Skil þetta ekki alveg
20.4.2010 | 16:34
Hvernig getur verið komin aska á Grænland þegar það hefur ekki komið nein aska hérna á suðvestur hornið ?? er Askan búin að fara þá hringinn í kring um hnöttinn ?? Sá spyr sem veit ekki ?? Veit þetta einhver fróður maður sem les þetta
Öskuský yfir suðurhluta Grænlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Málið er það að lægðir og hæðir blása vindinum í hringi þannig að þó að það sé éin ákveðin vindátt á gosstöðvunum þá fýkur askan eftir lægðar/hæðarkerfunum, og jafnvel á milli kerfa, auk þess þá er vinduppbyggingin í hálaoftunum öðruvísi.
Gestur (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 16:44
Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af okkur hér suður frá, hér eru hafnirnar lokaðar eins og alltaf á vorin af rekís frá austur Grænlandi.
Flug fer fram með þyrlum og ekki verður flogið héðan til útlanda fyrr en í maí, þegar Flugfélag Íslands kemur - og við fjölskyldan verðum á fyrstu vél til Íslands :-)
Hér er búið að vera sól og logn í margar vikur, búinn að mála húsið að utan, tilbúinn í sumarfríið... en í dag dró ský fyrir sólu, væntanlega öskuský...
með kveðju úr landnámi Eiríks rauða
Baldvin Kristjánsson, 20.4.2010 kl. 16:48
Gestur :) takk fyrir þetta, kanski áttar maður sig aðeins betur á þessu núna :)
Baldvin, hvar ert þú staddur ?? Á Grænlandi ??
Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.4.2010 kl. 18:09
í landnámi Eiríks rauða... 400 km fyrir sunnan Reykjavík
Baldvin Kristjánsson, 20.4.2010 kl. 18:56
400 km fyrir sunnan Reykjavík ?? það er nú ekki landnám Eiríks rauða þar, lengst út í ballarhafi
Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.4.2010 kl. 20:16
Suður er breiddargráða, við erum líka vestar... sem er lengdargráða.
Baldvin Kristjánsson, 20.4.2010 kl. 20:55
Fyrirgefðu Baldvin, ég hlýt að vera svona vitlaus en allt sem er 400 km suður af Reykjavík er úti á hafi, skv mínum mælingum
Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.4.2010 kl. 21:16
http://www.weather.gov.hk/wxinfo/climat/world/eng/europe/greenland/greenland_e.jpg
Vona að þetta útskýri málið. Baldvin hefði kannski frekar átt að segja "sunnar en reykjavík"
Kv Sveinn.
sveinn (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 21:25
Sveinn þakka þér fyrir SUNNAR er náttúrulega rétt ekki sunnan við Reykjavík :) skil þetta núna búin að velta þessu mikið fyrir mér :) Er ekki mjög góð í sögu eða landafræði hahaha
Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.4.2010 kl. 21:33
reyndar er þetta vitlaust hjá mér, suður er lengdargráða... og vestur breiddargráða...
Baldvin Kristjánsson, 20.4.2010 kl. 21:42
Það eru nú fleiri Íslendingar hérna á Grænlandi heldur en Baldvin og sitjum við hérna fastir og komumst ekki heim í fríið sem átti að hefjast í dag. Og héðan er flogið allt árið um kring til Kaupmannahafnar og svo einstaka leiguflug eins og með okkur sem vinnum hérna í Nalunaq heim til Íslands.
Guðborg, þessi blessaða aska er búin að fara í austur frá íslandi og yfir alla evrópu, taka smá sveig suður á bóginn og svo aftur í vestur þar sem hún kemur núna af suðri inná Grænland. En lokun flugvalla hérna á suður Grænlandi verður endurskoðuð á miðnæti í kvöld að staðartíma.
Sölvi Borgar (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.