Öskudagsbúningar

Skrapp í bæinn seinnipartinn í dag til að athuga með öskudagsbúninga á stelpurnar mínar. Sú yngri ætlaði fyrst að vera prinsessa, en nei ætla að vera kanína þannig að ég fór með það í huga að finna kanínu, byrjaði á að fara í Just4Kids og þar var svo mikið úrval af búningum að við fundum ekki neitt í öllum mannfjöldanum sem var að kaupa búninga. Þannig að þá brunuðum við í Toys´rus þar var til 1 súperman búnínigur og einhver einn annar sem var ekki fyrir stelpur, en hún var búin að fá blað hérna inn um bréfalúguna þar sem úrvalið af búningum var ótrtúlegt, þannig að hún trúði þessu ekki og labbaði um alla búðina að leita að búningum. Svo fórum við í Hagkaup og þar gátum við keypt allt sem við vildum. Eldri stelpan ætlaði fyrst að vera diskóstelpa, hætti svo við það og ætlaði að vera djöfull með rauð horn, en þá voru ekki til horn þannig að hún hætti við það, og ákvað að verða Shrek hann var kominn í körfuna þá hætti hún við það og ætlaði að vera Bart Simpson og hann fór í körfuna, svo hætti hún við það og ætlaði að vera lítið barn með snuddu og í náttfötum. En ég ákvað að kaupa samt Shrek sem ég ætlaði á þá yngri og tók Bart Simpson með í kaupbæti, eins tók ég einhvern beinagrindarbúning sem kostaði 149 krónur.

Svo þegar heim var komið var allt breytt. Sú eldri ætlar að vera Shrek og sú yngri beinagrind, þannig að Bart greiið fer bara ofan í skúffu :)

Þetta á nú reyndar örugglega eftir að breytast nokkrum sinnum fram á öskudag, ég er ekki í vafa´um það.

Ég minni enn og aftur á hjálparbeiðinga á síðunni minni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Ég gæti alveg notað Bart , ætlaði með minn á laugardaginn að versla búning, en þá vorum við bæði orðin veik. Nú er líklega orðið soltið seint að athuga með það, enda við bæði enn heima.

Sé að söfninin er komin á VF, þá fer eitthvað að gerast

Ásgerður , 5.2.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Hvaða BART ?   

Já frábært með söfnunina, ég vona bara að allir sem vettlingi geta valdið setji inn einhverjar krónur

Guðborg Eyjólfsdóttir, 5.2.2008 kl. 15:01

3 identicon

HÆ Guðborg og til hamingju með síðuna, þú ert eins og venjulega alltaf tilbúin að hjálpa öðrum,vonandi getur fólk lagt eitthvað til í söfnunina .

Kannast við þetta öskubúningavesin það er alltaf verið að skipta um skoðun leiðist þessi dagur frekar.

Þórdís P (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 18:12

4 Smámynd: Ásgerður

Þú bjargaðir deginum ST'ORT knús á þig

Já, spurning hvaða Bart hehe

Ásgerður , 6.2.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband