lokar tveimur stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er alveg rétt hjá þér. Ég hef líka ítrekað lent í skelfilegri þjónustu á pizza hut í Smáralind og á Sprengisandi... var eiginlega að bíða eftir því að þetta myndi gerast :-/

Joseph (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 10:30

2 identicon

Verri þjónustu er varla hægt að finna

Verri mat er varla hægt að finna (sérstaklega á sprengisandi)

Hærra verð á pizzum er varla hægt að finna

Að búllan sé ekki farin á hausinn er kraftarverki líkast!

Stefán (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 10:33

3 Smámynd: GunniS

ég fer mjög lítið á veitingastaði, aðalega því ég er tekjulár því ég er atvinnulaus. en ég hef aldrei farið á pizza hut mikið, ég hélt að ástæðan væri að fólk fer almennt minna á veitingarhús vegna kreppunar, ekki að þjónustan væri slæm hjá pizza hut.

GunniS, 9.4.2010 kl. 10:44

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Já er alveg sammála með þjónustuna í Smáralind mér hefur aldrei fundist hún til fyrirmyndar

Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.4.2010 kl. 10:55

5 identicon

Ég tek undir, góðar pizzur en fáranlegt verðlag sem er að koma í bakið á rekstraraðilum. Ég keyri oft framhjá Sprengisandi, nánast tómt þarna inni um kvöldmatarleyti. Almenningur hefur hafnað okurstefnu Pizza Hut á Íslandi. Gott mál.

Doddi (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 10:55

6 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Sammála þessu, hrikaleg þjónusta sem maður hefur stundum fengið þarna. Oft löng bið jafnvel þegar það er ekkert að gera.

Ég hef nú ekki trú á að það sé sparnaður fólksins sem er að valda þessu núna þar sem t.d. það er alltaf troðið og bið eftir borði þarna við hliðina á Eldsmiðjunni.

Það er fyrst og fremst slæm þjónusta og verri gæði.

Stefán Örn Viðarsson, 9.4.2010 kl. 11:47

7 Smámynd: Skarfurinn

Ekki nein  eftirsjá á eftir svona okurbúllum, ef maður fær fish and chips á 1190 kr þá kaupir maður ekki pizzu á 3000 kr.

Skarfurinn, 9.4.2010 kl. 12:33

8 Smámynd: The Critic

Þetta er bara illa rekið fyrir tæki og með vitlausa markaðsstefnu. Einnig finnst mér stórfurðulegt hvernig erlendar skuldir geta verið að sliga þá. Ekki eins og þeir hafi sprottið upp í góðærinu, staðurinn á hótel Nordica er búin að vera þar í 20 ár, staðirnir á sprengisandi og smáranum eru búnir að vera þar í 10 ár. 

The Critic, 9.4.2010 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband